Alþýðublaðið - 22.03.1960, Side 4

Alþýðublaðið - 22.03.1960, Side 4
ÞE3SA dagana eru tvær al- þjóðaráðstefnur ihaldnar í gömlu Þjóðabandalagshöllinni í Genf, Palai's des Nations. Önnur snertir íslendinga meir en aðrar alþjóðaráðstefnur, sem haldnar ihafa verið, hin er tengd draumi alls mannkyns um frið og sátt milli allra þjóða Ráðstefna tíu ríkja um af- vopnun er árangurinn af við- leitni Sameinuðu þjóðanna til að skapa stórveldunum við- ræðugrundvöll á opimberum vettvangi. Samt sem áður er ráðstefnan ekki haldin á veg- um Sameinuðu þjóðanna, held ur mætast þarna fulltrúar tveggja fylkinga. Hvor um sig hefur jafnmarga fulltrúa við samningaborðið, magn at- kvæða ræður ekki úrslitum né heldur hefur nokkur aðili neitunarvald. Hvor fylking hefur tilbúnar sameiginlegar tillögur og ágreiningurinn er mikill. Ekki' fyrst og fremst viðkomandi aðferðum við af- vopnun, heldur er afstaðan til afvopnunar gjörólík. APVOPNUNARÁÆTLUN kommúnistaríkjanna var lögð fram af Krústjov, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, á þingi Sameinuðu þjóðanna í septem ber sl. Krústjov lagði til, að á f jórum árum yrði framkvæmd allsherjar afvopnun og að þeim tíma liðnum væri öllum þjóðum gert ómögulegt að heyja styrjöld. Allur her, floti, fluglher, kjarnorkuvopn og flugskeyti yrðu þá úr sög- unni — í eitt skipti fyrir öll. Samkvæmt tillögu Krúst- jovs átti á fyrsta stigi afvopn- unar að fækka í her Banda- ríkjamanna og Rússa ni'ður í 1 700 000, en Bretar og Frakk- ' ar áttu hvorir um sig að hafa c' 650 000 manna her. Á öðru stigi skyldi „þurrka út“ alla heri og erlendar her- ^ stöðvar. Á þriðja stigi skyldi eyðileggja vetnisvopn og flug skeyti og framleiðslu á sýkla- vopnum og efnum til hernað- ar. KRÚSTJOV minntist í ræðu sinni aðeins lauslega á eftirlit með framkvæmd af- vopnunar, en ekkert varð á honum skilið hvernig ihún skyldr fram fara í raun. Rúss- um er fullljóst, að vesturveld- in halda fast við, að tryggt sé öruggt eftirlit með afvopnun áður en nokkuð er samþykkt um afvopnunina sjálfa. VIÐ sama tækifæri sagði Krjstjov, að ef svo færi, að þessum tillögum sínum yrði hafnað, mundu Rússar leggja fram til málamiðlunar aðrar tillögur. Aðalefni' þeirra er: Fækkun herliðs í Vestur-Ev- róþu og svæði í Mið-Evrópuþ þar sem bannað yrði að stað- setja kjarnorkuvopn. Þá verði komið á takmörkuðu eftirliti með afvopnun, erlendar her- stöðvar lagðar niður og griða- sáttmáli gerður milli Atlants- hafsbandalagsins og Varsjár- bandalagsins. ST J ÓRNMÁLAMENN á Vesturlöndum vita, að hinar einföldu tillögur Krústjovs um algera afvopnun á fjórum árum hafa mikið áróðursgildi einmitt vegna þess hve ein- faldar þær eru á yfirborðinu. Og margir þeirra eru komnir á þá skoðun, að leiðtogar Sov- étríkjanna æski eftir afvopnun eða að minnsta kosti minnk- andi spennu. Ræður þar mestu um óttinn við kjarnorkustyrj- öld, sem brotizt gæti út fyrir mistök og þörf Sovétríkjanna til þess að vinna í friði að upp 0 ’SVA&JL* f *r - -AÍUf i* s < 1) Ágúst, 1945: Bandaríkja- menn varpa kjarnorku- sprengju á Hírósíma. 2) Janúar, 1946: Sameinuðu þjóðirnar setja á stofn kjarn- orkunefnd. 3) Júní, 1946: Bandaríkja- menn leggja fram Baruch-á- ætlunina um afvopnun. Rúss- ar hafna henni algerlega. 4) Maí, 1948: Rússar neita að fallast á samþykkt Samein- uðu þjóðanna um eftirlit með vopnabúnaði. 5) September, 1949: Rússar gera fyrstu tilraunir sínar ineð kjarnorkuvopn. 6) Janúar, 1952: Afvopnun- arnefnd Sameinuðu þjóðanna skipuð. 7) Október, 1952: Bretar reyna fyrstu kjarnorku- sprengju sína. 8) Nóvember, 1952: Banda- ríkjamenn reyna vetnis- sprengju sína. 9) Ágúst, 1953: Rússar reyna vetnissprengju. 10) Júní, 1954: Bretar og Frakkar leggja fram áætlun um afvopnun undir ströngu eftirliti. Rússar hafna henni. 11) Maí, 1955: Rússar leggja fram áætlun, sem gerir ráð fyrir eftirliti, þannig að hvert ríki hafi neitunarvald í sam- bandi við það. 12) Júlí, 1955: Bandaríkja- menn leggja til að hafið verði eftirlit úr lofti með afvopnun og vígbúnaði. Rússar hafna. 13) Maí, 1956: Afvopnunar- viðræður fara út um þúfur, þar eð ekki næst samkomulag um eftirlit. 14) Maí, 1957: Bretar reyna fyrstu vetnissprengju sína. 15) Maí, 1957: Undirnefnd stórveldanna um afvopnun tekur til starfa. 16) Júní, 1957: Rússar leggja til 2—3 ára bann við k j arnorkutilr aunum. 17) September, 1957: Við- ræður verða árangurslausar. 18) Október, 1958: Ráð- stefna um bann við kjarnorku og vetnistilraunum hefst í Genf og Rússar og Banda- ríkjamenn hætta tilraunum í bili. 19) September 1959: Krúst- jov leggur til, að alger af- vopnun fari fram á fjórum árum. Bretar vilja takmarkað eftirlit: 20) Febrúar, 1960: Frakkar gera tilraun með kjarnorku- sprengju. byggingu efnahagslífsins. En engin trygging er enn fengin fyrir því, að Sovétleiðtogarnir vilji raunhæft eftirlit með af- vopnun, en án þess verður hún varla nema nafnið eitt. Samningsrof Sovétríkjanna á liðnum árum gera lítt fýsilegt að tryggja afvopnun eingöngu í pappír þeim, sem sáttmáli þar að lútandi er skrifaður á. AFVOPNUNARÁÆTLUN vesturveldanna, isem gengið var frá á fundi viðkomandi ríkja í París fyri'r síðustu helgi er flóknari en tillögur Krúst- jovs en vafalítið raunhæfari. Hún byggir í veigamiklum at- riðum á tillögum Selwyn Lloyd, utanríkisráðherra Breta, sem hann lagði fram á síðastliðnu ári. Áætlun vesturveldanna byggir á því meginskilyrði', að afvopnun sé óhugsandi og ó- raunhæf nema henni sé fylgt eftir með ströngu eftirliti'. Á fyrsta stigi verði gert sam- komulag um minnkandi fram- leiðslu vopna, kjarnorukvopn bönnuð.og eftirlit hafið með vopnabúnaði. Þá verði á öðru stigi vopn eyðilögð í stórum stíl, gerðar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir skyndiárás og kjarnorkuvopn eyðilögð með öllu. Þriðja skerfið yrði alger af- vopnun og afnám herja eftir því, sem samrýmast þykir innri öryggi ríkja. Búast má við að afvopnun- arráðstefnan í Genf standi lengi' og málin verði þvæld þar fram og aftur eins og siður er á slíkum ráðstefnum. En margt þykir benda til, að betri vonir séu nú um sam- komulag en oftast áður. Þjóð- ir heims þrá frið og öryggi, lausn undan ótta og styrjöld- um. Það verður þyngst á met- unum er fram í sækir. ^ 22. marz 1960 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.