Ameríka - 26.03.1874, Blaðsíða 9

Ameríka - 26.03.1874, Blaðsíða 9
41 liolt, ncina hvað það kemur fyrir að þoka grúfir yfir sjún- um, þegar ís rekur suður hjá New-Foundlandi, en kemst sjaldan sem aldrei yfir | — 1 mílu á land upp sökum lopt- straumsins af landi ofan ; og þegar þetta á sjer stað ollir þokan sagga á blá ströndinni, og vill þá tii að hveiti- uppskeran bregðst á sjálfri sjávarströndinni. Á r s t í ð i r n a r m. m. Um jólaleiti sezt vetur eiginlega alveg í garð. í janúar mán. koma hinar vanalegu þýður eins og hver- vetna í nýlendum N.-Ameríku. í febrúar fellnr ætíð snjór mest, en sjaldan verður hann meira en álnar djúpur. í marz mán, fer snjór að þiðna af jörð, mest fyrir sól- bráð; því þá er vanalega stilling mikil í veðrinu og heiðskírir dagar, og um mánaðamótin rnarz og apríl hverfur allur snjór og klaki úr jörð og þá (í öndverðum apríl) byrjar vorplæingin, og um síðari hluta apríl og fram í byrjun maí inán. er sáð. í júní eru oplatrjen í fullum blóma. I júlí eru gómsæt jarðarber móðnuð og er mikil nægð af þeim. f þessum mánuði byrjar sláttur, eöa heyannir. í öndverðum ágúst eru bráðþroska jarð- epli flutt á torg tii sölu, og sömuleiðis margskonar berja- tegundir og villiávextir. í september byrja menn að skera upp hveiti, rúg, hafra og aðrar korntegundir og er vanalega búið að hyrða þær í lok þess mánaðar. Haustið er langt og veðrið yndælt; enda er það vafalust sá þægilegasti tími ársins. Vanalega rignir nokk- uð mikið f nóvember, en alla þá daga sem regnlaust er í þessum mán. er veðrið mjög svo fagurt og þægilegt. I lok þessa mán. fara að byrja dálítil frost og það stund^ um svo, að vötn og Iygnar ár leggur. í miðjum desem- ber fer að bridda á vetrarkomunni, þó hann sjaldan ríði alveg í garð fyrri en áður er sagt. í>að er hinn mesti kostur í N.-Bwick, að veðurátt- an cr svo reglu- og tímabundin, svo menn geta skipt störfum sínum niður eptir henni, svo að næstum engin dagur þarf að missast frá arðsamri vinnu. Regn fellur þar ekki iðuglega, og ekki hálft svo opt um árið, sem t. a. m. á

x

Ameríka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ameríka
https://timarit.is/publication/100

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.