Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.02.1866, Síða 8

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.02.1866, Síða 8
8 hólpnir í«. nEnginn getur lagt annan grundvöli, en þann, sem lagður er, sem er Jesús Kristur«, og sé friður þinn ekki byggður á lionum einum, þá er hann ósannur og svikull. En það eru lika til aðrar sálir, sem ekki geta kall- azt sofandi, þar eð þær hafa fundið til sviða og sárs- auka iðrunarinnar, en þó hafa þær ekki fundið hinn sanna frið né hvíld. Hugleiðnm, hvernig ástandi þeirra er varið. »Yér vorum, (segja þessir iðrandi syndarar) dauðir í afbrotum og syndum, er vér lifðum forðum eptir aldarhætti þessa heims, og í vorum holdlegu girndum, gjörandi vilja holdsins og tilhneiginganna, og vorum af náttúrunni börn reiðinnar (Efes. 2, 1—3); en guðs náð opnaði augu vor, svo að vér sáum, að þetta var ekki sá mjói vegur, sem til lífsins liggur; heldur yrðum vér að snúa oss og ganga inn um hið þrönga hlið til þess að geta orðið sáluhólpnir. Yér ráðfærðum oss þá ekki við hold og blóð, heldur vorum jafnskjótt reiðubúnir til að leggja af vorn syndavana og snúa oss frá heiminum ; vér höfðum guðsorð iðulega um hönd og beiddum guð sí og æ um náð til þess að geta sigr- azt á syndinni og belrazt. Líka urðum vér varir við náðarverkanir lieilags anda, sem vakti hjá oss angur yfir syndinni, svo vér nú vonum, að vér séum sanniðrandi, og því er hjarta vort rólegl, og áfellir oss ekki, með því guðsorð boðariðrandi syndurum fyrirgefningu syndanna og arftöku meðal heilagra í Ijósinu. Vissulega er á- sland yðar öðruvísi en holdlegra sinnaðra heimsbarna, og það Jítur svo út eins og lífernisbetrun yðar sé full- komin. I’ó vantar yður tvennt sem 'þér megið ekki án vera; annað er lifandi tilfinning guðlegs réttlætis, hitt gleði yfir guðs náð. Það sýnist, sem þér hafið aldrei

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.