Ameríka - 26.03.1874, Blaðsíða 4
36
bnry og Sackville. Miklir flíikar af láglendis sljettum
(leirulandi) og fögru hálendi, í hjeraði þessu, eru afbragðs
frjófsamir og vel lagaðir fyrir akuryrkju og landbúnað.
far er og hinn mesti arður af fiskiveiðum, skógavinnslu,
skipasmíði, ýmiskonar vjelavinnu og mörguin fleiri sýsl-
unum. Járnbrautir, 60 mílur að lengd, liggja uin hjer-
aðið og standa í sambandi við járnbrautina til St. John.
í hjeraði þessu mun nú vera lítið um góð lönd óúthlut-
uð að gjöra. Suður af nr. 5, nyrðst á vesturströnd Fundy-
fjarðar liggur:
6. Albert-hjerað, sem er 433,560 acres að stærð
og er | hluti jiess ónumið land. Innbúar eru 10,672. Há-
lendið er yfir höfuð að tala gott land, og láglendið sömu
leiðis, sem mest eru framskornir mýraflákar og flæðliland.
Nokkur lduti hins óbyggða lands er vel lagaður til land-
náms, en sumt er örðugt að rækta fyrir fátæka landnáms-
inenn. I hjeraði þessu eru margskonar málmtegundir, en
einkum gefa kolanámarnir hjá Hillsborough míkið af sjer.
Helztu bæir eru: Hopewall og Hillsborough. I miklurn
hluta lijeraðsins er landbúnaður helzi atvinnuvegur íbúanna,
svo og námagröptur og skipasmíði. I’jóðvegurinn til St.
John er á járnbraut. Þar suður af strandlengis og allt
suður fyrir St. John-fljóts mynnið, liggur:
7. St. J ohn-hjerað, scm er 414,720 acres að stærð,
og er svo að segja allt numið. Hjerað þetta liggur strand-
lengis með fram Fundy-firði og nær svo lítið sem ekkert
upp í landið, svo það er ekki eins frjósamt og upphjer-
öðin, eða þau hjeröð sem ligga lengst upp í landið, þó
eru kaflar í því vel lagaðir fyrir akuryrkju og landbúnað,
enda eflir hinn mikli markaður í St. John (borginni) mjög
alla atvinnuvegi og gjörir það að verkum, að búnaöur er
þar mjög arðsöm atvinna, Innbúar eru 52,300, þar af
búa í borginni St. John uin 42,000. fessi fagri bær
Jiggur við mynni samnefnds fljóts, sem er eitt meðal hinna
stærstu fljóta í Ameríku, og er þar ágæt höfn, sem aldrei
leggur árið um kring, og því eru reglubundnar gufuskipa-
ferðir þaðan til allra helztu bæja bæði á Nýa-Skoflandi
og í Norðuihluta Bandaríkjanna. Svo liggja og þaðan