Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.02.1866, Blaðsíða 1

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.02.1866, Blaðsíða 1
KRISTILEG SMARIT IIANDA ÍSLENDINGUM. M 1. HINN RANGI OG HINN RÉTTI FRIÐUR. »Hinir óguðlegu hafa engan frið, segir minnguðu. Hefir þú, kristinn maður, lesið þessi orð í heilagri ritn- ingu og hefir þú íhugað þann dóm, sem með þeim er uppkveðinn yfir mörgum, og, ef til vill, yfirþér sjálfum? I’ú finnur þau hjá Esajasi spámanni, 57, 21 og eg ræð þér til að hugleiða þau rækilega, þangað til þú veizt fyrir víst, hvernig þínum friði er varið. Friður við guð og samvizkuna er dýrmætur kjörgripur, sem ekki fæst fyrir gull né silfur, og þó má enginn án hans vera, sem vill lifa vel og verða sáluhólpinn. Jafnvel í tím- anlegum efnum er friðurinn ómetanlegur dýrgripur. Þégar friðinn vantar á heimilunum milli hjóna, milli foreldra og barna, milli systkina, eða milli liúsbænda og hjiia, þegar friðinn vantar milli nágranna, eða milli landa og ríkja og allt truflast og eyðist af ófriði og styrjöld — liversu óttalegt erþá slíkt ástand? oghversu gott og gleðilegt er það, þegar friður kemst aptur á! En enn þá óttalegri er ófriður og sundurþykki milli guðs og manna, og enn þá unaðarfyllri er friður við guð og samvizkuna, sem er dómstóll guðs í mannlegri sálu. Sé eg ósáttur við guð skapara himins og jarðar og eigi eg í ófriði við samvizku mína, sem fylgir mér alstaðar 2. &T.

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.