Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Side 89

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Side 89
RANNSÓKNIR f VIÐEY 93 og var gerður máldagi á 13. öld þess efnis að frá hverju býli milli Reykjaness og Botnsár, þar sem ostur var gerður, skyldi gjalda osthleif til Viðeyjar á hverju hausti. Safnaðist auður að klaustrinu og varð það eitt ríkasta klaustur landsins er frá leið.7 Pað kemur hcim og saman við þá mynd sem fengist hefur af mannlífi í Viðey á síðmiðöldum við forn- leifauppgröft rústa og mannvistarlaga í bæjarhólnum. Fyrri hluti 16. aldar var tími siðskipta á Norðurlöndum og árið 1539 lagði umboðsmaður hirðstjórans á Bessastöðum, Diðrik af Minden, klaustrið undir sig. Rændi hann klaustrið, rak munkana á brott og lýsti Viðey eign konungs. Árið 1550 reið Jón Arason frá Skálholti til Við- eyjar og rak þaðan hirðstjórann. Hann setti Alexíus ábóta yfir klaustrið að nýju og vígði klaustrið og kirkjuna, en sama ár var biskup háls- höggvinn og lagðist þá klausturlifnaður niður í Viðey og komst hún aftur á vald konungs með siðskiptum á fslandi það ár.8 Rústir Viðeyjarklausturs Ekki eru til ritaðar heimildir um staðsetningu klaustursins í Viðey og því ekki vitað hvers kyns mannvistarleifa var að vænta í bæjarhólnum norðan Viðeyjarstofu cr rannsókn þar hófst. Hér verður reynt að færa rök að því að um leifar klaustursins sé að ræða. Samanburður rústanna við ritaðar heimildir um hús klaustursins getur gefið vísbendingu um það hvort um sömu byggingar sé að ræða. Vert er að taka fram að enn sem komið er hefur aðeins hluti rústasvæðisins verið kannaður og því ekki fengist heildarmynd af húsaskipan bæjarins. Bæjarhóllinn er á ákjósanlegasta stað Viðeyjar til búsetu, sem m.a. hcfur átt þátt sinn í því að Viðeyjarstofa var síðar byggð einmitt þar. Útsýni er þaðan hið besta yfir sundið til suðurs og til fjalla í norðri. Góður lendingarstaður báta hefur verið neðan bæjarins, þ.e. Bæjarvör- in, og ferskt vatn er að fá í næsta nágrenni. Norðan bæjarstæðisins er mýri þar sem byggingartorf og mór til eldsneytis var til staðar. Bæjar- stæðið er staðsett á milli hæstu hóla Viðeyjar, þ.e. Sjónarhóls og Heljar- kinnar, sem veitt hefur bænum gott skjól. Víðáttumikil tún eru sunnan bæjarstæðisins með góðum beitarlöndum í næsta nágrenni. Þessi atriði gera staðinn ákjósanlegan til búsetu og því má telja líklegast að klaustr- inu hafi einmitt verið valinn staður á sömu slóðum og Viðeyjarstofu síðar. Örnefni í nágrenni bæjarstæðisins benda einnig til staðsetningar 7. íslenskt fombréfasafn /, bls. 486. 8. Janus Jónsson: „Um klaustrin á íslandi", bls. 250.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.