Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1867, Qupperneq 14

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1867, Qupperneq 14
lí fái ekki tvístrað, ekkert það hungur, sem hennar end- umærandi ávexlir ekki inegni að seðja, enginn sá þorsti, sein ekki fái svöiun af hennar lifandi straumuin. Leit- um vér eptir guði, þá opnar hún fyrir oss hans auglit. Séum vér niðui'beygðir af þunga synda vorra, þá sýnir hún oss vora miklu syndasekt afmáða, því hinn heilagi guðs sonur lók hana með sér og bar upp á krossins tré. Ef vér skelfumst af nekt vorri frammi fyrir liei- lögum guði, þá segir hún oss frá hinum ilekklausa rétt- lætisins skrúða, sem vér verðum skrýddir fyrir guðs sonar blóð. Ef vér óttumst, að vér fáum ekki gengið verðuglega vorri köllun, þá býður hún oss að láta ekki liugfallast, því Kristur er orðinn oss speki frá guði til réttlætis, helgunar og endurlausnar. Ef vér andvörpum í sorg og mæðu, þá kennir hún oss að viðurkenna það eins og typtun drottins. teim, sem grætur einmana, vísar hún í hinn eilífa ástarfaðm guðs, sem þerrar öll harmatár af hans augum. í*egar æQ vor nálgast sinn endir, og kvölda tekur og líða á lífsins dag, þá gjörir guðs orða Ijós bjart fyrir vorum augum, og vér sjáum álengdar hið eilífa sæluheimkynni vort. Já, það hið blessaða lífsins orð, hinn eilíQ fjársjóðnr frelsisins, það gjörir hinn snauða ríkan og hinn veika styrkan, það fágar með gullnurn himinljóma alla hina myrku stigu vorrar pílagrímsferðar. Látum oss elska það og geyma eins og hinn dýmætasta fjársjóð vorn. SJÓFERÐAMANNS SALMUR. T.ag: Gæzkuríkasti græííari minn. Pú birtist drottinn, hör í heim’, Og huggun veittir öllum þeim

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.