Alþýðublaðið - 22.03.1960, Síða 10

Alþýðublaðið - 22.03.1960, Síða 10
Sigrar Ármann í kvennafiokkil ÞAÐ VAR lítill spenningur að Hálogalandi á sunnudags- kvöldið, er •handknattleiksmót- ið hélt áfram. Aðeins einn leik- ur gat haft töluverða þýðingu, en það var barátta KR við að sigi’a Fram með sem mestum mun, svo að KR-stúlkurnar Frá leik KR og ÍR í 2. fl. hefðu möguleika á íslands- meistaratitlinum 1960. Fram- liðið lék allvel og sigur KR var ekki stærri en 16:9. Eru marka hlutföll Ármanns nú mun betri en hjá KR og þær síðarnefndu verða að sigra Ármann með ca. 10 marka mun til að hafa mögu leika. ' Af þrem kvennaleikjum léku fyrst Þróttur—FH og var leik- urinn daufur og tilþrifalítill. Honum lauk með öruggum sigri FH 10:6. í liði FH bar mest á Sigurlínu og Sylvíu eins og áð- úr, þær eru báðar vel spilandi og fundvísar á glufur í vöm andstæðinganna. Lágskot Syl- víu er oft mjög hættuleg og erfitt fyrir markvörð að verja þau. —: Katrín Gústavsdóttir er bezt og reyndust í liði Þróttar, en Erla skoraði flest mörkin að þessu sinni. Dómari var Heinz Sjtginmann og dæmdi mjög vel. ^ÍSTæst hlupu Ármanns og Vík- ihgs stúlkur í salinn og þar barð ist Ármann við að ná sem mest- um yfirburðasigri. Það leit vel út fyrir Ármann, sem var kom inn í 7:1 rétt fyrir .hlé, en Vík- ingsstúlkurnar hertu sig síð- ustu mínútur hálfleiksins, sem lauk með 8:3. Síðari hálfleikur var mun jafnari, Brynhildur Erla skor- ar fyrst fyrir 'Víking. Sirrý tví- vegis og Þuríður ísólfs einu sinni fyrir Ármann, en þá skora Rannveig og Ásrún fyrir Vík- ing. Sirrý hin skotharða, er ekki af baki dottin og þrívegis sendir hún knöttinn í netið, en Víkingsstúlkurnar eiga síðasta mark leiksins, sem endaði 14:7 fyrir Ármann. Fjörugasti kvennaleikurinn var milli KR og Fram. Það var greinilegt, að KR-stúlkurnar lögðu sig allar fram um að ná sem stærstum sigri og oft léku þær með miklum ágætum, sér- staklega Perla, sem skoraði stundum af hreinni snilld (sjá mynd). Einnig léku Gerða og Inga Magnúsdóttir prýðilega. En það dugði ekki, Framstúlk- urnar gáfust ekki upp og sóttu sig er leið á leikinn. Nýútskrifaðir dómarar, þeir Sveinn Kristjánsson og Eyjólf- ur, dæmdu tvo síðustu leiki með ágætum. í 3. flokki karla (b-lið) sigr- aði Víkingur KR 18:1 og Valur Ármann 15:3. KR, átti prýðisgóðan leik gegn Fram á sunnudags- kvöldið. og þarna sézt hún skora glæsilega. tMUMMtMMMUHUimMMV ÚRSLIT Á LAUGARDAG: 3. fl. karla (B) FH ÍBK 11:9, 3. fl. karla (A) ÍBK Þróttur 16: 7 og ÍR Ármann 7:7. ÍR-ingar hafa nú sigrað í sínum riðli og eru komnir í úrslit. í 2. flokki karla (A) gjörsigr- aði Þróttur ÍBK með 26:5 og ÍR vann KR 15:11. Á skólamótinu í frjáls- íþróttum innanhúss um helgina bar það helzt til tíðinda, að Jón Pétursson, KR, sem keppti sem gest- ur í þrístökki án atrennu, stökk 10,01 m., sem er að- eins 2 sm. lakara en ís- landsmet Vilhjálms Ein- arssonar. f hástökki með atrennu stökk Kristján Stefánsson, Hafnarfirði, 1,78 m. mjög léttilega, en hann er sérstaklega fjöl- hæfur og efnilegur íþróttai maður. Þróttur gersigraði Keflavík í 3. flokki á laugardag, myndin C~XT VI V tf 1' A f olr/wn Silfurmaburinn 3. OSLO, 20. marz (NTB). Norð- menn voru sigursælir mjög á síðasta degi Holmenkollenmóts ins. Það var aðeins Svíinn Bengt Eriksson, sem gat veitt þeim einhverja keppni í nor- rænni tvíkeppni, en sigurveg- ari var Gunder Gundersen, sem einnig vann í fyrra. Hann halut því konungsbikarinn. 'Veður var dásamlegt, sól og blíða, og áhorfendur um 50 þús. Bæði norsku og sænsku konungshjón in voru viðstödd keppnina og var fagnað gífurlega, er þua komu. Gundersen hlaut 450.100 stig, annar varð Arne Larsen, 444. 833 st., Tormod Knutsen, 442, 733, Fageraas, 440,933, Sverre Stenersen, 431,033, Bengt E-1 riksson, Svíþjóð, 430,000 stig. I Norðmenn í fimm fyrstu sæt- unum. í 50 km. göngu sigraði Sverre Stensheim, Noregi, 3:08,7 klst., Oddmund Jensen, Noregur, 3: 13,04, Ingemund Holtaas, Nor- egi 3:13,35, Rolf Rámgard, Sví- ~ þjóð, 3:15,18, Kalevi Ookarain- en, Finnland, 3:15,52, Reidar Andreason, Noregur, 3:16,33, Hallgeir Brenden, 3:20,00, Ein- ar Skaaren, Noregi, 3:21,57, Martin Stokken, 3:23,27, Artur Vigmo, Noregi, 3:23,49. Af 61 keppenda, sem hóf gönguna, luku 37 keppni. STAVANGER, 20. marz (NTB). Keppnistím'abil knattspyrnu- manna í Rogalandi hófst á laug ardaginn í Nærboe og þá sigr- I aði Nærboe Víking með 1:0. NUT SIGRAÐI ÞRÁNDHEIMI, 20. marz, NTB. Á alþjóðlegu skautamóti, sem lauk her í dag, var Knut Jo- hannesen langbeztur keppenda. Hann varð þrefaldur sigurveg- ari og langbeztur í samanlögðu. Áhorfendur voru 1200 á laug- ardag og 5000 í dag. Helztu úrslit urðu þau, að Roald Aas sigraði í 500 m á 44 sek., en í öðru og þriðja sæti voru 5‘i'nn Thoresen og Solberg á 45 sek. Knut fékk tímann 45,1 sek. Og varð fjórði, en Cassidy, Ástralíu fimmti á 45,2 sek. Knut sigraði í 3000 m á 4:56,9 mín., Aas 4:57,9 og Seierstein 4:58,2. í 1500 m sigraði' Knut á 2:17,2, Aas 2:20,8 og Soliberg 2:23,5. Loks var keppt í 5000 m og sigraði Knut á 8:37,9 mín., Seierstein 8: 46,8 og Aas 8:55,9 mín. Úrslit í samanlögðu: Knut Johannesen 192.106 stig, Roald Aas 194.173 st., Seierstei'n 195.447 st. í keppni kvenna sigraði Jean- ^ ette McNail, Ástralíu í 500 m á 51,8 sek., Groven, Noregi í 1000 m á 1:49,9. • ! FRÉTTAMANNI íþrótta- { síðunnar barst það til ! eyrna að Hálogalandi á ; sunnudaginn, að Sig- ! urður Helgason væri ; 2,08 á hæð, en ekki 2,07, ! eins og skýrt var frá í Al- þýðublaðinu á sunnudag- inn. Þetta leiðréttum við hérineð, því að okkur er bæði skylt og Ijúft iað hafa það sem sannara reynist. MmMMUmUMUUUHMMt 22. marz 1960 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.