Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Blaðsíða 45
KOLEFNISALDURSGREININGAR OG ÍSLENSK FORNLEIFAFRÆÐI
49
hér á landi. Pegar sýni af gróðri og koltvísýringi eru tekin er nauðsyn-
legt að upplýsa um þann tíma árs, þegar þau eru tekin og hugsanleg
árstíðabundin áhrif loftmengunar. Það er einnig nauðsynlegt að vita,
hvort sýni, sem tekin eru til að mæla áhrif kolefnis úr hafi, séu tekin við
strendur eða 50 til 100 km inni í landi. Ef mælingar eru gerðar á koltví-
sýringi úr hafi eða á virkni geislakols, er ekki heldur eðlilegt að bera
saman aðstæður á veðurbörðum hlíðum Svalbarða við aðstæður á ís-
landi. Sýni sem tekin eru inni í afdölum á íslandi, þar sem hafáhrif og
þar með meint áhrif kolefnis úr sjó eru miklu minni en við ströndina,
mundu sýna allt aðrar niðurstöður en mælingar á Svalbarða. Mælingar
á áhrifum koltvísýrings af hafi hafa hins vegar enn ekki verið gerðar í
afdölum á íslandi. Þess vegna er einnig ótímabært að kenna áhrifum úr
hafi um háar kolefnisaldursgreiningar á sýnum sem koma frá fornleifa-
rannsóknum í eyðidölum.
VIII.2. Menguð sýni
Lífrænt efni, sem notað er sem sýni til kolefnisaldursgreininga, gæti
hafa mengast af utanaðkomandi efnum, eftir að það er dautt og jörðu
orpið, á sama hátt og það getur hugsanlega orðið fyrir áhrifum af
kolefni frá hafi í lifanda lífi. Mengunaráhrif frá öðrum lífrænum leifum,
sérstaklega á sýnum sem ættuð eru úr mýrum og votlendi, geta oft átt
sér stað. Hægt er að fjarlægja þau áhrif í flestum tilfellum með efna-
fræðilegri forvinnslu sýnanna. Þessi áhrif ættu ekki að vera vandamál
með sýni af koluðum viði, nema torf úr veggjum rústa hafi blandast
viðarkolunum eða mengað þau.
Á íslandi hefur jarðvegur oft myndast að miklu leyti úr gosefnum.
Slíkur jarðvegur (andósól) er mjög gljúpur og hefur hlutfallslega hátt
sýrustig, hátt rakastig og hátt innihald kolefnis. Jarðvegssýrur í gjósku-
jarðvegi eru einnig mun flóknari en sýrur í jarðvegi án gjósku og gjósku-
jarðvegur hefur hærra innihald kolefnis.38 Hinn mikli uppblástur sem
hcrjað hefur hér á landi, hefur ávallt leikið illa jarðveg með hátt innihald
gjósku. Gömul aska getur flust í tonnatali í óveðrum. í Þjórsárdal hefur
vikur (H 3), úr stóru gosi í Heklu fyrir um það bil 3000 árum fokið að
mestu leyti frá eystri hluta dalsins yfir í þann vestri. Oft er hægt að
finna nærri hreinan, aðfokinn H 3 vikur í þykkum lögum yfir og á milli
þekktra öskulaga frá forsögulegum og sögulegum tíma.39 (Mynd 3).
38. F.C. Ugolini og R.J. Zasoski 1979, bls. 83-84, 99, 102.
39. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1989, bls. 90, fig. 12-15.