Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Qupperneq 54
58
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
eða gjóskulögum. Mannabein (mynd 4) úr tveimur gröfum í kirkju-
garðinum á Skeljastöðum í Þjórsárdal (mynd 5), sem líklegast var í
notkun á 11. og 12. öld38, hlutu aldursgreiningar (Ua-1423; 1424; 1714;
1715; 1945; 1946), sem voru 2-400 árum eldri en talið var líklegt. Tvö
sýni (Ua-1419 og Ua-1420), sem söguð voru af kýrbeinum, sem einnig
voru aldursgreind á hefðbundinn hátt (K-5365 og K-5366), hlutu annars
vegar aldur, sem kom heim við aldur hefðbundnu aldursgreiningarinnar
og hins vegar aldur sem var um það bil 200 árum hærri en svaraði hefð-
bundnu aldursgreiningunni (sjá töflu 1). Brot af kambi (mynd 6) frá
Sámsstöðum í Þjórsárdal59, sem tilheyrir þekktri gerð kamba, sem
aldursgreindir eru til seinni hluta 12. aldar og byrjunar 13. aldar60 voru
sömuleiðis aldursgreind. Sýnið innihélt beinkorn, sem gengið höfðu af
við forvörslu á kambinum. Það hlaut aldursgreininguna 782-1106 Cal.
AD. eftir leiðréttingu við tvö staðalfrávik. Aldursgreiningin sýnir að
inest líkindi séu til þess að kamburinn sé frá tíundu öld eða byrjun 11.
aldar. Gerðfræðilega stenst það alls ekki.
Efnafræðileg vinnsla á AMS-sýnunum leiddi ekkert óeðlilegt í ljós.
Mælingar bentu til að hlutfall 13C í sýnunum væri eðlilegt. Ekki er enn
hægt að skýra ástæðuna fyrir hinum háa aldri, sem sum sýnin gáfu,
nema hugsanlega með kenningunni um áhrif gamals kolefnis frá eld-
stöðvum, koltvísýrings úr hafi eða vegna áhrifa úr jarðvegi. Mæli-
skekkjur vegna galla í tækjakosti og rangan aldur samanburðarsýna,
sem notuð eru við AMS-greiningar, er heldur aldrei hægt að útiloka,
þótt því verði ekki kennt um hér.
Mörg þeirra sýna frá Þjórsárdal, sem liafa verið kolefnisaldursgreind,
koma úr jarðlögum eða mannvistarlögum, sem innihalda súra, forsögu-
lega gjósku, t.d. H 3, sem er u.þ.b. 3000 ára gömul. Þetta á t.d. við um
beinin í kirkjugarðinum á Skeljastöðum í Þjórsárdal, þar sem lík voru
grafin niður í hina þykku H 3 gjósku (sjá mynd 5). Hugsanlegt er að
sýnin frá Skeljastöðum séu menguð af gjóskunni, sem gæti hafa inni-
haldið gamalt kolefni. Beinasýnin Ua-1714, Ua-1715 Ua-1945 og Ua-
1946 voru til að mynda menguð af utanaðkomandi kolefni61, sem gæti
58. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1989, bls. 81, 83.
59. Sveinbjörn Rafnsson 1977, bls. 93-94, 114.
60. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1986, bls. 314-315; sami 1989, bls. 81-2; J.R.C. Hamil-
ton 1956, bls. 167-8, fig. 177:9; C. Wiberg 1979, bls. 59; C.L.Curle 1983, bls. 74; fig.
49; Upplýsingar í bréfum frá Siri Myrvoll, Distriktsrigsantikvaren for Vestlandet,
Bergen, frá 26.11.1982 og 26.10.1983.
61. Samkvæmt upplýsingum í bréfi frá dr. Göran Possnert, The Svedberg laboratoriet,
Uppsölum, dags. 11. desembcr 1990.