Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Side 7

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Side 7
GÓA 11 tilgreint en þar töldu samt þrefalt fleiri að bóndi ætti með einhverju móti að hugnast konu sinni á þessum degi, færa henni morgunkaffi og jafnvel smágjöf í rúmið eða halda til hcnnar í mat, taka af henni störf og gera henni á einhvern hátt glaðan dag.16 Petta sjónarmið er í samræmi við orð síra Jóns Halldórssonar frá 1728 og því að líkindum upprunalegt. í því fólst að Góa væri fulltrúi hús- freyju og bóndi ætti að þjóna henni. Yfirleitt mun þó lítið hafa farið fyrir því að bændur gengju um beina á fyrsta góudegi, jafnvel þótt svo hafi átt að heita.17 Og ekki voru þá blómaverslanir til að létta vanda ektamanna. Pó bar við að þeir fengju í laumi bakaðar kökur á öðrum bæjum í þessu skyni.18 Á Suðurlandi var þessu öfugt farið. Par átti konan að taka á móti Góu og hvergi nema í Árnessýslu sýndist algengt að farið væri með velkomandiþuluna úr þjóðsögum Jóns Árnasonar.16 Á Suðurlandi fór heldur ekkert á milli mála að húsfreyja ætti sjálf að sjá um veitingar á eigin degi. Samskonar svæðaskipting var um Þorra. Á Vesturlandi bauð húsfreyja hann velkominn en bóndi á Suðurlandi.20 Petta misræmi kann að eiga sér þá eðlilegu skýringu að við upphaf góu var vetrarvertíð almennt hafin syðra eða rétt að hefjast og flestir fullfrískir karlmenn farnir til sjóróðra.21 Húsbóndi var því víða ekki tiltækur á fyrsta degi góu, og af þeim sökum kynnu hjón að hafa skipt um hlutverk á þessum dögum. Döngunarleysi karlmanna fyrir innan stokk kann og að vera ein ástæða þess, að góublót eða góufagnaður hefur ekki skipað eins háan sess í þjóðsiðum og þorrablót. En hins er líka að gæta að þorrakoma markaði frá öndverðu meiri tímamót þar sem þá taldist veturinn hálfnaður. Auk þess hófst góa á sunnudegi svo að smávegis tilbreytni í mat skar sig síður úr. Um tveir tugir heimildamanna minnast á góukaffi, góukökur, góulummur og aðra útafbreytni í veitingum án þess að um sé getið hver leggur þær til. Pó virðist þar heldur meira á borðum en á venjulegum sunnudegi. 16. 47 svör við 31. spurningaskrá. 17. Bréf til Orðabókar Háskóla íslands frá Ingibjörgu Finnsdóttur 10. júní 1967. ÞÞ 3636, 3662, 3685, 3719, 3725, 3730, 3736, 3913, 4072. Árni Björnsson, Þorrablót á íslandi, 48- 49. 18. ÞÞ3712. 19. ÞÞ 3657, 3713, 3715, 3910. 20. Árni Björnsson, Þorrablót á íslandi, 45-48. 21. 15 svör við 31. spurningaskrá úr Skaftafells-, Rangárvalla- og Árnessýslum. Lúðvík Kristjánsson, íslenskir sjávarhættirW, Rv. 1982, 378.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.