Alþýðublaðið - 26.02.1960, Síða 15

Alþýðublaðið - 26.02.1960, Síða 15
„Eg kem oft hingað í heim- sókn til frænda míns, það er hann sem stendur fyrir þessu öllu, svo ég þekki hér flesta.“ Valerie sagði honum, að hún væri í heimsókn á Bieldslde ásamt systur sinni, en allan tímann var hún að velta því fyrir sér, hvernig hún gæti vikið samræðunum að Rory. „Hvar búið þér, þegar þér eruð ekki hér?“ spurði hún. „í London.“ „Eigið þér heimji þar eða leigið þér þar?“ Hann svaraði henni því að hann byggi með frænda sín- um, en hann nefndi hann ekki með nafni, svó Tiún fékk ekki tækifæri til að segja: „Nei, en hvað það er gaman! Eg kynnt- ist honum einmitt í Sviss og « „Hvaðan eruð þér?“ „Eg þjó í Darlingford til skamms tíma, en nú bý ég hjá systur minni í London,“ hóf hún mál sitt, en hún gat ekki lokið við setninguna. Dansinum var lokið og fólk streymdi inn í herbergið, þar sem þau sáu og yfir höfuð þeirra kallaði einhver; „Halló Barry! Eg hefði mátt vita að Henry drægi þig hing- að.“ Barry hlkaði við, þegar hann kynnti hana fyrir háum, dökkhærðum manni í skota- pilsi og ljóshærðri konu, en Valerie sagði hátt: 'Valerie Stevenson!“ Hún vonaði að Barry hefði heyrt það fyrr, en Rory hafði aldrei minnst á hana öðruvísi en Valerie svo hann tók ekki eftir nema eftlrnafninu. Þau sátu um Stund og töluðu sam- an, þangað til Henry kom til að sækja hana. „Valerie, við höfum leitað alls staðar að þér!“ kallaði hann. „Komdu með!“ Hann tók um hendina á henni og hún varð að fara með honum. Það var ekki fyrr en síðasti- dansinn var leikinn að hún sá Barry aftur. „Má ég dansa við yður ung- frú Stevenson?“ spurði hann. „Því miður, ég er búin að lofa þessum dans;,“ sagði hún. „En ef verður spilað auka- lag?“ „Þá megið þér koma,“ brosti hún. En það var ekki spilað auka lag. Dansleiknum var lokið. Eftir dansleikinn lá Valerie lengi og starði út í myrkrið. Ef hún hefði aðeins getað tal- að við Barry aftur! En hvað hefði það þýtt? Hún hefði fengið að vita eitt- hvað um Rory, en til hvers hefði það verið og hvaða gleði hefði hún haft af því? Hann hafði gleymt henni og það yrði bezt fyrir hana að gleyma honum. Barry hafði vonast til þess að Rory yrði í betra skapi, þegar hann kæmi heim. Hann hlyti að skilja það, að það væri ekki til neins fyrir hann að vera ástfanginn af geð- vondri stúlkukind, sem ekki kunni að meta kurteislega af- sökunarbeiðni. En þegar hann kom heim var Rory í enn verra skapi en venjulega. Nokkrum dögum eftir að hann kom frá Skotlandi kom Barry óvenjulega snemma he'm og þegar hann hafði kveikt í pípunni sinni, kveikti hann á útvarpinu til að hlusta á danslög meðan hann las kvöldblaðið. Sambatónarnir streymdu inn í íbúðina og þegar tenór fór að syngja viðlagið, raulaði Barry viðutan með: „My small, my slim Sus- anna. Come with me out to dance, And I will teach you how to kiss, <■ ’ And weave a sweet ro- mance.“ Skyndilega voru dyrnar rifnar upp á gátt og Rory æddi inn. „Þetta viðbjóðslega lag!“ kallaði hann og slökkti. Barry starði á frænda sinn. „Mér finnst þetta skemmti- legt lag,“ sagði hann róandi. „En þú ert númer tvö af þeim sem ég þekki, sem ekki þola lagið.“ Rory reykti sígarettuna sína ákaft og svaraði ekki. Barry hiukkafi brýfhar og leit á blaðið sitt, en nú gat hann ekki einbeitt sér að þvi lengur, því honum fannst hann hafa myndaspil fyrir framan sig, sem hann ætti að leysa. Stúlkan í Muirkirk sem þoldi ekki lagið lengur. Þessi stúlka í Muirkirk, sem þoldi ekki lagið heldur — hvers vegna var það? Og Rory líka, það hlaut að vera vegna stúlkunnar, sem hann elskaði, þessarar 'Valerie. .... En stúlkan í Muirkirk hét líka Valerie! Valerie Steven- son! En svona hlutir ske ekki - nú til dags. Þetta var allt of ósennilegt. Og þó! „Heyrðu mig, Rory,“ sagði hann verulega. „Þessi kærasta þín, þessi Valerie — hvert er -eft'rnafn hennar?“ „Stevenson,“ svaraði Rory þungbúinn. „Því spyrðu eigin- lega?“ „Valerie Stevenson! Skratt- inn sjálfur! Þá hef ég fundið hana fyrir þig!“ hrópaði Barry. Stundarf j órðungi seinna stoppuðu tveir menn leigubíl á Ebury Street og annar mann anna stökk inn í. Hinn lokaði dyrunum og kallaði: „Gangi þér vel, Rory!“ Bílstjórinn hristi höfuðið, þegar hann heyrði hvert átti að aka. Honum hafði ekki komið til hugar annað en að kona þessa manns hefði verið að eignast minnst þríbura! Hingað til hafði allt gengið vel. Rory hafði hringt til John Ainslie og sagt honum að hann hefði týnt heimilis- fangi Valerie, hvort hann vildi vera svo vænn að segja sér hvar hún byggi. Og John hafði gert það. Hann hafði og sagt honum símanúmer henn- ar og Rory hafði fyrst hugs- að sér að hringja, en svo hafði hann hætt við það, því það var ekkert hægt að segja í síma. Hann varð að hitta hana. Loks komu þe'r að hús- inu og Rorv borgaði bílstjór- anum og stökk inn í bílinn. Hann þaut inn í lyftuna og þegar hún nam staðar, gekk Valerie hafði verið ein all- an daginn, því Vivian hafði verið boðin út, Þegar hún var búin að ljúka öllu því sem hún gat gert settist hún við arinn og hugsaði’ um Rory. Hún gat lekki að því gert að tárin komu fram í augu henn ar og henni var ómögulegt að halda , aftur af þeim. Hún vissi ekkert hvað tímanum leið og hún varð stíf af skelf ingu þegar bjöllunni var hringt. Hun stökk á fætur og leit í .spegilínn yfir arinhyllunni. Augun voru rauð og grátbólg in og nefnið glansandi. Nei, svona gat hún ekki tekið- á móti gestum! Þ?ð var aðeins eitt fyrir hana að gera. Ef hún hreyfði sig ekki myndi engan gruna að hún .væri heima. Hún stóð kyrr og hlustaði og nú var hringt aftur, lengi iog hátt. En hún hreyfði sig ekki. Frammi á ganginum beið Rory í örvæntingu. Þær voru ekki heima, því hann heyrði að bjallan hringdi og samt svaraði enginn. En klukkan var orðin hálf átta, svo þær ihlutu að fara að koma hieim, Hann gat beðið. Valerie treysti því að gest urinn væri farinn fyrst ekki var hringt í þriðja sinn. Hún varð að laga sig til áður en Vivian kæmi. Hún . fór fram til að þvo sér og Rory, sem hafði lagt eyrað við dyrnar hlustaði á- kaft. Það var gengið um inni. Hann lagði fingurinn á bjöllúna og þrýsti á um leið ig hann sagði við sjálfan sig að væri ekki búið að opna þegar hann hefði talið upp að fimmtíu þá sprengdi hann dyrnar upp. Vaíerie varð skelfd þegar farið var að hringja. Svo átt- aði hún sig á því að þetta •hlaut að vera Vivian, sem ihafði gl'eymt lyklinum sín- um, því enginn gestur var svo, óikurteis að hringja svona lengi. Hún bar varalit á varir sín ar og greiddi yfir bárið. Þetta varð að duga, hún varð að 17 snúa baki við ljósinu og vona að Vivian ,sæi ekki að hún hafði verýð að gráta. Valerie hljóp til dyra og opnaði. „Fýrirgefðu að ég lét þið bíða svona lengi elskan“, sagði ihún og faldi sig bak við dyrnar. Það varð smá þögn. Svo kom hún inn, en það var ekki Vivian, nei, það gat ekki ver • ið rétt, sem hún só. Hún mátti ekki láta hann sjá að hún hefði verið að gráta, svo hún faldí andlitið í höndum sér. Rory leit undrandi og skelfdur á hana, svo kom hann inn og loks voru þau ein. Hann dró hana að sér og hún fann hve hjartað barð- ist í brjósti hans. „Elskan, omín“, hvíslaði hann. „Loksins11. 13. Nokkrum dögum eftir að Valerie og Riry höfðu fund- ið hvort annað, komu for- eldrar hans í heimsókn til að heilsa upp á tilvonandi tegndadóttur sína. Vivian bauð þeim í hádegisverð og það var greinilegt að þau urðu' mjög hrifin þegar þau fréttu að það var tilvonandi konan hans Rory sem hafði lagað matinn og meðan Valer ie og Rory þvoðu. upp létu þau pspart í ljós ánægju sína með að Röry ætlaði að gifta isig og að tilvonandi kona hans væri svo lagleg og dug- •leg. Föstudag í maí pakkaði Valerie niður í töiskurnar sín ar, því hún var að fara í •heimsókn til tengdaforeldra sinna. „Get ég hjálpað þér?“ spurði Vivian sem kom inn til hennar. ,JSTei, ég er að verða búin. En 'þú mátt láta yfir vatn í kaffi ef þú vilt því Rory fer að koma að sækja mig“. „Viltu, ekki bjóða honum kaffi?“ „Nei, hann vill að ég verði til, þegar hann þemur og svo drekkur hann ekki kaffi“. Þær settust við litla borðið við arininn og töl'uðu um brúðkaupið, sem átti að verða 10. júní, eftir hálfan mánuð. En Valerie fannst Vivian vera svo niðurdregin að hún Bagði: „Það er vierst að þú vilt ekki koma með. Þú ert svo hjartanlega velkomin“. Það hafði alít gengið að óskum fyrir henni sjálfri. Til að byrja með ætluðu þau að búa í þessari ibúð, meðan þau leituðu sér að 'húsi. For- eldrar Rory höfðu lofað að sjá um húsgögn og silfurmuni og Vivian gaf dúka og sængui fatnað og teppi. Allt var í ibezta gengi hjá þeim. En hvað með Vivian. Hik- andi bar Valerie fram spum inguna sem svo lengi hafði legið henni á hjárta. „Hvað ætlar þú að gera þegar við flytjum hingað Vi'- vian? Ég vil ekki að þú sért ein. Hvað ætlarðu að gera?‘* Vivian brosti. „Er það Þess vegna sem þú ihefur verið svona alvörugef- in? Það er fallegt af ykkur að muna eftir mér þegar þið hafið um svona miki'ð að hugsa. En þið þurfiþ ekki að vera hrædd. Annað hvort heimsæki ég gamla kunningja Dorothy Rivers: MWtWMMMWWilWliMMMWWMMiWWMWIIWWM* ÆVINTYRID K L A ' Alþj ðublaðið — 26. febr. 1960

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.