Sæmundur Fróði - 01.05.1874, Qupperneq 6

Sæmundur Fróði - 01.05.1874, Qupperneq 6
70 norðan meira en mánuði fyr, og hefur í hið minnsta þar haldið áfram fram yfir sumarmál, hvar á móli gamli Hregg- viður virðist að hafa batnað í góulok. í^etta er eigi svo litill munur á vetrarlengdinni, og því vi| jeg kalla þennan okkar seinast liðna vetur Hreggvið stóra. Slík örnefni á hlutum og viðburðum eru einkar-nytsöm, til að festa þá enn betur í minni manna, en þvílíkur vetur, sem þessi nú seinast liðni, ætti að vera oss íslendingum minnisstæður, og benda oss á, hversu vandlega vjer þurfum að að fara, til að forðast þau hin skað- vænlegu afdrif, er slíkir vetrar geta leitt yflr land og lýð. Um «Hreggvið» frá 1753 er þannig talað í annálum vor- um. «Veturinn var hinn harðasti hvervetna á Norðurlandi, og • því var hann af mörgum Hreggviður kallaður. Gengu þá • hríðar miklar og harðar, svo að 18 vikna skorpa var á Skaga; «varð þá hinn mesti fellir um allt land, en þó helzt fyrir norð- «an, því þar er þá sagt að fallið hafl 4000 hestar og 50,000 «fjár. Sumir bændur, sem settu á 500 fjárum hauslið, áttu «eigi um vorið nema 30 kindur, enda er þess gelið, að menn «á þeim tímnm hafi verið mjög djarflr að reiða sig á útigang, «og þvf hafi fellirinn orðið meiri en hvað harðindin voru mikil. «Haf(s lá lengi fram eptir, og grasvöxtur var lítill». Vjer höfum enn þá eigi frjett, hvaða skaða þessi vor stóri Hreggviður hafi gjört, hvorki fyrir norðan eða annarstaðar í hinum fjarlægari sveitum, og getum eigi vænzt að fá neinar áreiðanlegar skýrslur þar um, fyr en eptir fardaga, eða einhvern tíma f júnímánuði. |>ví miður erum vjer hræddir um, að skað- inn sje og verði ærið stór; en hvað vetrarfarinu sjálfu viðvík- ur, þá erum vjer nú á vorum dögum með veðrabókum svo útbúnir, að vjer vonum með tímanum að geta skýrt frá því, svo greinilega sem unnt er. ÁGRIP AF SKÝRSLU búfræðings Sveins Sveinssonar etc. (Framhald). Um túnasljettun segir hann, að hann hafi allvíða bæði fyrir vestan og norðan sjeð, að byrjað hafi verið á þúfnasljettun, en bæði sje sú byrjun svo lítil, að svo sem

x

Sæmundur Fróði

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sæmundur Fróði
https://timarit.is/publication/103

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.