Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1866, Qupperneq 5

Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1866, Qupperneq 5
5 in verið innileg, og liin ytri venja hefir þó að minnsla kosti orðið til þess, að viðlialda lotningunni fyrir hinu lieilaga og að innræta hana hinum ungu. í’essi lofs- verða venja helzt víða við, ef ekki alstaðar hjá sjómönn- um vorum, og hvergi skín hin ytri guðsdýrkun hetur, heldiir en þegar formaður og húsetar byrja sína hættu- legu sjóferð með bæn til guðs um blessun hans og vernd á hinum ótrygga sjó. Sameinirðu þannig bænina til guðs við öll þíu verk, þá geturðu verið viss um blessun hans og að ætlanir þínar fái framgang; verið getur, að það verði ekki á þann liátt, sem þú hafðir ætlað þér í fyrstunni, en á endanum muntu komast að raun um, að ætlanir þínar þó fengu framgang, ef ekki eins og þú hafðir óskað og beðið, þá samt eins og þér var hentugast. í’ú getur í annan slað verið viss um, að verk þín yfir höfuð að tala hlessast, ef þú vinnur þau með trú og dyggð, og eins og framnji fyrir guði í augsýn hans. Verið getur, að þú sért ekki afkastamaður í því, sem þú átt að vinna; en þegar þú vinnur með dyggð og trúmennsku, þá geturðu verið viss um, að verk þín blessast; með þeim hælli hefurðu falið guði þau, og getur vænt þér hans blessunar og aðstoðar. Þegar verkið er unnið, spyrja menn sjaldnast um, hvað lengi hafi verið unnið að því, heldur hvernig því hafi verið af lokið, enda öðlast hinn dyggi verkamaður með tíma- Iengdinni þá leikni og flýti, sem hann vantar í fyrst- unni, svo það rætist opt á hinum dyggu, iðjusömu mönn- um, að hinir síðustu verða sem hinir fyrstu (Matt. 19, 30). í lífi hins dygga sannast það þráfaldlega, að opt er lítil stund til góðs; meðan hinn ódyggi sefur, eða tekur sér tómstundir til gjálífis og skemmtunar, getur hinn

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.