Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Page 45

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Page 45
KOLEFNISALDURSGREININGAR OG ÍSLENSK FORNLEIFAFRÆÐI 49 hér á landi. Pegar sýni af gróðri og koltvísýringi eru tekin er nauðsyn- legt að upplýsa um þann tíma árs, þegar þau eru tekin og hugsanleg árstíðabundin áhrif loftmengunar. Það er einnig nauðsynlegt að vita, hvort sýni, sem tekin eru til að mæla áhrif kolefnis úr hafi, séu tekin við strendur eða 50 til 100 km inni í landi. Ef mælingar eru gerðar á koltví- sýringi úr hafi eða á virkni geislakols, er ekki heldur eðlilegt að bera saman aðstæður á veðurbörðum hlíðum Svalbarða við aðstæður á ís- landi. Sýni sem tekin eru inni í afdölum á íslandi, þar sem hafáhrif og þar með meint áhrif kolefnis úr sjó eru miklu minni en við ströndina, mundu sýna allt aðrar niðurstöður en mælingar á Svalbarða. Mælingar á áhrifum koltvísýrings af hafi hafa hins vegar enn ekki verið gerðar í afdölum á íslandi. Þess vegna er einnig ótímabært að kenna áhrifum úr hafi um háar kolefnisaldursgreiningar á sýnum sem koma frá fornleifa- rannsóknum í eyðidölum. VIII.2. Menguð sýni Lífrænt efni, sem notað er sem sýni til kolefnisaldursgreininga, gæti hafa mengast af utanaðkomandi efnum, eftir að það er dautt og jörðu orpið, á sama hátt og það getur hugsanlega orðið fyrir áhrifum af kolefni frá hafi í lifanda lífi. Mengunaráhrif frá öðrum lífrænum leifum, sérstaklega á sýnum sem ættuð eru úr mýrum og votlendi, geta oft átt sér stað. Hægt er að fjarlægja þau áhrif í flestum tilfellum með efna- fræðilegri forvinnslu sýnanna. Þessi áhrif ættu ekki að vera vandamál með sýni af koluðum viði, nema torf úr veggjum rústa hafi blandast viðarkolunum eða mengað þau. Á íslandi hefur jarðvegur oft myndast að miklu leyti úr gosefnum. Slíkur jarðvegur (andósól) er mjög gljúpur og hefur hlutfallslega hátt sýrustig, hátt rakastig og hátt innihald kolefnis. Jarðvegssýrur í gjósku- jarðvegi eru einnig mun flóknari en sýrur í jarðvegi án gjósku og gjósku- jarðvegur hefur hærra innihald kolefnis.38 Hinn mikli uppblástur sem hcrjað hefur hér á landi, hefur ávallt leikið illa jarðveg með hátt innihald gjósku. Gömul aska getur flust í tonnatali í óveðrum. í Þjórsárdal hefur vikur (H 3), úr stóru gosi í Heklu fyrir um það bil 3000 árum fokið að mestu leyti frá eystri hluta dalsins yfir í þann vestri. Oft er hægt að finna nærri hreinan, aðfokinn H 3 vikur í þykkum lögum yfir og á milli þekktra öskulaga frá forsögulegum og sögulegum tíma.39 (Mynd 3). 38. F.C. Ugolini og R.J. Zasoski 1979, bls. 83-84, 99, 102. 39. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1989, bls. 90, fig. 12-15.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.