Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1866, Qupperneq 8

Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1866, Qupperneq 8
8 sem felur drottni alla sína vegi, öll sín verk, ekki virðist álitleg eða séu jafnvel mjög svo erfið og bág, þó hjarta hans særist þungum sárum, mundum vér þó sjá, að í þessu hjarta býr lækning allra meina, traustið á guði; enda sendir og guð hinum ráðvanda og guðhrædda krossberara opl óvænta hjálp og vekur h'knandi með- aumkvun í brjóstum þeirra, scm eru honum kunnugir og þekkja ráðvendni hans. Blessun drottins sýnir sig því að vísu í ytri kjör- um mannsins, en sá getur líka nolið hennar, sem heimurinn kallar mæðumann, og þann getur vantað þessa blessun, sem fyrir manna sjónum virðist að njóta allrar hamingju; hinn krossþjáði Job, hinn ofsótti Davíð, hinn fátæki og kaunum hlaðni Lazarus nutu blessunar drottins, þegar hagur þeirra var sem bágastur; en liinn ríka Nabal, hinn purpuraskrýdda sælkera vantaði hana, þó heimurinn teldi þá sæla, þó Nabal héldi veizlur og hinn ríki sælkeri lifði hvern dag kostulega. Ilin ytri góðu kjör hætta að verða manninum til blessunar, undir eins og liann hættir að þakka guði þau, undir eins og hann notar þau ekki til annars en þess, sem eigingirni hans og sjálfselska blæs honum í brjóst, undir eins og hann bindur hjarta sitt svo fast við liið tímanlega, að hann verður óvandur að meðölum til að afla þess, og minnist þess ekki stöðuglega, að vér erum hér stundar- geslir, sem innan skamms eigum að fara héðan alfarnir, að vér í réttum skilningi erum fremur ráðsmenn guðs, en eigendur, þjónar fremur en herrar, jafnvel þeir af oss, sem hæst eru setlir hér í heimi. l‘ú felur að siðustu drottni þín verk og getur því vænt þér hans blessunar, þegar þú ert trúr í hinu litla, engu síður en í hinu mikla. í ritningunni

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.