Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1867, Blaðsíða 14
14
týgjum, sem ein geta geflð von um sigur. Hugfestið
þetta, kristnu vinir, að svo framarlega sem þér viljið
bera sigur úr býtum í stríðinu við syndina, þá hljótið
þér að vera vissir um fyrirgefningu synda yðvarra, og
í þessu trausti íklæðast hinum nýja manni, hinum nýja
vilja, sem vill gjöra Guðs vilja. Hvernig vinnum vér
þá sigur yflr syndinni? Yér svörum hiklaust: fyrir
trúna á Iírist, því að þetta trúnaðartraust veitir oss
nýja krapta og von um sigur. Vanti oss trúna áKrist,
hljótum vér að skoða syndina sem óviðráðanlegan óvin,
er leggur alla veröldina undir sig, og sem nú einnig
ræðst á oss; og það er ekki í fyrsta sinni, sem hann
veitir oss árásir, því að vort umliðna líf sýnir það, að
hann lieflr einatt sigrazt á oss, og undir eins og hann
sýnir sig, finnur hann vini og vandamenn í vorum eigin
björtum. Og vér eigum að ganga á hólm við þetta
ógurlega vald. Og hvaða krapt höfura vér til að beita
gegn því? Ekki annan en þann veika viljakrapt, sem
opt hefir beðið ósigur í þessu stríði; ekki annan en
þær góðu hugarhræringar og áform, sem hafa hreift
sér hjá oss á einstöku iðrunarstundum; ekki annan en
vort tviskipta, eða þó réttara sagt, vort margskipta
hjarta, sem er sundurslitið af margskonar innvortis á-
stríðum. l’egar vér nú ekki höfum öðrum krapti að
beita en þessum í stríðinu við syndina, þá er ekki við
öðru að búast, en að vörnin verði lítil og veik. En
allt öðruvísi er þessu varið þegarkristinn maður byrjar
striðið í trúnni á Krist; þá er hann viss um sigur, og
þessi vissa dregur aíl úr syndinni, og veitir honum
nýjan krapt, sem er studdur af hinum almáttuga sigur-
vegara, sem heflr sigrað synd og dauða. Sá sann-
kristni berst trúarinnar góðu haráttu; hann trúir því,