Sæmundur Fróði - 01.05.1874, Page 9

Sæmundur Fróði - 01.05.1874, Page 9
73 upp tiltekinn blett af túni sínu á ári hverju, eptir þeim regl- um, sem fjelagsstjórnin kvæði á um. Ætti hvert byggðarlag, eptir því sem á stæði á hverjum stað fyrir sig, að hafa 2—4 plóghesta og aktygi á þá, góðan plóg og herfi, og notuðu bændur þetta sameiginlega, en sami maðurinn ætti allt af að vera við plæginguna. Mættu bændur eigi láta sjer sárna, þótt þeir yrðu að sjá á bak heyinu af nokkrum hluta túnsins fyrstu árin; en það mundi margborga sig með tímanum. Þá segir hann, að sára-lítið hafi verið aðgjört með tún- garða-hleðslu, og sje líkt ástatt fyrir vestan og norðan, þar sem hann þekki til. Optast sjeu túngarðarnir hlaðnir úr sniddu, og standi þeir lengur eða skemur, eptir því sem velt- an sje, og hversu vel þeir sjeu hlaðnir, en þegar bezt sje, standi þeir í 20 ár. Skammvinnastir sjett þeir, er þeir sjeu gjörðir úr sendinni jörð; því að sandurinn sleppir svo fljótt úr sjer allri vætu; en er hana vanti, þá devi grasrótin, en úr því fari allur garðurinn á stnttum tíma. Aptur á móti sjeu slíkir garðar varanlegastir, er þeir sjeu hlaðnir úr góðri sniddu með seigri grasrót; því að eptir því sem grasrótin haldi sjer lengur, eptir því standi garðurinn lengur. En til þess að halda grasrótinni lifandi, sje nauðsynlegt, að bera þunna mykju á garðana árlega, en þetta sje nærri hvergi gjört. Kveðst hann hafa sjeð einn garð í Húnavatnssýslu 20 ára gamlan, sem borið hafi verið á árlega, og standi hann vel enn þá. Atik þess megi þeir eigi vera of þunnir, og verði að flá vel frá báðum hliðum; því að sjeu þeir þunnir, þá þorni öll vætan úr þeim mjög fljótt, og grasrótin deyi. Beztu garðarnir sjeu grjótgarðarnir, og þá ætti alstaðar að gjöra, þar sem því yrði við komið, með því að þeir standi lengst, og þótt þeir hrynji, þá megi ávallt hlaða þá upp aptur úr sama efninu; en það verði eigi gjört með torfgarðana. Aptur á hinn bóginn verði hjer á landi ekkert verulegt gjört að grjótgarðahleðslu, fyr en vagnar og sleðar sjeu við hafðir, og hestum fyrir beitt, til að flytja grjótið að. «f>ær jarðabætur», segir hann, «sem landsbúar einkum «virðast nú almennast vilja gefa sig við, eru vatnsveitingar á

x

Sæmundur Fróði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sæmundur Fróði
https://timarit.is/publication/103

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.