Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.02.1866, Page 2

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.02.1866, Page 2
2 hvert sem eg fer, bæði þegar eg leggst til hvíldar og rís úr rekkju, þá stoðar það mig ekki að vera sáttur við aðra menn, og þá geta engir stundlegir munir orðið mér til gagns eða gleði. En sé eg sáttur við guð og samvizku mína, þá getur enginn hlutur gjört mig ófar- sælan, þá get eg lifað rósamlega og dáið í samfelagi við drottinn. Og til þessa sæla friðar, sem er öllum skilningi æðri, lítur spámaðurinn með þessum orðum: liinir óguðlegu hafa engan frið, segir minn guð«. Hugsa þú um það, kristiun maður, hversu liræði- legt það væri, ef þú værir einn í þeirra tölu, sem spá- maðurinn lalar um; þótt þú ættir hinu mesta heimsláni að fagna og ættir öll ríki veraldarinnar og þeirra dýrð, þá hefðir þú þó engin not af því; því að bæði er það, að þetta getur ekki jafnvel hér í lífi bætt þér upp sann- an sálarfrið, og líka verður þú að yfirgefa öll tímanleg gæði, þegar dauðinn kallar og þú skilur hér við. Hinu megin grafarinnar hefir þú eins litla gleði af glisi veraldarinnar, eins og liinn ríki maður í guðspjallinu, sem frelsarinn talar um. Stattu við og hugleiddu þetta, því að þú ert líka ferðamaður á leiðinni lil eilífðarinn- ar, og endimark ferðar þinnar er, ef til vill, nær en þú hyggur. I’ú segir, ef til vill, að þér sé óhætt og að þú hafir góða samvizku. Yel er, ef svo er; en veiztu með vissu, að þú segir satt? I’egar ritningin talar um óguðlega, þá hefir hún ekki einungis tillit til lastafullra og glæpamanna, lieldur og til allra þeirra, sem ekki lifa í samfélagi við guð, heldur fara eptir holdlegri nátt- úru sinni, þótt breytni þeirra kunni að vera óaðfinnan- leg fyrir manna sjónum. Og að því, er snertir sam- vizku þína, sem þú segir góða, þá getur verið, að liún sofi og sé ekki vöknuð; og þá er það ekki að kynja, þótt

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.