Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Page 174
178
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
ast nú Sýslusafn Austur-Skaftafellssýslu. Gísli Sverrir Árnason tók við for-
stöðu safnanna af Gísla Arasyni.
Skráðir gestir byggðasafnsins voru 803. Var sett upp sýning á smíðis-
gripum Sigurðar Filippussonar eldsmiðs ásamt öðrum smíða- og iðn-
tækjum.
Safnið fékk að gjöf „Pakkhúsið“ svonefnda á Höfn, niðri við höfnina.
Er áformað að flytja sjóminjadeild þess þangað.
Byggingu nýs safnhúss við Byggðasafn Rangæinga og Vestur Skaftfell-
inga í Skógum, sem sagt var frá í síðustu skýrslu, var haldið áfram og
varð húsið nánast fokhelt á árinu. Risgjöld voru haldin í Skógum 2.
desember og var boðið þangað fjölda gesta af safnsvæðinu og víðar að.
Haldið var áfram endurbyggingu bæjarins frá Skál á Síðu við safnið
og lauk henni að mestu. Talsvert var fengið af innbúi, sem bænum
hæfir. Þá fékk safnið lítið rafstöðvarhús ásamt rafstöð frá Breiðabóls-
stað á Síðu, frá 1926.
Skráðir munir safnsins eru nú unr 7000. Safngestir voru um 17 þús-
und á árinu, um 2/3 hlutar útlendingar, enda er þetta líklegast fjölsótt-
asta byggðasafn landsins.
Gestir í Byggðarsafni Vestmannaeyja urðu um 2300. Voru haldnar
nokkrar listsýningar í húsakynnum safnsins. Safninu bárust um 50-60
nýir safngripir og eru þar merkust fimm skipalíkön frá Grími Karlssyni
skipstjóra, er hann hafði sjálfur smíðað. Þá var fengin gömul Tuxham-
bátavél af Ströndum og veitti Vélstjórafélag Vestmannaeyja safninu
fjárstuðning til þess verks.
Byggðasafn Árnessýslu starfar í nánu sambandi við Listasafn Árnessýslu
og hafa þau sameiginlegan forstöðumann. Safnið tók til sín á árinu bað-
stofuviði frá Tungufelli, sem geymdir hafa verið á vegum Þjóðminja-
safnsins í geymslu á Bessastöðum í allmörg ár. Gestir safnanna allra
urðu 3515 á árinu. Meðal merkustu gripa sem safnið eignaðist má nefna
kistil eftir Ófeig Jónsson frá Heiðarbæ og margar vefnaðarprufur.
Við Sjóminjasafnið á Eyrarbakka var hafm skráning á safnaukun á
spjaldskrárspjöld. Einnig var gengið frá nýjum sýningartextum. Þá var
hafinn undirbúningur að sérsýningu með ljósmyndum áhugaljósmynd-
ara á Eyrarbakka eftir filmum í safninu. Safnaukinn er einkum hlutir frá
Eyrarbakka. - Skráðir safngestir voru 1835 á árinu.
Byggingarnefnd
Nefndin hélt áfram undirbúningi að viðgerð hússins við Suðurgötu.
Frumáætlun nefndarinnar um framkvæmdir var tilbúin um nritt sumar