Alþýðublaðið - 26.02.1960, Síða 2
©tgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson.
— Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúi
ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson.
•— Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906 — Að-
| *etur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10. —»
Áskriftargjald: kr. 35,00 á mánuði.
Framsókn vill gefa land-
búnaðinum 160 l™ljidnir!
HVERT mannsbarn skilur, að bankar geta
ekki greitt hærri vexti fyrir sparifé en þeir fá fyr-
ir útlán sín. Eins getur enginn sjóður til lengdar
tekið minna fyrir það fé, sem hann fær til umráða,
en hann greiðir sjálfur fyrir þetta sama fé.
Það er ótrúlegt en satt, að hér á landi hafa
nokkrir mjög mikilvægir sjóðir árum saman gert
. einmitt þetta. Það eru ræktunarsjóður og bygg-
ingasjóður sveitanna, og einhverjir fleiri fjárfest-
ingarsjóðir munu undir sömu sökum seldir. Þessir
sjóðir hafa tekið lán, oftast erlend lán, og síðan
endurlánað þau til aðila innanlands, sjávarútvegi
og fleiri greinum. Þeir hafa greitt hinum útlendu
'lánveitendum IIÆRRI vexti en þeir taka af þeim,
sem lánin fá innanlands. Árangurinn er sá, að land
búnaðarráðherra segir áðurnefnda sjóði vera gjald
þrota, og þeir hafa verið reknir með milljónatapi.
Framsóknarflokkurinn hefur nú birt úrræði
sitt til lausnar þessu vandamáii. Hann vill, að ríkið
taki hreinlega á sér að greiða allar afborganir og
alla vexti að 160 milljón króna lánum, sem land-
búnaðarsjóðirnir hafa tekið erlendis. Ríkið á að
gefa landbúnaðinum 160 milljónir og vexti að auki
— eða, sem nemur um 26.600 krónur á hvert býli
í landinu auk vaxtanna. Þetta er fyrir utan allan
þann sjálfsagða stuðning, sem ríkið veitir árlega
á f járlögum til landbúnaðarins.
Framsókn leggur ekki til, að sjávarútvegi, iðn
aði eða öðrum atvinnugreinum séu gefnar slíkar
gjafir. Hún leggur ekki til, að ríkið taki að sér öll
erlend lán fyrir skipakaup eða vélakaup til iðnað-
arins. En í hinni ábyrgðarlausu yfirboðapólitísk,
sem Framsókn þykir hæfa stjórnarímdstöðu, hefur
flokkurinn slegið öll fyrri met með þessari tillögu.
\ Það má merkilegt heita, ef bændur landsins gang-
ast upp við slíkt ábyrgðarleysi, eða telja þetta
rétta fjármálastefnu fyrir þjóðina. Þeir eru vanir
að leggja hart að sér til að standa við sínar skuld-
bindmgar, en velta þeim ekki yfir á aðra.
Er við því að búast, að fjármál þjóðarinnar
séu í góðu lagi, þegar næst stærsti flokkur lands-
ins hugsar þannig? Er von, að annað gangi vel,
þegar slíkur flokkur telur það eðlilega stefnu að
taka erlend lán, lána þau út innanlands með lægri
vöxtum, en velta svo öilu yfir á ríkið?
Áugiýsingasími blaðsins er 14996
ysta
söngkab
KARLAKÓRINN Fóstbræð-
ur hefur nú í undirbúningi
söngkabarett, og mun sá fyrsti
fara fram n. k. sunnudag.
Margt nýstárlegt kemur fram
á þessum kabarett, en megin
uppistaða hans er, að 16 manna
kór syngur öll vinsælustu lög-
in úr söngleiknum My Fair
Lady. Söngleikur þessi hefur
v|farið sigurför um allap heim,
og lögin úr honum eru á hvers
manns vörum. Kristinn Halls-
son og Eygló Viggósdótt’.r
svngja ,,sólóa“ j lögunum. Karl
Guðmundsson kemur einnig
fram með nýjan þátt.
Á kaþarettnum verður upp-
fært þjórkjallaraatriði þar senij
sungin verða ýmis vinsæl íög, ^
m. a. úr söngleiknum Porky.
and Bess. Sungið verður nýttj
lag eftir Sigfús Halldórsson og :
Gestur Þorgrímsson flytur|
skemmtiþátt. i
Eins og sjá má af þessari i
upptalningu er vel vandað til
skemmtiatr'ða, og er ekki að
efa að þarna finnur hver at-
riði fvrir sinn smekk.
Hljómsveit Björns R. Einars-
sonar og Carl Billich munu
annast undirleik, en Ævar
Kvaran hefur séð um uppsetn-
ingu á kabarettnum. Einnig
mun kórinn allur syngja.
Kórinn hyggur á Norður
landaferð um miðjan maí n. k.
Og er kabarett þessi einn liður
í áætlun kórsins til peninga-
söfnunar fyrir utanferðina.
Karlakórinn Fóstbræður hef
ur nú starfað í tæp fimmtíu ár.
Söngstjóri hans er Ragnar
Björnsson, og hefur hann
stjórnað kórnum síðan 1954.
AMWMMUmMWtWiMMUU
Endanlegt
samkomuiag
EINS og Alþýðublaðið
náðsfc samkomulag í sex-
mannanefndinni í grund-
hafði áður skýrt frá, hafði
vallaratriðum.
Laust fyrir kl. 5 í gær-
dag var svo gengið frá end
anlegu samkomulagi í
nefndinni.
Er væntanleg í dag
fréttatilkynning frá ncfnd
innhþar sem skýrt verður
nánar frá þessu máli.
Geymdir
til 18
LONDON, 25. febr. (NTB-Reu-
ter). — Stjórn brezka jafnaðar-
mannaflokksins sendi í dag út
yfirlýsingu, þar sem segir, aS
flokkurinn harmi það mjög, a<S
ungversk yfirvöld skuli entt
vera að taka af lífi fólk, sem
tók þált í uppreisninni 1956,
Einkum ógnar flokknum, a<S
unglingar skuli vera teknir a£
lífi, þegar þeir fylla 18 ár; eft-
jr að hafa setið árum saman i
fangelsi. ,
ZWICKAU, 25. febr. (NTB-
Reuter). — Vonir fara nú ótt
minnkandi um að ná megi þeim
76 námamönnum, sem síðan á
mánudag hafa verið innilok*
aðir í Karl Marx-koianámunni,
Hingað til hafa 48 lík náðst,
Eftir fjögurra daga baráttM
gegn logunum og liíshættuleg-
um gastegundum í námugöng-
unum eru dauðþréyttir björg-
unarmennirnir rnjög svartsýnií
á möguleikana á að ná hinum
innilokuðu mönnum.
1-^- ÞARNA sjáið þið ís-
lenzka flokkinn við inn-
göngu þjóðanna á setning-
ardag Olympíuleikanna. -
ÚRSLITAKEPPNI Skák-
þings Reykjavíkur 1960 hefst
á suunudaginn kl. 2 e. h. í
Breiðfirðingabúð. Keppendur
verða 8, Efstu menn úr undan-
rásum keppninnar urðu Björn
Þorsteinsson, Benóný Bene-
diktsson, Jónas Þorvaldsson,
Bragi Þorbergsson, Halldór
Jónsson og Guðmundur Lárus-
son.
Þessir sex tefla nú til úrslita
um titilinn Skákmeistari Rvík-
ur 1960 ásamt þeim Friðriki
Olafssyn; stórmeistara og Inga
R. Jóhannssvni, sem hefur ver-
ið Skákmeistari Reykjavíkur
undanfarin ár.
Dregið hefur verið um röð
keppenda og er hún þessi: 1.
Benóný, 2. Jónas, 3. Halldór,
4 Björn, 5. Bragi, 6. Ingi R.,
7. Friðrik og 8. Guðmundur. í
fyrstu umferð tefla nr. 1 og 8,
2 og 7, 3 og 6, og 4 og 5.
Tryggingamiðstöðin h.f. hef-
ur gefið glæsilegan bikar til
keppninnar og verður hann til
sýnis á mótsstað. Þar sem bú-
ast má við mikilli aðsókn á-
horfenda, verður fyrirkomu-
lag þannig, að sem þægilegasf
verði að fylgjast með keppn-
inni, j
fsbr. 1960Alþjðublaðií