Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Side 9

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Side 9
GÓA 13 Sennilega hafa þau verið til mótvægis við þorrablótin sem tóku að breiðast út í sumum sveitum snemma á öldinni.27 Orðið góublót hefur þó lítt vcrið notað fyrr en helst á síðustu áratugum ef einstök samtök urðu of sein fyrir með þorrablót sitt. Þá hefur komið fyrir að þau nefndu fagnað sinn Góublót. Orðið konudagur hefur á hinn bóginn orðið mjög algengt á þessari öld. Jón Árnason nefnir það að vísu ekki í þjóðsögunum en álíka gömul heimild ætti að teljast nokkuð áreiðanleg: Ingibjörg Schulesen kvaðst hafa kynnst bæði konudegi og bóndadegi þegar hún var sýslumannsfrú á Húsavík 1841-1861, þ.e. áður en þjóðsögur Jóns Árnasonar komu út á prenti. Þau ummæli hennar eru þó ekki bókfest fyrr en 1898.2X Árni Sigurðsson nefnir konudag og bóndadag einnig í minningum sínum úr Breiðdal frá miðri 19. öld en þær voru ekki skráðar fyrr en árið 1911.29 Að öðru leyti er tíðni og útbreiðsla orðanna svipuð. Konudagur kemur fyrir í sögum eftir Guðmund Friðjónsson, þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar og hjá nokkrum álíka gömlum eða yngri höfundum.30 Nær hundrað heimildamenn hvaðanæva af landinu fæddir á bilinu 1882-1912 kannast við þetta heiti dagsins. Því er ótrúlegt annað en það hafi verið býsna rótgróið í máli.31 Opinbera viðurkenningu hlýtur nafnið þó naumast fyrr en eftir að það er tekið upp í Almanak Þjóðvinafélagsins 1927 og íslenskir þjóðhættir Jónasar frá Hrafnagili koma út árið 1934. Góðtemplarareglan sýnist lengi hafa verið meðvituð um þennan dag eins og fleira þjóðlegt. Þessi auglýsing er frá árinu 1941: Konudagurinn, einn af hinum þjóðlegu tyllidögum er í dag. Kotiumar í St. Framtíðin halda Itann hátíðlegan tneð kvöldskemmtun í Góð- templarahúsinu,32 27. Jón Eyþórsson, Um dagitin og veginn, Rv. 1969, 166. ÞÞ 3838. Árni Björnsson, Þorrablót á íslandi, 78-86. 28. Huld, safn alþýðlegra fræða íslenzkra, Rv. 1898, 70. 29. Breiðdœla. Drög tilsöguBreiðdals, Rv. 1948, 63, 112. ÁrniBjörnsson, ÞorrablótáIslandi, 37-38. 30. Guðmundur Friðjónsson, Rit II, Ak. 1955, 272. Jónas Jónasson frá Hrafnagili, íslenzkir þjóðhœttir, Rv. 1934, 214. íslenskar þjóðsögur og sagnir. Safnað hefirSigfús Sigfússon. Ný útgáfa IV, Rv. 1982, 340. Að vestan, IV, Ak. 1955, 140. Bergsteinn Kristjánsson, Fenntar slóðir, Rv. 1955, 17. Theodór Gunnlaugsson, Á refaslóðum, Rv. 1955, 235. Jón Eyþórs- son, Um daginn og veginn, Rv. 1969, 160. 31. 88 svör við 31. spurningaskrá þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns: Hátíðir og merkisdagar, send út 1975. 32. Mbl. 23. feb. 1941, 7. (Dagbók).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.