Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Page 83
FALLBYSSUBROT FRÁ BESSASTÖÐUM
87
lögum. Ef járnhólkar eða plötur hafa verið í smíðinni, auk stanga og
hringja, verður það ekki greint af röntgenmyndunum. Hluturinn virðist
brotinn um þann endann, sem ekki er hringur utan um. Sjá mynd 3.
Hinn gripurinn, nr. 2467, sýnir allt aðra smíði. Engar stengur sjást, en á
fjórum stöðum, með nokkurn veginn 90 gráða millibili, sjást mjög greini-
legar sprungur, sem liggjalangsum. Sjámyndó. Þessarsprungursjástekki
með berum augum inni í né utan á rörinu. Utan á rörinu gína sprungur
þversum, en ná ekki inn úr.
Umrœða
Á 15. og 16. öld voru fallbyssur oftast smíðaðar úr járni og þá samsettar
úr stöngum og þynnum. Menn kunnu að steypa byssur úr koparblöndu,
enda var það að mörgu leyti líkt verk og að steypa kirkjuklukkur. Þessar
steyptu byssur voru mjög dýrar, meðal annars vegna þess, hve málmurinn
var dýr.
Fallbyssur úr smíðajárni voru oftast bakhlaðnar og var sérstök laus púð-
urkrús sett aftan við hlaupið, þegar skotið var, líkt og skothylki í nútíma
byssum. Slíka púðurkrús nefnir Jón Indíafari byssukamar.6
Steyptu byssurnar voru yfirleitt framhlaðnar. Lengri tíma tók að hlaða
framhlaðnar en bakhlaðnar byssur. Steyptu, framhlöðnu fallbyssurnar
voru sterkari og að ýmsu öðru leyti öruggari í notkun en þær smíðuðu og
bakhlöðnu. Á 16. og 17. öld urðu framfarir í járnsteypu og farið var að
framleiða kraftnreira og áreiðanlegra púður en fyrr hafði fengist. Öflugar
púðurhleðslur útheimtu sterkar byssur. Á 17. öld voru steyptar, fram-
hlaðnar fallbyssur að mestu komnar í stað þeirra smíðuðu, bakhlöðnu.
Smíðin á BES 1987/200, það er að segja rör úr járnstöngum með
hringjum utan um, samsvarar vel þekktri tækni við fallbyssusmíði á 15. og
16. öld.7
Safngripur 2467 er að gerð mjög ólíkur hinum fyrri. Á röntgenmynd-
unum sjást mjög greinilegar sprungur langsum, en þær sjást ekki utan frá.
(Mynd 6). Þessi hlutur er mjög líkur fremri hluta fallbyssu, sem stendur í
Týhússafninu í Kaupmannahöfn, í þeirri deild, sem kallast Kanonhallen.
Sjá mynd 7.
Þetta gæti samsvarað samsettri smíði, þannig að innsta lag smíðinnar
væri úr íhvolfum járnplötum eða rennum, felldum saman á köntunum;
þar utan yfir kæmi lag afjárnhólkum og loks járnhringir utan á samskeyti
hólkanna. í geymslu Týhússafnsins í Kaupmannahöfn eru leifar af fall-
byssu, sem að stærð og lögun er mjög lík grip nr. 2467. Byssan er mjög
ryðguð og sundurlaus, svo vel má greina innri samsetningu hennar. Hún