Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Side 93
RANNSÓKNIR í VIÐEY
97
grafm upp frambæjarhús, sem samanlagt hafa verið um 40 m löng.
Hafa bæjarhúsin í Viðey verið af gerð gangabæjar þar sem skáli og stofa
voru fremst húsa samsíða hlaði og byggð um göng, sem gengu þvert
á stefnu framhúsanna. Sunnan þeirra var hlað og 10 m sunnar kom í ljós
rúst, sem líklegt má telja að séu leifar kirkju klaustursins. Sunnan Við-
eyjarstofu gegnt bæjarhólnum, um 20 m sunnar, sér móta fyrir rústum
á loftmyndum og er gerður var prufuskurður fundust þar rústir frá
síðmiðöldum sem hugsanlegt er að séu rústir hinna eiginlegu klaustur-
húsa.
Nokkrar ritaðar heimildir eru til um hús og eignir í Viðey á 16.-18.
öld. f íslensku fornbréfasafni eru prentaðir fógetareikningar frá árinu
155316 og er þar skrá um eignir Bessastaða og Viðeyjar, sem gerð var
er Páll Huitfeldt tók við hirðstjórn á íslandi. Par er heimild um mjólk-
urhús, sem af öllu að dæma er búrrústin í Viðey og er skráin því til
vitnis um tengsl mannvistarleifanna við Viðeyjarklaustur. Par er auk
þess getið tréíláta, en athyglisvert er að töluvert hefur fundist af slíkum
ílátum í rúst skála og búrs við uppgröftinn. í lénsreikningum frá tíma-
bilinu 1588-1660'7 eru einnig heimildir um mjólkuriðnað og vefnað,
sem mjög greinileg ummerki eru eftir í rústunum.18 Frá 18. öld eru
varðveittar úttektir á húsum „Viðeyjarklausturs" frá árinu 1702ly og
1737.211 Úttektin frá 1737 er mjög ítarleg heimild um húsaskipan bæjar-
ins á 18. öld. Hverju húsi er þar lýst nákvæmlega og er getið um stærð,
ástand og notkun þeirra.
Athyglisvert er að bera saman niðurstöður fornleifarannsóknarinnar á
rústunum í Viðey við þá mynd sem fæst af húsum Viðeyjarklausturs af
18. aldar úttektum á klaustrinu og kanna hvort um sömu hús sé að
ræða. Af úttektinni að dæma hafa hús klausturbæjarins í Viðey verið
uppistandandi á fyrri hluta 18. aldar, en samkvæmt heimildinni voru
þau þá komin í niðurníðslu. Þetta kemur heim og saman við niður-
stöður fornleifarannsóknarinnar í bæjarhólnum í Viðey, en í efstu
mannvistarlögum rústanna hafa fundist munir frá 16. —18. öld, m.a.
krítarpípur, keramik og glerílát, sem gefur til kynna að búið hafi verið
í húsunum á þeim tíma og er það sérstaklega áberandi í skálanum og
16. íslenskt fombréfasafn XII, bls. 595-597.
17. Þ.í. Rtk. Y.l-Y.8. Reikningar jarðabókasjóðs, lénsreikningar.
18. Er þar átt við snældusnúða, kljásteina, vefnaðarleifar og sýruker. Sjá uppgraftargögn
á Árbæjarsafni.
19. ÁM. Hlífðarblað með AM Apogr. Dipl. Isl. V:\\ (II).
20. Þ.í. 1. Gull.-Kjós. Dóma- og þingabækur IV, 4. 1737-1748. Úttekt Viðeyjarklausturs.