Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.02.1866, Page 14

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.02.1866, Page 14
14 og fyrir vorra synda sakir lemstraður; hegningin lá á lionum, svo vér hefðum frið og yrðum heilbrigðir fyrir hans benjar« (Es. 53, 3). Hjá lionum flnnur þú frið- inn og fyrir honum verður þú að úthella þínu særða og sorgmædda hjarta. Verið getur, að þú segist opt hafa leitað hans, bæði í guðsorði og bæninni; en þó hafir þú ekki fundið frið. Þetta hafa margir orðið að reyna, en það er ekki honum að kenna, heldur þér. Fyrir því er ekki ráð gjörandi, að þú leitir friðarius, en viljir þó ekki segja skilið við syndina, heldur hinu, að hjarta þitt sé einlægt og að þú viljir verða sannur Jesú lærisveinn; sé það nú svo og þú getir þó ekki fundið frið, þá er það því að kenna, að trú þín á Iírists frið- þægingu er enn þá vcik. Ef þú af öllu hjarta tryðir því, ii að guð hefir í Kristi friðþægt hciminu við sjálfan sig og tilreiknar ekki mönnunum afbrot þeirra«, þá fengir þú frið, því réttlætingin af trúnni hefir i för með sér frið við guð fyrir drottinn vorn Jesúm Krist. Leita þú réttlætiugar þinnar í Jesú Kristi og treystu honum af hjarta, og þá muntu finna frið, þvi að einnig til þín ná þessi orð hans: »frið læt eg eptir hjá yður; minn frið gef egyður; ekki eins og heimurinn gefur, gef eg yður. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðistu (Jóh. 14, 27). Já, friðarins guð mun þá ekki til lengdar byrgja sitt náðarauglit fyrir þér, heldur senda friðargeisla sína niður í þitt lirelda hjarta og sannfæra þig um, að þú ert tekinn lil náðar af honum fyrir Jesúm Krist, að hann er þinn friðþægður faðir og þú hans barn, sem með fullu trausti til hans eilífu mískunar getur beðið og sagt: faðir vor, þú sem ert á himnuni.

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.