Alþýðublaðið - 22.03.1960, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.03.1960, Blaðsíða 3
70-80 strákar í landhelgisleik KLUKKAN er að verða 9 þegar við komum niður á Austurgarð. Það er hroll- kalt þennan morgun, og í þokkabót rignir af og til. 'Við höfðum verið sendir tveir, ljósmyndari og frétta- snápur til að fara smáferð með varðskipinu Ægi. Ferð- ina átti að fara með nokkra tugi stráka, sem eru á sjó- vinnunámskeiði Æskulýðs- ráðs Reykjavíkur. Þegar við komum um borð eru allmargir strákar mætt- ir. Það er mikill hugur í þeim að komast af stað. Þetta eru strákar á aldrin- um 13 til 16 ára. Það er lagt af stað kl. 9 þá eru komnir 70—80 strákar um borð. Fyrst er siglt út á ytri höfn, þar er kompásinn stilltur. Það tekur á taugar strák- anna að bíða eftir því að eitt hvað fari að gerast, og þeir eru farnir að spyrja hvort það eigi að vera að þessu hringsóli í allan dag. En svo kemur að því að búið er að stilla kompásinn, og þá er siglt norður fyrir Viðey. Þar er akkei’um kastað, og menn búa sig undir að láta eitt- hvað ske. Meðan á sigling- unni stóð hafði strákunum verið sýnt ofan í vélarrúm og upp í stjórnklefa fengu þeir að vera eins og þeir vildu. Nú var tekinn upp gúmmíbjörgunarbátur, og honum hent í sjóinn. Síðan var strákunum sýnt hvernig ætti að draga í spotta þann- ig að báturinn opnaðist. Þeg ar báturinn hafði opnast voru margir sem vildu fá að stökkva niður í hann, en það fylgdi ekki kennslunni. Að þessu loknu kom stýrimað- urinn með línubyssu, og nú fengu strákarnir að sjá fimm hundruð metrum af línu skotið út á sjó. Þetta atriði kennslunnnar þótti þeim mjög tilkomumikið, og kepptust allir við að draga línuna inn aftur. Að lokum kom svo rúsínan f pylsuend- anum. Þeir áttu að fá að sjá skotið af byssunni, sem hef- ur gert svo margan Bretann hræddan. Aftur var það stýrimaðurinn, sem kom til skjalanna og lét taka ofan af byssunni, hlóð hana með púðurskoti. Síðan var miðað og hleypt af. Hvellurinn skóf innan eyrun á flestum, en strákarnir báðu um að fá annað skot. Það var látið eftir þeim og annað skot þrumaði. „Gasa“-hvellur sögðu strákarnir, en nú var þessu öllu lokið. Akkerið var dregið inn og siglt af stað til lands. Allir voru ánægðir með sinn hlut, og ekki sízt strákarnir, sem blátt áfram ljómuðu. Það var líka gam- an að geta sagt kunningjun- um þegar heim kæmi að þeir hefðu verið í landhelgisleik. ^tWMMWtWMWWWtWMWWMMWMWMWWMWWMMWVWMWWWWMMMWMWW Sýnir málverk í Mokka-kaffi UM þessar mundir stendur yfir í Mokka-kaffi við Skóla- vörðustíg sýning á málverkum eftir Einar Baldvinsson list- málara. Einar hefur numið málara- list á Ítalíu, F'rakklandi og víð- ar. Fyrstu sjálfstæðu sýning- una hér heima hélt hann árið 1958. Hlaut Einar góða dóma fyrir verk sín. Þá hefur hanri tekið þátt í nokki'um samsýn- ingum. Málverkin, sem Einar sýnir í Mokka-kaffi, eru öll til sölu. Kappræður annað kvöld KAPPRÆÐUFUNDUR FUJ og FUF verður annað kvöld kl. 9 í Framlsóknarhúsinu. Af hálfu FUJ tala þrír ræðumenn: Björgvin Guðmundsson, form. SUJ og Sigurðlur Guðmundsson, form. FUJ. Þriðji ræðumaðurinn verður tilkynntur á morgun. Umræður verða 4, 20 m.n., 15 mín., 10 miín., og 5 mín. Tölusettir aðgöngu- miðar gilda að fundinum og eru félagar FUJ beðnir að vitja miða á skrifstofu Alþýðuflokksins. Alþýðuflokksfólk, er hefur áhuga á að sitja fundinn er heðið að snúa sér til skrifstofunnar og vitja mliða. VIÐ LEIT sem toll- gæzlan gerði í ms. Vatna- jökli, er hann kom frá út löndum hinn 8. febrúar sl., fundust 288 fiöskur af frönsku konjaki, sem fald- ar höfðu verið í leynihólfi í skipinu. Einn skipverja lýsti sig eig- anda að áfenginu, eftir að það hafði fundizt. Hann kvaðst hafa keypt það í borginni Boulogne í Frakklandi og kom- ið því þar um borð. Áfengið kvaðst hann hafa ætlað að selja, eftir að hafa komið því í land í Reykjavík. Dómsrannsókn beindist m. a. að því, hvort fleiri skipverjar væru við málið riðnir. Megin- hluti skipverja á Vatnajökli var kvaddur til yfirheyrzlu. Þeir lýstu því allir yfir, að þeir hefðu ekki haft hugmynd um að áfengið væri ura borð í skip inu. Málinu lauk s. 1. laugardag í Sakadómi Reykjavíkur. Fram angreindur skipverji var sekt- aður um 100 þúsund krónur og komi 8 mánaða varðhald í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd fyrir 1. júní n. k. Kon- jakkið var gert upptækt. Honum var ennfremur gert að greiða málskostnað. SAUÐÁRKRÓKI, 21. marz. — Togarinn Norðlendingur kom hingað í gær frá Færeyj- um. Var áhöfnin að miklu leyti skipuð Færeyingum, a. m. k. hásetum, sem ráðnir voru á togarann. Fer skipið strax á veiðar. — M. Bj. 7 ýnf verk, - eðo ,Má ekki spila'? JÓN LEIFS, tónskáld, hefur ritað útvarpsráði opið bréf, þar sem hann heldur því fram, að upptökur á tónverkum eftir hann sjálfan og önnur íslenzk tónskáld hafi tapast úr vörzlu útvarpsins. Jón Leifs krefst þess, að út- varpsráð láti fara fram ítar- lega rannsókn á þessu. Hann nefnir sem dæmi, að verk hans ,,Guðrúnarkviða“ hafi loks fundizt eftir mikla leit innan um verk sem merkt eru „Má ekki spila“. Jón Leifs skýrir ennfremur frá því í bréfinu, að hljóðritun á tveim þáttum verks hans Aðalfundur hljómlistar- manna FÉLAG íslenzkra hljómlist armanna hélt aðalfund sinn s. 1. laugardag. í stjórn félagsins voru kosnir: Form.: Gunnar Egilsson, varaform., Björn Guð jónsson, ritari, Jón Sigurðsson, gjaldkeri, Róbert Þórðarson og fjármálaritari Paul Bemburg. „Edda — Oratorium“ hafi alls ekki fundizt hjá útvarpi'nu, þrátt fyrir mikla leit. Ný búð - „DANÍEL“ nefnist ný vefn- aðarvöruverzlun, sem opnuð var í Veltusundi 3 á laugar- daginn. Verzlunin er til húsa, þar sem áður var úrsmíðavinnu stofa Magnúsar Benjamínsson- ar & Co. og hluti af þeiiTÍ verzl un, en hún hefur verið þar frá árinu 1887. Eigandi hinnar nýju verzlun- ar er Daníel Gíslason, sem stundað hefur verzlunarstörf hér í bæ í 36 ár. Hóf starf sem sendill hjá Geysi árið 1924, og vann þar óslitið til ársins 1953, aðallega við afgreiðslustörf. Síðustu sjö árin hefur Daníel starfað við vefnaðarvörudeild Ó. Johnson & Kaaber, en hætti þar um síðustu áramót. Daníel Gíslason hyggst hafa á boðstólum allan almennan herra- og drengjafatnað, inn- lendan og erlendan. Hann mun leggja áherzlu á vöruvöndun og að hafa ætíð vörur fyrir 12 ára og eldri. Alþýð'ublaðið — 22. marz 1960

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.