Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1867, Blaðsíða 3

Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1867, Blaðsíða 3
3 2. Ilið huggunarríka fyrirheiti. Minnstu þessara Jesú orða, hjá Mattheus 6, 32: »Yðar himneskur faðir veit, að þér þurfið alls þessa við •>. Þótt Jesús talaði þessi orð um tímanlega hluti, geta þó guðs börn heimfært þau upp á sig í öllum breyt- ingum og biltingum þessa lífs, því að þau hljóta að burt- reka allan ótta og kvíða, þagga niðnr alla möglun og leiða til auðmjúkrar og ótakmarkaðrar undirgefni undir guðs vilja. Hvar getur barninu verið ólxættara en undir hendi föður síns? Hvar getur hinn trúaði verið óliult- ari en undir vernd og umsjón drottins? Vér vitum ekki, hvað oss er fyrir beztu, en öllum högum vorum er stjórnað af eilífri og óendanlegri speki. Verði oss á í óþolinmæði að mögla og kvarta yfir mótlætinu, þá minnumst þess, að guðs eilífa speki og hans föðurlega elska hefir sagt, að vér þurfum þess við. Sál mín! Ef eitthvað truflar frið þinn og raskar rósemi þinni; ef þér finnst krossinn þungbær ; ef þú stendur einmana og aðstoðarlaus; sén ástarböndin snögglega slitin, minnstu þá þess, að þinn himneski faðir veit, að þú þarft alls þessa við. I’að var hann, sem lagði þér krossinn á herðar, af því þú þurftir þess við ; það var hann, sem svipti þig mannlegri lijálp og aðstoð, svo þú skyldir llýja til hans, leita hælis hjá honum og treysta honum einum; það var hann, sem gaf og hann sem burt tók, svo þú skyldir blessa hans heilaga nafn, svo þú vendist á að losa hug og hjarta við liverfula og endanlega hluti, en höndlaðir eilíft líf og hefðir umgengni þína á himn- um. Leitaztu við að temja þér undirgefni undir vilja þíns himneska föður, og treystu því af hjarta, að allt, sem þér ber að höndum, sprettur af hans óendanlegu náð og eilífri föðurást. Hafðu dæmi frelsara þíns fyrir

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.