Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1867, Blaðsíða 7

Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1867, Blaðsíða 7
Leitastu við að helga líf þitt honum til dvrðar, sem þakklætisfórn fyrir hans óverðskulduðu náð? Þú ert, eftilvill, óhæfdegur til að bera ávöxt í heimsins augum. Ástandi þínu og lífstöðu þinni er, ef til vill, þannig varið, að það getur ekki borið mikið á framkvæmdum þínum í guðs þjónustu. En þetta skiptir engu. Drott- inn metur opt mest þá ávexti, sem mennirnir sjá ekki, heldur spretta og þróast í leyni, í liógværð og stillingu, þolinmæði, blíðlyndi og auðmýkt; hann metur það mest, að þú geflr þig á hans vald, látir þér stjórna af hon- um, hvort sem hann leiðirþig, og segir af hjarta: »ekki minn, heldur verði þinn vilji». Mannelska, ósérplægni, umburðarlyndi og sáttgirni eru þeir ávextir, sem þinn himneski faðir heflr velþóknun á og sem hann vegsam- ast með. Nú yfir stendur, ef til vill, reynslutími þinn; þér er varpað á sóttarsængina, þú ert sviptur ástvini þínum, eða stynur undir einhverjum krossins þunga. Einnig í þessu getur þú vegsamað guð þinn, því aldrei geta guðs börn vegsamað betur sinn himneska föður hér í lífi, en þegar þau í þrautum og þjáningum, í trú og elsku segja: »verði þinn vilji». Hugsaðu um endir þjáninganna, um þá dýrðlegu kórónu, sem þér er geymd, ef þú reýnist trúr til dauðans. Beygðu þig undir guðs vilja, og treystu því af öllu hjarta, að hans vilji er ein- tóm speki og náð, að hann er eins miskunnsamur, þeg- ar hann burt tekur, eins og þegar hann gefur, eins við- kvæmur faðir þegar hann slær eins og þegar hann græð- ir. Englar guðs á himnum hafa enga æðri gleði en þá að vegsama guð ; hvílk sæla er það þannig að geta kom- izt í samfélag við andana í öðrum heimi, eða þó öllu heldur að komast í samfélag við sjálfan frelsarann og

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.