Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Síða 71
OKAKER, STOKKAKER
75
horfnar þar í héraði. Einar H. Einarsson bóndi og fræðimaður á Skamma-
dalshóli í Mýrdal (f. 1912) minntist þess að rétt eftir 1940 var rifm
gömul smiðja þar á bæ. í árefti hennar voru tveir sérkennilegir, grannir
raftar, heflaðir á allar hliðar og með augum á endum. Einar spurði
föður sinn, Einar Þorsteinsson, hvað viða það væri. Hann kvað það oka
af okakeri er smíðað hafði afi hans, Jón Þórðarson í Skammadal
(f. 1801, d. 1879), og var fangamark hans. J.Þ., rist vel á annan raftinn.
Ekki var þeim haldið til haga og saga þeirra er öll.14
Um þessar mundir kynntist ég gömlum bónda og búsgagnasmiði,
Guðmundi Guðmundssyni frá Brekkum í Mýrdal (f. 1867 d. 1964),
langminnugum og greinargóðum. Okaker mundi hann vel frá æsku
sinni og tilnefndi einkum eitt ker sem hann hafði séð í búi frænku
sinnar, Elínar Þórðardóttur á Loftsölum (f. 1830). Hún notaði það sem
skyrker. Guðmundur lýsti því svo að það hefði verið ámóta og gjarða-
ker á hæð, ferkantað, jafnvítt upp frá botni, girt með þremur okum, við
brún, urn miðju og botn. Það var með áfelldum hlemmi og okar neðan
á botni. Okarnir voru festir þannig saman á hornum að tveir voru
gegnboraðir með gati eða auga til beggja enda og aðrir tveir felldir þar
í, festir með trénöglum svo úr varð ferkantaður rammi. Guðmundur
taldi einnig að til hefði verið að tengja oka saman með því að stalla þá
hálft í hálft til enda og festa með trénöglum en móti því mælir það að
þá var engin leið að herða á eða slaka á okum sem gat verið nauðsyn
t.d. ef ílátið gisnaði aðeins við að standa tómt. Guðmundur smíðaði
fyrir mig líkan af okakeri árið 1962 og stallaði okafestingar saman.
Laggir gerði hann að gömlum hætti, miðað við einlaggað ílát.
Okaker lifði í minnum fólks á Suðurlandi langt fram um aldamótin
1900. Margir muna enn (1990) glöggt umferðakonuna Vigdísi Ingva-
dóttur (Viggu Ingva) í Mýrdal (f. 1864, d. 1957). Hún var um allt
sérstæð, orðhög og orðheppin. Samlíkinguna okaker notaði hún um
konur „sem miklar voru á þverveginn,“ sagði þær „eins og okaker.“
Um konu sem hafði nýalið barn sagði hún: „Þetta varð að vera, belg-
urinn á henni var eins og okaker!“
Á seinni hluta 19. aldar áttu Skaftfellingar sér ferkantaðar, fóðraðar
húfur úr lambsskinni eða hundsskinni, með engum uppslögum og
nefndu okakershúfur eftir líkingu þeirra við okaker.'5 Jón Ólafsson bóndi
í Pétursey í Mýrdal gekk með slíka húfu fyrir Árna Gíslason sýslumann
á manntalsþingi í Loftsalahelli vorið 1872 og sýndi sýslumanni ekki þá
14. Munnleg heimild frá Einari H. Einarssyni.
15. Munnleg heimild frá Sigurjóni Runólfssyni (f. 1879).