Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Qupperneq 47
KOLEFNISALDURSGREININGAR OG ÍSLENSK FORNLEIFAFRÆÐI
51
lendis. 19 greiningar, eða 24% allra greininga, sem örugglega eru
gerðar á íslenskum viði, má ef þær eru notaðar af óvarkárni, túlka sem
sönnun fyrir mun eldri búsetu en hefðbundið landnám. 48 greiningar,
eða 61 % allra aldursgreininganna, hafa verið gerðar á kolefnisaldurs-
greiningarstofu háskólans í Uppsölum. 18 af fyrrnefndum 19 greining-
um, eða 95% allra greininga með óvæntan háan aldur hafa einnig verið
gerðar í Uppsölum (sjá töflu 1). Athyglisvert er einnig, að allar þær
greiningar, sem hafa gefið óvenjulega háan aldur, eru gerðar á viðarsýn-
um. Pýðir þctta að hinar háu aldursgreiningar sem rannsóknarstofan í
Uppsölum fær, séu vegna þess að stofan notar aðra aðferð við vinnslu
sýnanna en aðrar stofur, sem ekki hafa fengið eins margar háar niður-
stöður? Pað er varla ástæðan, þótt þann möguleika verði að athuga
nánar. Rannsóknarstofunni í Uppsölum hafa hins vegar borist flestar
beiðnir um greiningar á íslenskum sýnum. Sýnin hafa á einn eða annan
hátt verið tengd landnáminu á fslandi, t.d. vegna þess að þau hafa verið
tekin í námunda við landnámslagið. Fornleifafræðingar hafa greint
rannsóknarstofunni frá áætluðum aldri sýnisins, sem iðulega hefur verið
um eða eftir landnám, og er oft áætlaður út frá meintum vitnisburði
gjóskulaga. En nokkrar greiningar hafa sýnt óvæntan aldur og það
hefur m.a. fengið Ingrid U. Olsson til að setja fram kenningu um sér-
stöðu íslenskra kolefnisaldursgreininga.
Það er greinilegt að hin hefðbundna tímasetning landnámsins, hvort
sem hún er rétt eða röng, hefur haft áhrif á kenningasmíð Ingrid U.
Olsson um sérstök áhrif á íslenskar kolefnisaldursgreiningar. Olsson
hefur tekið hina hefðbundnu tímasetningu gilda. En hvernig veit for-
stöðumaður kolefnisaldursgreiningarstofu í Svíþjóð, að tímasetning
íslenska landnámsins sé rétt? Hún hefur upphaflega fengið tímasetningu
landnámsins frá íslenskum jarðfræðingum og fornleifafræðingum og
gengur eins og aðrir út frá þeirri vitneskju, sem er fyrir hendi. Þar sem
engar fornminjar eru til, sem eru eldri en hefðbundið landnám, er afar
eðlilegt að landnámið hafi átt sér stað í lok 9. aldar. En hvernig getum
við verið viss um að þær háu aldursgreiningar sem koma frá íslandi og
Færeyjum, þar sem landnámið er einnig tímasett að hefð, séu ekki
algengar í öðrum löndum, þar sem landnám varð ekki á 9. öld?
Meðfram ströndum Noregs eða á írlandi, svo að dæmi séu tekin,
gekk lífið sinn vanagang á 9. öld, eins og það hafði gert í mörg þúsund
ár. Ef býli á vesturströnd Noregs, þar sem engar aldursgreinanlegar
fornminjar hafa fundist er kolefnisaldursgreint til 6. og 7. alda, er þá
hægt að mótmæla þeirri greiningu, ef rústirnar eru í raun og veru frá
8. og 9. öld? Það myndi reynast erfitt. Á vesturströnd Noregs hefur