Alþýðublaðið - 22.03.1960, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 22.03.1960, Qupperneq 7
ísafirði, 13. marz 1960. í GÆRKVELDI minntist Kvenfélagið Hlíf 50 ára afmæl- Is síns með mjög veglegu sam- Sæti í Alþýðuhúsinu. Veizlugest ir voru eins margir og húsið getur frek'ast rúmað. Vel v'ar til skemmtiatriða viandað, en þau fóru fram að borðhaldinu loknu Til skemmtunar var m. a- Hlíf- arkórinn söng undir stjórn Jón- (asar Tómassonar, tónskálds. — Herdís Jónsdóttir söng einsöng. Lára Veturliðadóttir söng gam- anvísur. Sýnd var kventízkan allt frá 1920. Leikinn var sjón- leikur. Meðan setið var undir borð- um voru fduttar margar ræður. Unnur Gísladóttir, form. Hlíf- ár h'ált aðalræðuna og rakti í stuttu máli' sögu félagsins og minntist látinna félagskvenna. Einnig töluðu formenn hinna fcvenfélaganna í bænum og fluttu Hlíf kveðjur og árnaðar- óskir félaga sinna. Halldór Ól- afsson, ritstjóri', vara-forseti foæjarstjórnarinnar, flutti ræðu og þakkaði fyr'ir hönd bæjarins fyrir allt það ómetanlega starf, sem Hlíf hefur unnið í bæjar- félaginu, og þá sérstaklega fyr- ir marghátta umihyggju fé- lagsins fyrir elliheimili bæjar- ins fyrr og síðar, svo og iiðsemd jþess og starf fyrir gamalmenni' og aðra, sem hjálparþurfa eru. I hófinu voru þessar konur heiðraðar og þeim afhent heið- ursmeðlimaskírteini: — Gróa Árnadóttir, Guðrún Kristjáns- dóttir, Helga Jakobsdóttir, Ingileif Stefánsdóttir, Þórey A! bertsdóttir. Einnig var Jónasi' Tómas- Byni, tóhskáldi, vieitt sérstök heiðursviðurkenning frá félag- inu fyri’r þá miklu aðstoð og hjálp, sem hann hefur ætíð veitt félaginu sem söngstjóri og lindirleikari. Félaginu barst miki’ð af heilla skeytumj blómum og öðrum góðum gjöfum. Veizlustjóri var Ragnhildur Helgadóttir. I tilefni afmælisi'ns gaf félag- ið út afmælisrit, sem Unnur Gísladóttir tók saman, þar sem raktir eru nokkrir þætti'r úr starfi og sögu félagsins. Kvenfélagið Hlíf er stofnað 6. marz 1910. Tildrögin .að stoín un félagsins eru þau, að þrepr- ur árum áður ihöfðu 30 ísfirzkar konur bundi'zt samtökum um að halda skemmtisamkomu fyrir gamalt fólk í bænum. Þetta fyrsta gamalmennasamsæti var haldið 24. febr. 1907 og sóttu iþað 80 manns. Næstu tvö árin héldu þessar konur starfsem- inni áfram, en brátt sáu þær •— að hagkvæmara væri að stofna félag til að hafa forgöngu um þessi' mál. Niðurstaðan varð sú, að Hlíf var stofnuð. Stofnfé lagar voru 27, og eru enn á lífi af stofnendunum þessar lconur: Ingileif Stefánsdóttir, Brunng. 14, ísaf., Jóhanna Olgeirsson, Þórsgötu 28, Rvík, Ólína Þor- steinsdóttir, Sjafnarg._12, Rvík, Þórdís Egilsdóttir, Hrannarg. 2, Isaf., Þórunn Jóhannsdóttir, Reynimel 31, Rvík. í fyrstu stjórn félagsins voru: Sigríður Lúðvíksdóttir,’ form., Rebekka Jónsdóttir, vara-form., Guðríður Árnadóttir, Margrét Sveinsdóttir, Hólmfríður Árna- dóttir. AUt frá stofndegi' hefur fé- lagið verið trútt þeirri stefnu sinni, sem fram kemur í 3. gr. félagslagannæ, þar sem gert er grein fyrir aðaltilgangi' félags- ins. Þar segir svo: ,,Aðalstefnumál félagsins er að líta eftir hag bágstaddra í bæ þessum og hjálpa þeim eftir föngum, sérstaklega gamal- mennum“. Að þessu takmarki' hefur Hlín alltaf unnið af festu og ósér- plægni og ekkert til sparað til hjáipar og aðstoðar við gamalt fólk og þurfandi, og unnið af dugnaði og einJbei'tni að fram- gangi mannúðar- og líknarmála í bæjarfélaginu. Þörfin fyrir slíka starfsemi var næsta brýn fyrstu árin, sem félagið starfaði', því fátæktin var mikil og umkomuleysi gam alla og sjúkra átakanlegt, og má glöggt sjá það ástand í stutt orðum bókunum í fundargerð- um félagsins, svo sem þessari: „Á fundinum kom fram tillaga um að verja ákveiðnni' peninga upphæð til að metta svöng skóla börn, en þegar þetta mál hafði verið rætt fram og aftur buð- ust allmargar félagskonur til þess sjálfar ,að gefa fátækum skólaíbörjttum mat yfir skólatím ann“. Á þessum árum hlutaðist Illíf ennfremur til þess, að gömul kona, sem leitaði' ásjár félags- ins í neyð sinni, sem dvaldi á elliheimili á ísafi'rði, en átti framfærslusveit í Bolungavík, og átti að flytjast á sveit sína Framhiald á 14. síðu. ,Hjónaspil' GAMANLEIKURINN „Hjónaspil“ er sýndur við mikla hrifningu í Þjóð- leikhúsinu um þessar mundir. Uppselt hefur verið á öllum sýningum fram að þessu. — Leikur- inn verður sýndur næst annað kvöld. — Myndin er af Haraldi Björnssyni en hann leikur aðalhlut- verkið í Ieiknum af mik- illi leikni. OtMWWWMWVWWMWMMW nbrot BROTIN var rúða í af- greiðsluglugga Nestis við EIl- iðaár um helgina. Þjófurinn téygði hendi inn um brotna rúðuna og sópaði til sín þeim vörum sem hann náði til. Það voru að mestu vindlar og sígarettur. Landanir á Siglufirði SIGLUFIRÐI, 21. marz. — Tog arinn Elliði landaði hér nýlega 240 lestum. Fór hann aftur á veiðar |s. 1. mánudag. Hafliði fór áleiðis til Færeyja á föstu- daginn. Hefur ekki frétzt af því, hvort tekizt hefur að ráða færeyska sjómenn á hann. Togbáturinn Bragi landaði 60 lestum í fýrri viku, eftir hálfs mánaðar útivist. Þá land- aði togbáturinn Margrét á laugardaginn, um 100 lestum. — J. M í KVÖLD klukkan níu hefst í Silfurtunglinu nýbreytni hér á landi, sem kalla mætti skák- kvöld eða taflkvöld. Mun Frey steinn Þorbergsson annast þessi kvöld, sem verða fleiri, 37 Færeyskir til ísafjarðar ISAFIRÐI, 21. marz. — Togar- inn Sólborg kom hingað frá Færeyjum aðfaranótt sunnu- dags. Með togaranum voru 37 færeyskir sjómenn, sem ráðnir voru á togarana. Isborg hafði bcðið komu Sólborgar og fóru „borgirnar“ báðar út í gær. Auðveldlega gekk að fá Fær- eyingana í skipsrúmin. Hafa margir þeirra verið áður á tog- urunum hér og voru fúsir til að ráða sig að nýju. — Afli hefur verið sæmilegur að und- anförnu. — B.S. ef undirtektir almenninga verða góðar. Öllum er heimill. aðgangur fyrir vægt gjald, og munu áhorfendur sitja í stcl- um, sem um fyrirlestur væri. að ræða. Á stórum veggborð- um veTða svo sýndar skákir, endatöfl, os sitthvað annað til ^kemmtunar og þjálfunar fyrir skákmenn af ýmsum styrkleika gráðum. Það skal skýrt tekið fram, að hér er ekki um venju*> lega kennslu að ræða, þótt einnig byrjendur ættu að geta lært af þessu, heldur verður um ýmis verkefni að ræða, sem jafnvel meistaraflokks- menn munu eiga erfitt með að levsa, enda eru margar þraut- anna teknar úr rússnesku skák lífi, þar sem menn grafa djúpt' í þessum efnum. Auk þessarar þjálfunar eða kennslu mun Freysteinn flytj^ fréttir af einvíginu um heims- ’^eistaratitilinn í skák, sem fram fer í Moskvu. Munu skák kvöld bessi oftast höfð á sömu k’imldum oa beir Botvinnik og T'al tefla. Fréttir af einvíginu fær Frevsteinn samdægui’s. Enn er þó óvíst hvort hægt verður að sýna skákir, sem tefldar hafa verið samdægurs. KEFLAVÍK, 21. marz. — 800 apar heimsóttu Keflavíkur- flugvöll í gænnorgun. Þeir voru með kanadískri Sky- master-flugvél, sem var að koma frá Lundúnum, og var för hennar heitið áleiðis til Kanada. Heimsókn apanna væri út af fyrir sig ekki í frásögur færandi. En þegar förinni átti að halda áfram kl. 4 í gær- morgun og flugvélin komin á loft, kom í ljós að eitthvað var í ólagi með nefhjól vél- arinnar. Sveimaði hún því yfir Kefla víkurflugvelli í 4% klukku- stund, en þá var henni lent að nýju. Gert var við bilunina og hélt apaflugvélin áfram síð degis í gær. Aparnir, sem lentu í þessu ævintýri, eru lítil kvikindi. Munu þeir vera ætlaðir til ýmissa tilrauna á vegum kanadískra vísindamanna. — ROM, 21. marz, (NTB). — Gio- vanni Gronchi fól í kvcldL Femando Tambroni að gera tilraun til stjórnarmyndunar á ftalíu. Tambroni, sem tilheyrí ir vinstri armi Kristilega Dem® krataflokksins, féllst á að gera tilraunina. Alþýðublaðið — 22. marz 1960

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.