Alþýðublaðið - 22.03.1960, Qupperneq 15

Alþýðublaðið - 22.03.1960, Qupperneq 15
er ekki konan yðar. Hún var bara að látast til að bjarga lífi yðar. Hún er eiginkona Drake Meredith. Þau giítust í Havana“. „Hvað!“ veinaði Guy. „Þér vitið ekki hvað þér ségið“, tautaði hann. „Ég veit það víst“, sagði hún ákveðin. „Ég veit ekki hvers vegna hún giftist hon- um því hún hatar hann. Éún elskar yður, herra Clifford. Hún hefur alltaf elskað yð- ur“- „Því giftist hún þá Drake Meredith?“ þrumaði hann. „Kannske neyddi hann hana til þess ... vegna þess- ara fimm þúsund dollara. En hún kom aftur um leið og hún heyrði að þér hefðuð slas- azt. Hann elti hana hingað. Hún fer til hans í kvöld, hann neyðir hana til þess“. „Eigið þér við — sem eig- inkona hans?“ Guy var ná- fölur og rödd hans skalf. Hún kinkaði kolli. „Já, og þér verðið að bjarga henni frá honum ef þér elskið hana“. „En hann er maðurinn hennar“, tautaði hann. „En hún hatar hann, hatar hann. Það verður voðalegt fyrir hana. Sérstaklega vegna þess að hún elskar yður“. Guy þagði um stund. Hann skildi núna svo margt og þar á meðal framkomu Jill und- anfarna daga. „Er hún að fara til hans í kvöld?“ hann leit á Cicely. Hún kinkaði kolli. „Já, herra Clifford, en ég er viss um að þér náið þangað í tíma, ef þér farið strax. 'Viljið þér ekki bjarga henni?“ Hún virt ist vera hrærð. Guy kreppti hnefana. „Svo sannarlega vil ég bjarga henni — ef hún vill það sjálf“. „Bíllinn minn bíður úti“, andvarpaði Cicely. „Segið þeim ekki hér að þér séuð að fara. Laumist þér út sömu leiðina og ég kom. Við meg- um engan tíma missa“. 24. Það var orðið dimmt, þeg- ar Jill kom heim til Dfake. Einkennisbúinn sendill kom og tók farangur hennar. — ,Hvaða íbúð, ungfrú?‘ slpurði hann. „Herra Drake Meredith,“ svaraði hún lágt. Maðurinn g'lotti. ,Ein enn!‘ hugsaði hann. „Hvaða nafn má ég til- kynna?“ spurði hann. „Frú Drake Meredith.“ Hann hrökk við. „Frú Draþe Meredith?“ endurtók hann efagjarn. Hún kinkaði kolli. Það var dregið fyrir gluggann og kveikt á lömpunum og matur- inn beið á borðinu. Við borð- ið stóð kampavínsflaska í kash. „Elskan mín,“ sagði Drake 'Og tók hana í faðm sér. „Eg fhef komið öllu fyrir eins og ég bjóst við að þú vildir hafa það. Kysstu mig, hjartað mitt“. Hann kyssti hana og hún lá máttvana í faðmi hans. „Langar þig ekki til að skipta* um föt?“ spurði hann svo. „Komdu, Jill.“ Hann fylgdi henni inn í glæsi'legastia og smekklegasta svefnherbergi, sem JiJl hafði séð. „Þetta er okkar herbergi, Jiil,“ hvíslaði hann. Hann gekk að klæða- skápnum og opnaði hann. Þar inni hékk fagur, gulllitaður knippl iingasloppur. „í þessum slopp áttu að vera í kvö;ld,“ sagði 'hann við hana. ,,Eg keylpti hann handa iþér. Finnst þér hann ekki fail -legur, yndið mitt?‘‘ „Hann er mjög fallegur,' tautaði hún. Grieg: tautaði 'hann. „Svaraðu at- lotum mínum!“ En hún gat það ekki hún varð að bíta á vör til að æpa ekki hátt. Hann s'leppti hennii skyndi- lega. „Kannske verður þú öðruvísi, þegar þú hefur feng- ið þér kampavín,“ sagði hann og hún sá að hann var reiður. „Sumum mönnum geðjast bezt að köldum konum, en þú ert einum of köld fyrir mig!“ Loksins var máltíðin á enda og Drake dró hana að hlið sér á sófanum. „Nú skaltu elska mig, hjartað mitt“, tautaði hann. „Kysstu mig, eins og þú værir að kyssa karlmann ... taktu ut- an um mig ... Komdu, ástin mín, ég bíð ...“ Jill reyndi það. Hann var þó maðurinn hennár, en hún gat það ekki. „Hvað er að þér?“ spurði hann grimmdarlega. „Komdu ✓ / var of .seinn. Guy opnaði dyrn ar. Hann starði undrandi á þau. Hann trúði ekki sínum eigin augum. Að nokkur maður skyldi misþyrma Jill! En það var alltof augljóst að þessi ruddi, sem Jill var gift hafði verið að misþyrma henni. Æðarnar á enni Guy sáust greinilega 0g hann kreppti hnefana. Drake var einnig reiður og brún augu hans leiftruðu. „Hvað meinið þér með að ryðjast svona inn?“ sagði hann frekjulega. „Ég kom til að tala við Jill“, sagði Guy stuttur í spuna. „Eigið þér við eiginkonu mína?“ Guy varð hörkulegur á svip. „Já“ „Svo þér vitið að hún er eiginkona mín?“ urraði Drake. „Hún lék skemmti- lega á yður nýlega, fannst yð- ur ekki?“ ✓ „Eg ætla að láta þig eina nm að skipta um föt og taka upp fötin þín,“ sagði hann hlæjandi. „Þú getur eins vel tekið upp úr töskunum nú. — Nú áttu heima hérna hjartað mitt, hjá mér elsku lit'la konan mín.“ Hann kyssti hana aftur og fór. Jill stóð um stund í mið'ju herberginu og starði umhverfis sig. Hún gat ekki trúað þvií, að þetta væri henn -ar herbergi framvegis, henn- ar og Drake. Henni fannst iherbergið fullt af vofum, vof- um liðinna ástarævintýra Drake, vofnm stúlknanna, sem hann hafði elskað....... „Eg verð aldrei hamingjusöm hér,“ hvísilaði hún hálf hátt. „Eg þoli þetta ekki!“ En varð hún ekki að þola það? Yar hún ekki konan hans? Það kostaði hana mikið viljaþrek að ganga aftur nið- ur í dagstofuna. Drake stóð upp til að taka á móti henni. Hann hafði einnig skipt um föt, nú var hann klæddur vín rauðum satín silopp. Hann var óeð'lilegia’ dökkur, næstum djöfullegur. Þegar hann sá ’hana kom sultarglampi í augu hans. — „Falleg, falleg,“ hvísilaði hann. „Þú ert dásamlega fög- ur, j;ill!“ Hann tók um hend- ur hans og dró hana að sér, bann strauk yfir handleggi hennar, kyssti and'lit jiennar og háls. „Því ertu svona stíf ?“ og kysstu mig! Ég verð ekki þolinmóður eilíflega!“ „Ég get það ekki“, hvíslaði hún. Hann tók um handlegg hennar. „Og því geturðu það ekki? Vegna þess að þú elskar Guy Clifford?“ „Já!“ „Er það?“ Hann var gjör- breyttur og hún hrökk frá honum skelfingu lostin. Hann tók um handlegg hennar og snéri upp á hann svo hún veinaði af sársauka. „Þú skalt líða fyrir þetta“, hvæsti hann. „Þú ert mín, ég á þig og ég má géra hvað sem ég vil við þig!“ Hún braust um. „Nei, nei.. slepptu mér!“ 18 En hann hló aðeins, bitrum hæðnislegum hlátri. „Ég skal sýna þér hver ræð ur hér“, urraði hann. Hana kenndi mikið til í handleggn- um. En hún vildi heldur deyja en veina. í því heyrðist manna mál fram á gangi. Drake varð enn illilegri á svip. „Ég sagði helvítis fíflinu honum Mason að hleypa eng- um inn“, sagði hann og stökk til dyra til að læsa, en hann „Mér er sagt að hún hafi bjargað lífi mínu“, sagði Guy rólega. „Ég er henni eilíflega þakklátur“. „Verið mér þakklátur“, hló Drake fyrirlitlega. „Það er ég sem leyfði að hún gerði það. Ég er eiginmaður hennar“. „Þér hafið ekki leyfi til að misþyrma henni þó þér séuð eiginmaður hennar“, öskraði Guy. „Þér eruð ruddi! Hvað voruð þér að gera við hana, þegar ég kom hingað inn?“ Drake varð náfölur. „Hvaða rétt hafið þér til að sPyr.Ía mig um það?“ „Rétt hvers heiðarlegs manns, sem sér konu mis- þyrmt“. „Svo það er allt og sumt, ha?“ Drake var enn hæðnis- legri á svipinn. „Svo þér eruð rétt eins og hver annar heið- arlegur maður eða hvað? Þér hafið víst ekki neinn persónu- legan áhuga á þessu máli?“ Guy stirðnaði upp. „Vitan- lega hef ég það“, svaraði hann. „Ég elska Jill“. „Það er skemmtilegt fyrir eiginmann hennar að heyra það!“ „Þér eruð ekki hæfur til að. vera eiginmaður hennar enda er ég kominn til að taka hana frá yður!“ Drake kipptist við og augu hans leiftruðu. „Er það svo? Það var skemmtilegt. Og ég, eiginmaður hennar, á að láta mér það vel líka?“ „Þér getið látið yður líka það vel eða ekki! Það er Jill sem ræður!“ Hann leit af Drake og í fyrsta sinn síðan hann kom inn ávarpaði hann hana. Rödd hans var blíðleg. ,,'Viltu koma með mér, Jill? Ég elska þig, vina mín. Ég hef alltaf elskað þig og 'ég mun gæta þín vel“. „En nýtízkulegt!“ hvæsti Drake fyrirlitlega. „Að reyna að fá eiginkonu mína með sér fyrir framan nefið á mér! Og hvað haldið þér að ég geri? Að ég leyfi henni að fara mót- mælalaust? Ég er hræddur um að þér álítið mig óeigin- gjarnari en ég er. Ég hef nefnilega ekki hugsað mér að sleppa henni. A. m. k. ekki í kvöld. Kannske mér sé sama þó hún fari á morgun!11 „Svínið!“ Það leit helzt út fyrir að Guy myndi ráðast á hann, en hann áttaði sig. „Mér kemur ekki við hvað þér seg- ið“, sagði hann rámri röddu. „Ég bíð eftir að Jill tali, ég fer ekki nema hún segi mér að fara, ef henni tekst að sannfæra mig um að hún elski mig ekki 0g vilji vera hér sém eiginkona yðar“. „Það er ekki verið að spyrja um hvað hún vill“, hreytti Drake út úr sér. „Það er hvað ég vil að hún geri, henni ber að hlýða mér“. „Sem betur fer lifum við ekki á miðöldum“, sagði Guy hvasst. „Það myndi enginn dómari neyða hana til að vera hér í fimm mínútur ef hann sæi marblettina á handlegg hennar ... Nú, Jill?“ spurði hann og leit blíðlega á hana. „Viltu koma með mér, ástin! mín?“ j Jill reis á fætur. „Ég vil fylgja þér hvert sem þú ferð, Guy“, sagði hún lágt. Drake leit á hana og andlit hans var purpurarautt af reiði. „Hvað um loforðið, sem þú gafst mér — það að þú ‘sórst að vera konan mín, ef ég leyfði þér að halda þessari viðurstyggilegu blekkingu á- fram? En ég mátti svo sem vita að þú svikir mig. Auð- virðileg búðarstelpa!" „Leyfið vður ekki að móðga hana!“ Guy var að missa stjórn á skapi sínu. „Ég geri það sem mér sýn- ist! Þetta hafa sennilega verið samantekin ráð ykkar á milli! Jill sagði yður hvert hún væri að fara og þér eltuð!“ „Það er lýgi“, sagði Guy. „Jill sagði mér ekkert um það. Ég komst að því sjálfur“. „Finnst vður það ekki frum hlaup af yður?“ spurði Drake. „að koma hingað og skipta yður af hennar málum án þess að ráðgast um það við hana?“ „Ég hef heyrt of mikið um yður, Meredith“, sagði Guy. ,.Mér datt í hug að þér my.od- uð misþyrma Jill“. „Fallegt af yður að óttast um velferð eiginkonu minn- ar!“ | Guy lét sem hann sæi hgnn Alþýðublaðið — 22. marz 1960

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.