Alþýðublaðið - 30.03.1960, Side 5

Alþýðublaðið - 30.03.1960, Side 5
 GENF, 29. marz. Fundum var í dag haldið áfram á landhefgis ráðstefnunni í Genf og tóku níu fulltrúar til máls, meðal þeirra aðalfulltrúi Breta, John Hare landbúniaðar- ojr fiskimálaráð- herra. Á fundi, sem hann hélt með blaðamönnum í dag, sagði hann að Bretar hefðu hvað eftir annað reynt að ná slamltomulagi við íslendinga í fiskveiðideiU Unni, en sagði að ósennilegt væri að saman gengi. Hann vék fsér undan að svara þeirri spurn- ingu hvort Bretiar mundu aftur senda herskip á Islandsmið ef ekki næðist neitt samkomulag á yfirstandandi ráðstefnu. John Hare landbúnaðar- og íiskimálaráðherra hélt fram hinum venjulegu sjónarmiðum Breta varðandi landhelgi og fiskveiðilögsögu. Hann sagði m. B. að reglan um þriggja mílna landhelgi væri hin éina, sem væri í samræmi við alþjóðarétt og vísaði á bug skilningi þjóð- f éttarnefndarinnar á málinu, en hún komst aðþeirri niðurstöðu, að strandríkjum væri heimilt, að ákveða landhelgi sína allt að 12 sjómílum, „En allir verða að vera fúsir til að slá nokkuð af. Ikröfum sínum ef samkomulag á að -nást og Bretar styðja til- lögu Bandaríkjamanna,“ sagði John Hare. Hann fuilyrti að það væri engin vernd í því á vorum tímum þótt landlhelgi yrði á- kveðin 12 sjómílur og benti á að kostnaður við gæzlu slíkrar landhelgi væri miklu meiri en við gæzlu sex mílna landhelgi. Hann sagði enn fremur, að allt- ef væri hætta á að strandríki íiotuðu réttindi sín til þess að leggja hömlur á ferðir skipa og það skapaði aukna hættu fyrir siglingar ef skip yrðu að halda Eig iengra frá landi vegna víkk- Unar landhelgi. Því næst svaraði John Hare kröfum ýmissa landa um aukna fiskveiðilandhelgi, sem ætluð Væri til þess að vernda fisk- Btofna og sagði að þessar kröfur væru ekki í samræmi við óskir Jieirra um að auka fiskveiðar sínar. „Mörg fjölmenn ríki hafa þörf fyrir miklar veiðar á fjar- lægum miðum og stendur það í engu sambandi við heimsvalda- stefnu eða nýlendusjónarmið þótt þess sé krafizt að fá rétt- indi til fiskveiða innan 12 mílna marka, sem gert er ráð fyrir í tillögu Kanadamanna. Ef hún nær fram að ganga mundi það þýða minnkandi afla og hafa hættulegar afleiðingar fyrir matvælaframleiðs'luna í heim- jnum,“ sagði Joihn Hare. „Ef svo færi mundu þúsundir manna á einn eða annan hátt missa at- vinnu sína og miki.ll 'hluti mann kynsins verða að þola mikinn niðurskurð á fiskneyzlu sinni.“ Fulttrúi Hollands prófessor Writ'hagen, sagði að land sitt styddi tiliögu Bandaríkjamanna vegna þess að þar væri viður- kennt að ríki hefðu rétt til að veiða þar, sem iþau hafa stundað veiðar um langan aldur..Hann vfsaði á bug tillögunum um 12 sjómílna landhelgi eða veita strandríkjum einkarétt til fisk- veiða á vissum svæðum. Hann sagði, að hollenzkir sjómenn hefðu öldum saman stundað síld veiðar við England og væru jafnháðir þessum veiðum og aðr ar þjóðir, sem krefjast vernd- unar á fiskveiðum innan 12 mílna. Fulltrúi Burma kvaðst styðja tillöguna um 12 mílna land- helgi. Fúlltrúi Grikkja studdi tillögu Bandaríkjamanna, Kol- umbia 'styður kanadisku t.illög- una og Venezuela tillögu Sovét ríkjanna um 12 mílna landhelgi. omu WASHINGTON, 29. marz. — (NTB.) Viðræðum Eisenhowers Bandaríkjaforseta ög Macmill- ans forsæíisráðherra Breta í Camp David lauk í dag. Eftir fundinn var gefin út sameigin- leg yfirlýsing um viðræðurnar og segir þar meðal annars, að þeir hafi rætt ástandið á þrí- veldiaráðstefnunni um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn, sem haldin er í Genf. ,,Það er innileg ósk Bánda- ríkjanna og Bret’lands að náð verði alþjóðlegu samkomulagi um bann við tilraunum m$ð hvers- konar kjarnorku- eða vetnisvopn og komið á raun- hæfu eftMiti með því að því verði framfylgt. Er Genfarráð- stefnan hófst fyrr 17 mánuðum var ástæða til þess að ætla, að ekki væri ógerlegt með nýjustu tækjum að fylgjast með ölíum kjarnorkutilraunum. En það sýndi sig brátt að við mörg vandamál var að glíma við að setja upp alþjóðlega eftirlits- stofnun. En það er von Breta og Bandaríkjamanna, að kjarn- orkuveldin þrjú geti á tiltölu- lega stuttum tíma fundið leiðir til þess að koma á fullkomnu eftirlitskerfi." Eisenhower og Macmillan telja, að það væri stórt skref í rétta átt ef samið verði um ýmis vandamál, t. d. hve margar eft- irlitsferðir árlega eru nauðsyn- légör til eftirlits. Leggja þeir til að þríveldin gefi yfirlýsing- ar um að þau hætti öllum kjarn orkutilraunum neðanjarðar, sem eru svo kraftlitlar að þær koma ekki fram á jarðskjálfta mælum. Viðstaddir fund Eisenhowers og Macmillans voru sérfræðing ar þeirra í kjarnorkumálum, Nixon varaforseti Bandaríkj- anna, Herter utanríkisráðherra og Caccia, sendiherra Breta í Washington. Hagerty blaðafulltrúi Eisen- howers sagði, að frönsku stjórn- inni hefði verið tilkynnt jafn- óðum um gang viðræðnanna. Háttsettur bandarískur emb- ættismaður sagði eftir viðræð- urnar að búast mætti við sam- komulagi ef'tir þrjá mánuði á ráðstefnunni í Genf. ítalski .fulltrúinn sagði, að ít- alía hefði alltaf haft sex mílna landhelgi, en viðurkenndi ekki viðbótarbelti þar, sem strand- ríki hefðu einkarétt til fiskveiða og kvað 40 prósent af fiskiflota ítala mundu þá verða að hætta veiðum og 400 000 manns senni lega missa atvinnuna í landinu og milljónir annars staðar í heiminum. Hann kvað ítölsku stjórnina styðja tillögu Banda- ríkjanna, en ekki fallast á neitt viðbótarbelti ef hún yrði felld. Perúfulltrúinn sagði, að stjórn sín viðurkenndi ekki neinn sögulegan rétt til fisk- veiða. Hann sagði að fiskveiðar væru aðalatvinnuvegur þeirra, sem búa við ströndina, en væri þó vannærðir. Fjöldi fiskiðju- vera blómgaðist nú í Perú. Fulltrúi Tékkóslóvakíu benti á að mörg ríki hefðu fært út landhelgi sína Og sum fiskveiði landhelgina eins og ísland og mundi ekkert geta stöðvað þessa þróun mála. Á morgun munu taka til máls fulltrúar Brazilíu, Póllands, Jú- góslavíu og Vestur-Þýzkalands. Ensk-a blaðið Sunday Times sagði í fyrradag, að ísland hefði í mörg ár verið hinn mikli þrándur í götu fyrir sanngjarnri lausn fiskveiðivandamála, Og virtust íslendingar enn stað- ráðnir í að hleypa engum á mið sín. Guðmundur I. Guðmundsson u'tanríkisráðherra mun taka til máls á fimmtudag af hálfu ís- lands. I Japan! § - ■ * TÖKYO, 29. marz. NTB- AFP. — Til óeirða kom í<; tiámubæ skammt frá Tokyo í dag oíí lét- eiiin verkalýðs-í foiingi lífiS en 20 verká-; menn særSust mikið. Lög-Si reglan var send á vettvang;; og gat stillt til friðar. Óeirðirnar hófust er á-; hangendur annarra verka-; lýðsfélags komu vopnaðiii hnífum og réðust á verkfalls; menn við námuna og reyndu^ að fremja verkfallsbröt. — Verkfallsforingi einn var ?tunginn til hana, Yfirvöldisi; > áttast að óeirðir þessar kunsii "ð breiðast út. HÖFÐINGLEG GJÖF ÓSKAR JÓNSSON útgelð- armaður 0g kona hans, Mikka- lina Sturludóttir, hafa stofnað sjóð til minningar um hjónirt. Margréti Magnúsdóttur Ijcs- móður, Þingeyri, og Jens |A, Guðmundsson kaupmann, sama stað. Stofnfé sjóðsins-er* 20 þús. kr. Hefur það veri5 afhent fæðingardeild Sólvangs í Hafnarfirði. Tilgangur sjóðs- ins er að styrkja efnalitíar mæður, sem leggjast inn ffi fæðingardeild Sólvangs. Út- hlutun úr sjóðnum fer fram 20. desember árlega og í fyrst.a sinn 20. des. 1960. Sjóðsstjórn- ina skipa samkvæmt skipulags skrá forstjóri Sólvangs, yfir- iæknir sömu stofnunar og yfir liósmóðir fæðingardeildar Sól vangs. Forstjóri Sólvangs, Jó- hann Þorsteinsson, hefur beðið^ blaðið að flytja gefendum beztu þakkir. rosturi HÖFÐABORG, Jóhannesarborg 29. marz (NTB). — Þúsundir blökkumanna héldu áfram mót- mælaverkfalli því, sem hófst x gær áfram í dag en ekki kom til eins alvarlegra átaka og undan- farið. Óttast er að til blóðugra óeirða kunni að koma á næst- unni. Al-afríkanska sambandið (víðtæk samtök falökkumanna) hafa sett stjórn Suður-Afríku þá úrslitakosti að nema vega- bréfslögin úr gildi innan 12 klukkutíma, ella verði hafin ný barátta gegn þeím. Ettn er ekki vitað hve margir létu lífið í óeirðunum í gær, en átta lögreglumenn, allir svartir, féllu. Hús f jölmargra þeldökkra lögreglumanna voru brennd til ösku í gær. Aðalfúlltrúi Suður-Afríku hjá Sameinuðu þjóðunum, Brand Fourie, kom til New York í dag og hefur hann skip- un frá stjórn sinni um að reyna að hindra að öryggisráðið ræði atburðina í Suður-Afríku. Margir telja að fundir örygg- isráðsins um þetta mál, sem halda á morgun, verði storma- samir Fulltrúi Suður-Afríku krefst þess að fá að sitja fund- inn og eins afa Indland og Gha- na beðið um að fá að segja þar álit sitt. Ekki er vitað hvaða af- stöðu Bretar og Frakkar taka í málinu, en hingað til hafa þéir talið að kynþáttastefna stjórn- arinnar í Suður-Afríku værí innanríkismál. Mikið verðfall hefur orðið i kauphöllinni í London á verð- bréfum frá Suður-Afríku, eiok- um í gullfyrirtækjum. Ríkisstjórnin í Snður-Af« ríku er sögð hafa í undirbíin- ingi frumvarp um aS banna tvö fjöhnennustu samtöls blökkumanna í landinu. (> Álþýðublaðið — 30. marz 1960

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.