Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Qupperneq 139
VIÐGERÐ A LEÐURHYLKI OG VAXSPJÖLDUM FRÁ VIÐEY
143
pappír. Sama gilti um viðarleifar, sem ekki reyndist unnt að staðsetja.
Límið er vatnsuppleysanlegt, svo auðvelt er að ná vaxbitunum og
viðnum af pappírnum.
Varðveisla
Þrátt fyrir að munirnir séu forvarðir, þá eru þeir viðkvæmir, og
verður að meðhöndla þá samkvæmt því. Vaxspjöldin og leðurhulstrið
eru varðveitt í pappaöskjum sem Rannver H. Hannesson forvörður
hefur útbúið sérstaklega fyrir munina.
Ráðlegt er að láta töflur 1 og 2 hvíla á styrktarplötu (t.d. sýrufríum
pappa), annars er hætt við að lím, sem heldur töflunum saman, losni.
Spjöldin og leðrið þola hvorki rakasveiflur, of mikinn þurrk, of mikinn
raka, né of sterka lýsingu. Allt þetta getur valdið því, að þau þorni,
verpist eða vax losni af.
Æskilegustu varðveisluskilyrði fyrir munina er um 50-55% raki
(RP)15 og 18-20°C hiti. Lýsing má ekki fara yfir 50 lux.16 Útfjólublá
geislun má ekki fara yfir 75/u.w/lumen.17
Til að letur sjáist greinilega þarf að lýsa töflurnar með hliðarljósi. Ég
mæli eindregið gegn því að það verði gert. Hitinn frá ljósinu þurrkar vax,
við og leður. Auk þess getur hann brætt vaxið með tímanum. Aðeins
er forsvaranlegt að nota lýsingu á munina, að notað sé rafkerfi, þar sem
ljósið gefur engan hita frá sér. Ég mæli frekar með því að notaðar verði
litskyggnur af spjöldunum, til þess að sýna þau. En að spjöldin sjálf
verði geymd í rakastýrðri geymslu þar til frambærilegt sýningarhús-
næði safngripa verður byggt.
Að endingu vil ég þakka starfsmönnum Rannsóknarstofnunar fisk-
iðnaðarins, Líffræðistofnun Háskóla íslands, dr. Árna Einarssyni líf-
fræðingi, prófessor Ásmundi Brekkan, Grethe Jörgensen forverði, Hall-
dóri J. Jónssyni cand. mag., Halldóru Ásgeirsdóttur forverði, Hans U.
Vollertsen safnstjóra, Haraldi Ágústssyni viðarfræðingi, ívari Brynjólfs-
syni ljósmyndara, Lars-Uno Johansson forverði og Mjöll Snæsdóttur
fornleifafræðingi fyrir veitta aðstoð.
15. %RP (rakaprósenta)
Það magn raka sem er í ákveðnu rúmmáli lofts
við ákveðið hitastig.
X 100
Mesta magn raka sem þetta sama rúmmál lofts
getur haldið við sama hitastig áður en það mettast.
16. 1 lux = llumen/m2. Mælieining notuð yfir Ijósflæði á flatarmál.
17. Mælieiningin segir til um hve mikið magn (míkróvött) útljólublárrar geislunar er í
einu lumeni.