Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1867, Page 9

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1867, Page 9
9 gleyma, sem vill bæta ráð sitt að fullu, heldur á til- hugsun þeirra sífellt að minna þá, sem betrast vilja, á það, að vera vandlátir við sjálfa sig, árvakrir og kost- gæfnir í því að halda stöðugt áfram á hinum nýja vegi, vegi dyggðanna og guðsóttans. Iíæru bræður og systur! Allir höfum vér hver sinn brest, hver sina ófullkomlegleika, og hjá flestum af oss, ef ekki öllum, er einhver löstur ríkjandi, einhver synda- va'ni drottnandi. Ilver af oss gæti að því hjá sjálfum ser, í hverju honum er áfátt. Dyljum ekki fyrir sjálf- um oss bresti vora og lesti; því með því að dylja þá fyrir oss, drögum vér sjálfa oss á tálar, og stofnum sjálfum oss í þann voða, sem orðið getur oss að eilífu tjóni. Vér þurfum allir á miklu bót að ráða, margan vondan vana af að leggja, margan óhreinan anda út að reka úr hjörtum vorum. Frestum þessu ekki. í’að er ómannlegt, að vera þræll sinna eigin girnda; það er ókristilegt, að láta lestina drottna yflr sér, það er bæði svívirðilegt og háskalegt, að sjá ekki að sér; og reyna ekki til að verða betri og fullkomnari. Frestum ekki betrun vorri; og þegar vér höfum byrjað hana, verum þá ekki þreklausir, tómlátir og hirðulausir í þessu verki, sem oss ríður mest á af öllu, verki betrunar vorrar og fullkomnunar. Látum oss ekki nægja það, að af leggja hina illu útvortis breytni, heldur kappkostum, með guðs anda aðstoð, að hreinsa lijörtu vor, og reka þaðan út hina öhreinu anda, hinar illu ástríður og tilhneigingar, sem lestir vorir spretta af. Og gætum þess, að þessir ólireinu andar fái þar ekki framar rúm; en tilreiðum þar bústað guðs og Krists anda, hreinum trúar-, kær- leiks- og helgunaranda. Temjum oss ætíð nýja dyggð í staðinn fyrir hvern löst, sem vér höfnum. Verum

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.