Alþýðublaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 2
mmm Otgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson. — Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14906 — Að- Batur* Alb-Crfíuhúsið. — Prentsmiðia Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10. —» Áskriftargjald: kr. 45,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eintakið. Viðskipfin í austurveg SVO virðist af fréttum, sem nokkur ríki aust an við járntjald hafi kippt að sér hendi um inn- kaup frá íslandi. Engin leið er að segja á þessu stigi, hvort hér er um varanlegan samdrátt að ræða af þeirra hálfu. Sveiflur í vörusölu á báða bóga eru ekki nýtt fyrirbæri, hvorki varðandi vöruskipta- löndin eða önnur. Þjóðviljinn er þó ekki lengi að kveða upp dóm. Aðgerðir ríkisstjórna austan járntjalds eru um- svifalaust sagðar vera íslenzku ríkisstjórninni að kenna. Þetta er hinn vanalegi tónn kommúnista. Þfeir taka málstað útlendra ríkja gegn sinni eigin þjóð, þegar minnsta tilefni gefst til, enda er tryggð við ættland ekki annað en borgaralegur tepruskap ur í þeirra augum, þegar heimskommúnisminn á í hlut. Hvað um það. Við hinir skulum líta á nokkr- ar staðreyndir málsins, sem kommúnistar sjá ekki eða vilja ekki sjá. 1 1) Allur innflutningur frá Austur-Evrópu er í raun j og veru frjáls. Þótt leyfi þurfi fyrir sumum vörutegundum, fást þau ávallt umsvifalaust. Meira geta stjórnarvöldin ekki gert til að opna land okkar innflutningi að austan. Fjöldi vöru- tegunda fæst ekki keyptur frá öðrum löndum, svo að ekki er samkeppni fyrir að fara. 2) Þrátt fyrir allt þetta eiga íslendingar innisíæð- ur í Austur-Evrópu, sem innflytjendur fást ekki til að nota eða geta ekki notað. Af hverju stafar þetta? Það er vitað mál, að Austur-Ev- rópuríkin neita að greiða okkur harðan gjald- eyri. Þau neita oftast nær að selja okkur vörur, sem þau geta fengið harðan gjaldeyri fyrir. Þau vilja heízt slíkan frjálsan gjaldeyri eins og við. Ef tregða er á innflutningi frá þessum löndum i er það af því, að varan þykir ekki seljanleg hér á landi samkeppnislaust — eða fæst ekki af- greidd, eins og oft er. Það er staðreynd, að Austur-Evrópuþjóðirnar bjóða okkur oft gott verð fyrir vöru, sem aðrar þjóð ir vilja ekki kaupa. Austanmenn geta þetta sér að skaðlausu, því að allt er reyrt í vöruskipti, og þeir hækka verðið á þeim vörum, sem þeir selja okkur aftur. Slík viðskipti eru óheilbrigð og óæskileg til lengdar fyrir báða aðila. Islendingar verða að hafa markaði sína örugga og dreifða. Það er vissulega nauðsynlegt fyrir okk ur að hafa mikil viðskipti við meginlandsþjóðirnar í Austur-Evrópu, en þau viðskipti verða að kom- rg. ast á heilbrigðari grundvöll en þau hafa verið á. n >B ........................................... « Áskriftarsíminn er 14900 2 1. apríl 1960 — Alþýðublaðið 0ö8I 'hqij .1 — gi&«Idu5:{4i£ 'H’ Nokkrar fyrirspurnir frá úrillum stjórnar- sinna. Það, sem sagt var — og það sem gert er. Hækkanir, sem aldrei var minnst á. 'fc Niðurgreiðslur, sem aldrei var talar um. f DAG birti ég bréf frá manni, sem kallar sigr: „Úrillan stjórn- arsinna". Hann fjallar í bréfi sínu um ýmislegt það, sem miS- ur hefur farið í sambandi viS hinar nýju efnahagsráSstafanir. Ég er sammála flestu því sem j hann segir — og mætti gjarna i týna fleira til. Verst er þegar það stenst ekki, sem fólkinu hef- ur verið sagt og það hefur vonað að það gæti treyst á. Annað hvort stafar slíkt af hugleysi eða ótta, nema hvort tveggja sé. Það er ástæðulaust að þegja yfir slíku. „ÚriIIur stjórnarsinni“ segir: „ÞAÐ EKU víst flestir sam- mála um, að nauðsynlegt var að gera einhverjar breytingar frá því svindl-efnahagskerfi, sem við höfum búið við undan farin nær einn og hálfan áratug. En menn greinir á um, hvort sumt orki ekki tvímælis, sem gert hef ur verið. Og ég spyr, sem stnðn- ingsmaður núverandi ríkisstjórn ar, hvort mér leyfist að gera nokkrar athugasemdir við sumar aðgerðirnar? Ef ekki, þá beint I körfuna með lappann, en ef þú Hannes minn telur að þetta séu athugasemdir, sem eigi rétt á sér, þá bið ég þig að birta þær. HÆKKUN hjá því opinbera á ýmsu hefur mælst aíar illa fyrir. Fyrst póst- og símagjöld, stór- felld hækkun, enda þótt áður væri mikið dýrara að senda bréf eða nota síma til Norðurland- anna frá íslandi, en að senda bréf heim og sí-ma, þótt reiknað væri með svörtu verði, hvað þá heldur nú. Og ekki fór mikið orð af útvarpsgjaldinu fyrr en miðarnir komu og 300 kr. strax ella straffskattur og lokun. —• Tóbak og brennivín, stórfelld hækkun og væri útaf fyrir sig gott ef salan gæti minnkað veru- léga. Það væru framfarir. EF það er rétt að til séu 70 þúsund gjaldskyld útvarpstæki í landinu, þá er þetta 7 millj. kr. skattur svona allt í einu, þeegj- andi og umbúðalaust kemur þetta. Hækkunin 50% á einni nóttu. Takk! SMÁKAUPMENN, sem marg- ir lepja dauðann úr skel með sáralágri álagningu, eiga nú að gerast einir af aðalinnheimtu- mönnum ríkisins, samber sölu- skattinn. Þeir verða að bæta við starfskröftum og mega þeir leggja 50% á sína þjónustu og þá sést án þess að spyrja um leyfi eða tilkynna fyrirfram. EKKI heyrði sá er þetta ritar, að útvarpsgjaldið ætti að hækka um %. En hver gaf leyfi fyrir þessari útvarpshækkun? — Var það útvarpsráð, var það rík- isstjórnin eða hvað? Þarf ekki að styðjast við lagabókstaf þeg- ar 7 millj. króna eru teknar með því að 'breyta 2 í 3 á rukkunar- blaðj útvarpsins? Þingmenn ríf- ast oft á Alþingi um ómerkileg- ar fjárveitingar, sem eru ofi rninna virði en það kostar þing- heim að deila um það eina atriði. Hverjir rífast þá um 7 millj. kr. skattinn? W | HVERS VEGNA varð rík-ð sjálft fyrst til að hækka? Hve "3 vegna var tryggingafrumvarp; 5 ekki afgreitt jafnframt og þer - um hækkunum var dempt yfi ? Þetta kalla ég „lapparí11. Stjór - in má ekki gefa svona greinile - an höggstað á sér. Loks vildi ' » spyrja, var það ekki meining' \ að hætta niðurgreiðslum s t langt sem komist yrði og þá f > í lagi þeim, sem grunur lék á 1 væru misnotaðar? Það genr í staflaust að Útflutningssjó? e hafi greitt niður miklu me' r magn árið 1959'' af saltfiski ! neyslu innanlands, en noki - dæmi munu vera til að étið h i verið til þéssa dags árlega. Þ 3 hefur líka verið minnst á kar - öflurnar. ' HVÍ í dauðanum er verið 5 I geriða þetta niður? Til þess S skapa hér spillingu? — Br l vinstri stjórnar ráðherrum •- > eins ráðherrum í þessari stj' r mun hafa verið bent á þes' hættur, og þeim bent á leiðir 1 að forðast þær. Kannski 1 ■■ beiningarnar þurfi að koma \ sprenglærðum talnasérfræði um til að þær yrðu teknar , i greina. ! TIL DÆMIS er það svo. - 3 niðurgreiðslan á kartöflum h > ur gert það að verkum, að bor p bæja- og þorps búar hafa s' - minnkað garðrækt alla. Nú v fáir leggja á sig vinnu að frr - leiða vöru ,sem hægt er að ka • n á lágu og stórfölsku verði í t ' - unum. Þetta er vont og má ki r í lag aðeins með því einu - 5 hætta að greiða það niður. 'r > skal ábyrgjast að það er hr t að koma til móts við neyta ann með hollari aðferðum ■ r svona hringavitleysu. Ég skr j á ráðamennina að gera hé_ á lagfæringu“. Hannes á horninu. Fyrstu gjafir inei m ra FYRIR NOKKRU skýrðu fyrir því, sem gera þarf öðrum til hjálpar. blöðin og útvarpið frá fyrírhug- aðri stofnun dvalar- og hress- ingarheimilis í. Kaupmanna- höfn. Hafa margir látið í ljós ánægju sína með þessa hug- mynd og telja að slíkt íslenzkt heimili í Kaupmannaliöfn geti orðið mörgum að liði, ekki að- eins aldurhnignu fólki, heldur og ekki síður þeim fjölmörgu sjúltlingum, sem leita sér lækn- inga þar í borg. — Fyrsta gjöfin kr. 500.— af- henti mér kona úr Hafnarfirði fyrir tveimur vikum, og í dag kom ein af vistkonunum á Grund með aðrar fimm hundr- uð krónur. Það er ekki nein til- viljun að fyrstu gjafirnar eru frá konum. Konurnar hafa á- valt látið sig samúðar- og líkn- armál miklu skifta og þær hafa glöggt auga og viðkvæmt hjarta Með þessum línum þakka eg þeim innilega gjafirnar. Miklu fé þarf að safna áður en draumurinn um dvalar- og hressingarheimilið rætist, en eg er sannfærður um, að skiln- ingur þjóðarinnar á þessu máli er slíkur, að ekki líði á löngu áður en hægt verður að hefj- ast handa um framkvæmdir. Gjöfum hér á landi veiti eg viðtöku, sem og skrifstofa Elli- og hjúkrunarheimilisins Grund, en í Danmörku séra Finn Tul- inius, Strö Prestegárd, Skæv- inge og hr. stórkaupmaður Jón Helgason, Rámands Steinsalle 17 Fredriksberg, Kaupmanna- höfn. — 26. marz 1960 Gísli Sigurbjörnsson. 11111111111111111 lí 11111111111131111111111111111 i 11111111111111 (]) Skíðaútbúnaður, alls konnr Svefnpokar Bakpokar Vindsængur o. fj. o. fl. , ’iiiiiiiiiiiiiEiiHmimiiiiiiHiiiimiuiiiiiiiiiiimiiiniiiiii} Húseigcsidur. f önnuimst alls konar vatns og hitalagnir. HITALAGNIR h.f. j Sími 33712 — 35444. j iimiiimiiiiiiiiiiiiiimiimviiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiM

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.