Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1867, Síða 5

Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1867, Síða 5
er stærst, þá cr lians lijúlp nálægust; þegar hans tírai er kominn, sá tími, sem speki lians og gæzka sér lientugastan, þá útréttir hann sína hjálparhönd, þá léttir liann af oss krossinum og snýr vorri hryggð í fögnuð. 4. Opinberun guðs hulda ráðs. Minnstu þessara Jesú orða hjá Jóh. 1B, 7: »Nú skilur þú ekki það sem eg gjöri, en seinna nnintu skilja það«. Einhvern tíma upp rennur sá hinn dýrð- legi og blessaði dagur, þegar það verður allt opinbert, sem nú er hulið, þegar það sést til fulls, að allt er sprottið af óendanlegri speki og gæzku. Uér í lífi sjá- um vér allt í þoku og ráðgátu; vér skynjum ekki guðs vegi og oss skjátlast einatt í skoðun vorri. En bráð- um nnin guðs leyndarráð opinberast. Vertu því hug- hraust og vonglöð trúaða sál. l’ér finnast vegir hins liimneska föður vera óskiljanlegir, og þú þykist enga skímu sjá gegnum hin dymmu ský; en hráðum upp- rennur sá dagur, sem gjörir allt skært og dýrðlegt. Haltu þessu trúartrausti litla stund. llér ú jörðu trúir barnið öllu því, sem faðirinn segir því, og þegar það eldist skilur það margt, sem því áður var óskiljanlegt. tetta líf er barnæska tilveru þinnar; eilifðin er sálar- innar óendanlegi fullorðins aldur. Þar verður allt op- inberað og þar hverfur allt myrkur í hinu eilífa dýrð- arljósi. Oss hættir við að gleyma þvi, að vér erum börn og að brjóla heilann um það, sem skilningi vor- um er ofvaxið. Vér lálum oss ekki lynda að vita, að það er vilji vors himneska föður, heldur reynum til með ofdirfsku að komast fyrir, hvernig og hvers vegna það sé þannig. En sé það rangt að leggja dóm á manna verk, meðan þau eru hálfgerð, og áður en þau eru albúin, hve miklu rangara er það þá, að vilja

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.