Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Page 54

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Page 54
58 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS eða gjóskulögum. Mannabein (mynd 4) úr tveimur gröfum í kirkju- garðinum á Skeljastöðum í Þjórsárdal (mynd 5), sem líklegast var í notkun á 11. og 12. öld38, hlutu aldursgreiningar (Ua-1423; 1424; 1714; 1715; 1945; 1946), sem voru 2-400 árum eldri en talið var líklegt. Tvö sýni (Ua-1419 og Ua-1420), sem söguð voru af kýrbeinum, sem einnig voru aldursgreind á hefðbundinn hátt (K-5365 og K-5366), hlutu annars vegar aldur, sem kom heim við aldur hefðbundnu aldursgreiningarinnar og hins vegar aldur sem var um það bil 200 árum hærri en svaraði hefð- bundnu aldursgreiningunni (sjá töflu 1). Brot af kambi (mynd 6) frá Sámsstöðum í Þjórsárdal59, sem tilheyrir þekktri gerð kamba, sem aldursgreindir eru til seinni hluta 12. aldar og byrjunar 13. aldar60 voru sömuleiðis aldursgreind. Sýnið innihélt beinkorn, sem gengið höfðu af við forvörslu á kambinum. Það hlaut aldursgreininguna 782-1106 Cal. AD. eftir leiðréttingu við tvö staðalfrávik. Aldursgreiningin sýnir að inest líkindi séu til þess að kamburinn sé frá tíundu öld eða byrjun 11. aldar. Gerðfræðilega stenst það alls ekki. Efnafræðileg vinnsla á AMS-sýnunum leiddi ekkert óeðlilegt í ljós. Mælingar bentu til að hlutfall 13C í sýnunum væri eðlilegt. Ekki er enn hægt að skýra ástæðuna fyrir hinum háa aldri, sem sum sýnin gáfu, nema hugsanlega með kenningunni um áhrif gamals kolefnis frá eld- stöðvum, koltvísýrings úr hafi eða vegna áhrifa úr jarðvegi. Mæli- skekkjur vegna galla í tækjakosti og rangan aldur samanburðarsýna, sem notuð eru við AMS-greiningar, er heldur aldrei hægt að útiloka, þótt því verði ekki kennt um hér. Mörg þeirra sýna frá Þjórsárdal, sem liafa verið kolefnisaldursgreind, koma úr jarðlögum eða mannvistarlögum, sem innihalda súra, forsögu- lega gjósku, t.d. H 3, sem er u.þ.b. 3000 ára gömul. Þetta á t.d. við um beinin í kirkjugarðinum á Skeljastöðum í Þjórsárdal, þar sem lík voru grafin niður í hina þykku H 3 gjósku (sjá mynd 5). Hugsanlegt er að sýnin frá Skeljastöðum séu menguð af gjóskunni, sem gæti hafa inni- haldið gamalt kolefni. Beinasýnin Ua-1714, Ua-1715 Ua-1945 og Ua- 1946 voru til að mynda menguð af utanaðkomandi kolefni61, sem gæti 58. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1989, bls. 81, 83. 59. Sveinbjörn Rafnsson 1977, bls. 93-94, 114. 60. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1986, bls. 314-315; sami 1989, bls. 81-2; J.R.C. Hamil- ton 1956, bls. 167-8, fig. 177:9; C. Wiberg 1979, bls. 59; C.L.Curle 1983, bls. 74; fig. 49; Upplýsingar í bréfum frá Siri Myrvoll, Distriktsrigsantikvaren for Vestlandet, Bergen, frá 26.11.1982 og 26.10.1983. 61. Samkvæmt upplýsingum í bréfi frá dr. Göran Possnert, The Svedberg laboratoriet, Uppsölum, dags. 11. desembcr 1990.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.