Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.02.1866, Blaðsíða 13

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.02.1866, Blaðsíða 13
13 Og sérlu enn þá holdlega lyntur, þá er hætt við, að friður þinn sé friður dauðans og liins ganila manns, llís upp, þíi sem sefur, ljúk þú upp augum þinum og reyndu til að koma auga á Ifrist og þá mun hann lýsa þér. Ilann er kominn til að boða frið; hann er kominn til að frelsa hina glötuðu; hann tekur að sér syndarana þegar þeir koma til hans og þá langar til að frelsast þótt þeir enn séu breiskir og brotlegir og skammt komnir á vegi helgunarinnar; hann kallar á þá, sem erflða og þunga eru hlaðnir og heitir sálum þeirra hvíld og svölun. En haör þú nú fengið þessa trú og hug- svölun og byrðinni sé létt af samvizku þinni, þá gættu þess, hverja ávexti trú þín og friður þinn bera hjá þér; önnir þú þá, að hjá þér er vaknað nýtt líf þó það kunni enn að vera veikt og ófullkomið, og að þú, þrátl fyrir vanmátt þinn og daglegan breiskleika, hatar synd- ina, og að þú í kærleika frelsara þíns fær krapta til að yörbuga syndina og standast þær freistingar, sem á þig stríða, svo að engin syndsamleg girnd getur til lengdar haft yörráð yör þér, þá eru þessir ávextir trúarinnar vitnisburður um, að friður þinn er sannur, auk þess innra vitnisburðar, sem felst í sjálfri trúnni og sem postulinn talar um þegar hann segir: »hver sem trúir á guðs son, liefir þenna vitnisburð í sjálfum sér«. Sé því friður þinn sannur, leiðir hann af sér guðrækilegt líf og ávexti iifandi trúar. En þér, sem engan frið haöð og finnið til þess með angri og trega, að sá friður, sem þér áður höfð- uð, var rangur og ósannur, þér spyrjið nú hryggvir, hvernig þér eigið að fá sannan sálarfrið. Og yður verður ekki annað vísað en til Krists, sem lieör keypt yður dýru verði, sem var særður vegna vorra misgjörða

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.