Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Síða 8
12
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Meira máli skipti þó að eftir að kristni festist í sessi lenti góukoma
oftast á langaföstu og nær alltaf í níuviknaföstu. Þótt menn leyfðu sér
að blóta Þorra á laun með dálítilli útafbreytni í mataræði, hefði verið
fulllangt gengið að efna til veisluhalds eða annars gleðskapar á föstunni
þegar jafnvel var sagt að ekki mætti nefna ket.22 Brúðkaup voru t.d.
ekki leyfð á föstutímanum og eimir enn eftir af því forboði í sumum
löndum bæði meðal katólskra og lúterskra. Þarf ekki lengra að leita en
til Færeyja í því efni. Þar leyfist fólki að vísu að gifta sig á föstunni í
kirkju en hefðbundin byggðabrullaup með dansi og spili eru ekki
haldin. Og Kristleifur Þorsteinsson segir meðal annars um brúðkaups-
siði í Borgarfirði á 19. öld:
En fengi einhver komi um langafóstu, hafði sá hinn sami fyrirgert fé og
friði23
Jón Árnason notar ekki heldur orðið góuhlót beinlínis um tilhaldið á
fyrsta degi góu. Lýsing hans á, afkáralegum hlaupum bónda kringum
bæ á fyrsta degi þorra er sennilega ekki annað en vésögn, en nær samt
ekki til húsfreyju á fyrsta góudegi. Þær virðast öllu heldur ganga virðu-
lega kringum bæinn.
Úr því að góukoma lenti oftar en ekki á langaföstu fór því fjarri að
meiri háttar árviss gleðskapur gæti verið við hana bundinn. Það þarf því
ekki að vera einbert kynjamisrétti þótt meira hafi verið haldið upp á
þorrakomu en góukomu fyrr á öldum.
Afleiðing alls þessa var vitaskuld sú að i rómantík 19. aldar endur-
vöktu menn fremur þorrablót en góublót sem vetrarfagnað.24 Að vísu
sést getið um góuboð í Hornafirði seint á 19. öld á líkan hátt og þorraboð
í heimahúsum.23 Ekki er ljóst hvort það var aldagamall siður eða nýj-
ung til að vera í takt við áðurnefnd fyrirmæli í þjóðsögunum. Þar tíðk-
aðist einnig sá gamansiður að eigna hverri húsfreyju í sveitinni tiltek—
inn dag á góunni eftir röð bæjarins í boðleið og gefa henni einkunn eftir
veðrinu á þeim degi.26 Þá eru dæmi þess ekki síðar en á fjórða áratug
20. aldar að kvenfélög í sveitum hefðu góufagnað í samkomuhúsi.
22. Vice—Lavmand Eggert Olafsen og Land=Physici Biarne Povelsens Reise igiennem Island I,
Soree 1772, 25.
23. Kristleifur Þorsteinsson, Úr byggðum Borgarfjarðarll, Rv. 1948, 371.
24. Árni Björnsson, Þorrablót á Íslandí, 53-94.
25. Þorleifur í Hólum, Ævisaga, Rv. 1954, 45.
26. ÞÞ 3638, 3762, 3909.