Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Page 56

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Page 56
60 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS þ.e., mælingunni, gefur aðferðin ekki endilega réttar og óvéfengjan- legar niðurstöður í hvert og eitt skipti. Eins og við allar rannsóknir verður að gera ráð fyrir ákveðinni tíðni af mæliskekkjum, mistökum eða ónógri meðferð á sýnum. Ef kolefnisaldursgreining gefur ekki þær niðurstöður sem fornleifafræðingurinn væntir, er þó engin ástæða til að setja þær niður í skúffu og kannast ekkert við þær.64 Hugsanlegt er, að fjöldinn allur af þáttum gæti liaft einhvers konar áhrif á einstakar mælingar við kolefnisaldursgreiningar. Þættir þessir geta verið misheppnuð meðferð sýnis í rannsóknarstofu eða einhver óþekktur villuvaldur. Það er ljóst að kolefnisaldursgreiningar eru ekki besta aðferðin til aldursákvarðana, ef ákvarða á tiltölulega stutt tímabil, eins og landnámið á íslandi, eða byrjun einhvers. Hér skal þó alls ekki haldið fram, að landnámið hafi tekið nákvæmlega 60 ár. Engin ástæða er til þess að hefja gjóskulagagreiningar til skýjanna á kostnað kolefnis- aldursgreininga, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að mjög fáar kolefnisaldursgreiningar hafa verið gerðar á sýnum frá íslandi. Kolefnisaldursgreiningar á íslensku efni ætti því enn um hríð að nota sem stuðning fyrir aðrar niðurstöður en ekki sem endanlegar niðurstöð- ur, nema fyrir liggi röð af mælingum, sem ekki stangast á, og eru í samhengi innbyrðis, -við jarðlagaskipan,- og fyrst og fremst í samræmi við aldur á vel þekktum fornleifum. Það sama ætti að gilda fyrir gjósku- lagaaldursgreiningar, sem vart geta talist miklu nákvæmari en kolefnis- aldursgreiningar enn sem komið er. Aldursákvörðun gjóskulags er fyrst og fremst háð réttri notkun og túlkun á rituðum heimildum.65 En þegar fornleifadeild Þjóðminjasafns íslands hefur vaxið fiskur um hrygg, hvað mannafla og húsakynni varðar, væri hugsandi að heQa kolefnisaldurs- greiningar á íslandi í tengslum við þá deild. Hægt væri að leggja áherslu á hefðbundnar aldursgreiningar með langan talningatíma, til að tryggja sem mesta nákvæmni. Einnig ber að leggja áherslu á, að hin viðtekna tímasetning íslenska landnámsins ætti ekki að vera álitin einhvers konar endanlegur og óvé- fengjanlegur þjóðarsannleikur, sem vísindamönnum ber að berjast fyrir eða leggja persónulegan heiður sinn að veði fyrir. Sérhverja raunhæfa efasemd um hefðbundin tímamörk landnámsins ber að athuga á tilheyr- andi hátt og í samvinnu. Niðurstöður mælinga eru heldur ekki þess virði að barist sé heiftarlega fyrir þeim, og að öll málefnaleg rök gleym- ist í leitinni að eldra landnámi og ímynduðum kristnum forfeðrum. 64. Því er Iýst á skemmdlegan hátt af Kristjáni Eldjárn. Kristján Eldjárn 1974, hls. 31. 65. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1988; sami 1989; sami 1990 í prentun.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.