Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Page 8

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Page 8
12 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Meira máli skipti þó að eftir að kristni festist í sessi lenti góukoma oftast á langaföstu og nær alltaf í níuviknaföstu. Þótt menn leyfðu sér að blóta Þorra á laun með dálítilli útafbreytni í mataræði, hefði verið fulllangt gengið að efna til veisluhalds eða annars gleðskapar á föstunni þegar jafnvel var sagt að ekki mætti nefna ket.22 Brúðkaup voru t.d. ekki leyfð á föstutímanum og eimir enn eftir af því forboði í sumum löndum bæði meðal katólskra og lúterskra. Þarf ekki lengra að leita en til Færeyja í því efni. Þar leyfist fólki að vísu að gifta sig á föstunni í kirkju en hefðbundin byggðabrullaup með dansi og spili eru ekki haldin. Og Kristleifur Þorsteinsson segir meðal annars um brúðkaups- siði í Borgarfirði á 19. öld: En fengi einhver komi um langafóstu, hafði sá hinn sami fyrirgert fé og friði23 Jón Árnason notar ekki heldur orðið góuhlót beinlínis um tilhaldið á fyrsta degi góu. Lýsing hans á, afkáralegum hlaupum bónda kringum bæ á fyrsta degi þorra er sennilega ekki annað en vésögn, en nær samt ekki til húsfreyju á fyrsta góudegi. Þær virðast öllu heldur ganga virðu- lega kringum bæinn. Úr því að góukoma lenti oftar en ekki á langaföstu fór því fjarri að meiri háttar árviss gleðskapur gæti verið við hana bundinn. Það þarf því ekki að vera einbert kynjamisrétti þótt meira hafi verið haldið upp á þorrakomu en góukomu fyrr á öldum. Afleiðing alls þessa var vitaskuld sú að i rómantík 19. aldar endur- vöktu menn fremur þorrablót en góublót sem vetrarfagnað.24 Að vísu sést getið um góuboð í Hornafirði seint á 19. öld á líkan hátt og þorraboð í heimahúsum.23 Ekki er ljóst hvort það var aldagamall siður eða nýj- ung til að vera í takt við áðurnefnd fyrirmæli í þjóðsögunum. Þar tíðk- aðist einnig sá gamansiður að eigna hverri húsfreyju í sveitinni tiltek— inn dag á góunni eftir röð bæjarins í boðleið og gefa henni einkunn eftir veðrinu á þeim degi.26 Þá eru dæmi þess ekki síðar en á fjórða áratug 20. aldar að kvenfélög í sveitum hefðu góufagnað í samkomuhúsi. 22. Vice—Lavmand Eggert Olafsen og Land=Physici Biarne Povelsens Reise igiennem Island I, Soree 1772, 25. 23. Kristleifur Þorsteinsson, Úr byggðum Borgarfjarðarll, Rv. 1948, 371. 24. Árni Björnsson, Þorrablót á Íslandí, 53-94. 25. Þorleifur í Hólum, Ævisaga, Rv. 1954, 45. 26. ÞÞ 3638, 3762, 3909.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.