Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1867, Blaðsíða 13

Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1867, Blaðsíða 13
13 einfær um að sigrast á binu illa? Sú eina menntun, sem er lofsverð, er sú, sem sefar hinar vondu girndir, hreinsar hjartað og bætir lífernið, og því ber oss að þakka föðurnum, sem hefirhrifið oss undan valdi myrk- anna og flutt oss í ríki sins elskulega sonar. En mannleg þekking einsömul hefir aldrei getað burt rekið syndarinnar vonda og óhreina anda. Snmir halda, að þetta geti tekizt með stöðugum ásetningi og sterkum vilja, ef maðurinn beiti öllum sínum siðferðislegu kröpt- um, þeir koma með dæmi upp á dyggðir, sjálfsafneitun og góðverk, og þeir tala um að sigrast á girndum sín- um. En ef vér spyrjum, hvernig þeir hafi unnið sig- ur, æ, verður það þá ekki optastnær niðurstaðan, að þeir hafa sigrað eina girnd með annari girnd, munað með metorðagirnd, melorðagirnd með værugirnd og værugirnd með ágirnd? Sigurinn vinnst ekki, kristnir menn, og hans er ekki að vænta, nema þar sem vissa er fyrir um fyrirgefningu syndanna og hið nýja hugar- far, sem sprettur af þessari vissu hjá manninum. Vanti manninn þessa vissu, á hann í einlægu stríði, sem byrjar aptur og aptur, því að hann ber aldrei fullkominn sigur úr býtum. það eru til margir menn, sem hafa óbeit á hinu illa og löngun til hins góða, sem angrast innilega af ávirðingum sínum, og því fer svo fjærri, að þeir reyni til að fegra yfirsjónir sínar, að þeir ásaka sjálfa sig harðlega og neyta allra sinna krapta lil að geta bætt ráð silt. En þó vinna þeir ekki sigur. í dag sýnist syndin sigruð, en á morgun rís hún aplur á fætur með tvöföldum krapti. I’eir byrja baráttuna að nýju; þeir gráta, biðja og leitast við að sýna sjálfsaf- neitun: en nálgast þó ekki takmarkið. Af hverju kem- ur þetta? Af því að þeir eru ekki skrýddir þeim her-

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.