Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1867, Blaðsíða 15

Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1867, Blaðsíða 15
15 Faðir vor fyrir áheyrendum sínum, sagði liann með táríaugunum og mjög klökkur: »Á þessari stuttu bæn »er óendanlegur blær og eilífðar bragur, og þessi fáu »orð hefðu verið nóg sönnun fyrir Iírists guðlegu send- »ingu, þótthann hefði ekki annað talað». Meðan Stef- fens hélt þessa ræðu, var hátíðleg þögn í kennslusaln- um og þegar ræðu hans var lokið gengu alllr þaðan mjög klökkir. VEIIS úr Jóladagsræðu. Af heimi skattskript heimtuð er; en livað skal drottinn! gjalda þér? Er annað til en eymd og sekt? Er annað til en synd og nekt? þín grunnlaus elska sjálf það sá, þú sendir frelsið jörðu á að fyrra bragði að bjóða oss grið, og boða lífið, náð og frið! Ó guð minn góði, eg gjarna vil þó gjalda’ liið litla sem er til: mitt þakklátt hjarta, hreina sál minn huga, vilja, raust og mál. Svo lengi sem eg lifi hér eg lofa skatt að gjalda þér í lofgjörð fyrir lánið blítt, í lofgjörð fyrir bölið strítt. í lofgjörð fyrir livert lífs míns ár,

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.