Alþýðublaðið - 22.03.1960, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.03.1960, Blaðsíða 2
C'ígeíandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson. —. Rítstjórar: Gisli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúi rltstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Simar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasíini 14 906 — Að- TOtur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10. — Áskriftargjald: kr. 35,00 á mánuði. . Átök í Sósiaíistaflokknum i EINS og Alþýðublaðið hefur skýrt frá áttu sér stað mikll átök á flokksþingi kommúnista nú um helgina. Svokallaðir hægri kommúnistar gerðu til • raun til þess að ná yfirtökum í flokknum en . Moskvukommúnistar vörðust vasklega. Þetta er ekki fyrsta tilraunin, sem gerð er til þess! að hnekkja völdum Moskvumannanna í Sósialista- flokknum. En það fór með þessa tilraun eins og hin ar fyrri. Hún rann út í sandinn. Hægri kommúnistar höfðu undirbúið að ná meirihluta í miðstjórn Sósialistaflokksins og var ; búizt við spennandi kosningum á flokksþinginu. En er til kom runnu þeir og gengu að samkomulagi ; við Moskvumenn og ekki kom einu sinni tii kosn- . inga. Er því sýnt, að Moskvukommúnistar munu , halda völdum í Sósialistaflokknum eins og verið hefur. Hins vegar verður Alþýðu'bandalagsábreið- ; an sjálfsagt notuð áfram þar, sem henta þykir. | Alla daga síðan Sósialistaflokkurinn var stofn- : aður 1938 eða réttara sagt síðan nafninu á komm- únistaflókknum gamla var breytt, hafa kommún- istar haft uppi ýmsa tilburði til þess að leyna sínu rétta eðli. Nafnabreytingunni 1938 var ætlað að slá ryki í augu fólks og telja því trú um, að nú væri enginn kommúnistaflokkur til hér lengdur aðeins „Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkur- inn“. En gömlu kommúnistaforingjarnir héldu völd um í hinum „nýja“ flokki og stefnan breyttist ekki. Arið 1956 var enn rækilegri tilraun gerð til þess að breiða yfir hið rétta eðli kommúnistaflokksins og Alþýðubandalagið stofnað. Ekki var þó Sósialista- flokkurinn lagður niður. Og nú er ástandið þannig að Sósialistaflokkurinn markar stefnuna, en Al- þýðu'bandalagið fylgir henni, enda hefur Alþýðu- foandalagið sjálft enga lýðræðislega uppbyggingu. Þetta eru höfuðlínur þeirra átaka, sem áttu sér stað um helgina, þótt margt annað kæmi til greina. Niðurstaðan er sú, að „gömlu mennirnir” — Bymjólfur Bjamason og Einar Olgeirsson, halda enn öllum völdum í flokknum. Það verður fróð- legt að sjá, hvernig fram vindur málum hinnar ;. klofnu fylkingar kommúnista hér á landi. Hin árlega kaupstefna og iðnsýning í I HANNOVER J fer fram 24. apríl til 3. maí. Upplýsingar og aðgönguskírteini hjá okkur. f Efnt verður til hópferðar á kaupstefnuna, FEKÐASKRIFSTOFA BIKISINS. Sími 1-15-40. er trygging fyrir alla fjölskylduna. Skrifið eða hringið eftir nánari upplýsingum. S AAÍMIVh M fNHnr IRATÍB (BIIM(EMAIK ’ Sambandshúsinu. Sími 17080. Umboð hjá næsta kaupfélagi. Mögnurum og tilheyrandi Höfum úrval af sjónvarps-lofitielum Veltusundi 1. — Sími 19-800. .22. marz 19.60 — Aljiýðp.bl^ðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.