Alþýðublaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 10
Tilkynning. \ Nr. 12/1960. Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi há- marksverð á brauðum í smásölu: Franskbrauð, 500 gr. . ] Heilhveitibrauð, 500 gr Vínarbrauð, pr. stk. ... ! Kringlur, pr. kg.... Tvíibökur, pr. kg. ..... Séu nefnd forauð foökuð m'eð annarri þyngd en að ofan greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofangreint verð. Heimilt er þó að selja sérhökuð 250 gr. franskbrauð á kr. 2,20, ef 500 gr. brauð eru einnig á boðstólum. Á þeim stöðum, sem brauðgerðir eru ekki starfandi, má bæta sannanlegum flutningskostnaði við hámarks- verðið. Reykjavík, 31. marz 1960. VERÐLAGSSTJÓRINN. Hækkun sjúkradagpeninga og iðgjalda Samlagsstjórn hefur ákveðið og ráðherra staðfest, að FRÁ 1. APRÍL skuli sjúkradagpeningar hækka þann- ig, að einstaklingsdagpeningar, utan sjúkrahúss, verði kr. 50,00 á dag í stað kr. 30,00 áður. Viðbót vegna maka og foarna verður svipuð og verið hefur þannig að meðaltaishækkun verður um 54%. Frá sama tíma hækka iðgjöld til samlagsins í kr. 42,00 á mánuði, vegna hækkana á flestum liðum sjúkrakostnaðar. SJÚKRASAMLAG REYKJAVÍKUR. Gæziii- og vaktmaHur óskasf. Kópavogshælir vantar nú þegar gæzlu- og j. vaktmann til vinnu á sjúkradeildum. Um- sækjendur snúi sér til forstöðumanns hæl- isins, sími 19-785. Skrifstofa ríkisspítalanna. Alþýðublaðið ít ; vantar unglinga til að bera blaðið til áskrif- á enda við i Laufásveg. Talið við afgreiðsluna. — Sími 14-900. kr. 4,30 — 4,30 — 1,15 — 12,80 — 19,20 Breyff inn- heimtufyrir- komulag símans Eins og áður hefur verið skýrt frá breytist innheimtu fyrirkomulag símaafnota- gjaldanna í Reykjavík 1. apríl næstkomandi, þannig að notendur með símanúm- erin 10000 til 16499 greiða fullt ársfjórðungsgjald í apríl, en þeir sem hafa núm- erin 16500—24999 greiða eins mánaðar afnotagjald í apríl, en venjulegt ársfjörð- ungsgjald í maí og síðan á ársfjórðugs fresti. Þeir, sem hafa símanúmerin 32000 til 36499 greiða tveggja mán- aða afnotagjald í apríl, en venjuleg ársfjórðungsgjald í júní, og síðan á ársfjórð- ungs fresti. Frá 1. apríl verða símanotendur í Reykjavík ekki krafðir mán aðarlega um greiðslur fyrir símskeyti og símtöl á meðan upphæðin er undir 100 krón um, heldur með ársfjórðungs reikningi. Athygli símanotenda við sjálfvirku s'töðvarnar skal vakin á eftirfarandi: 1. Apríl reikningi fylgi reikningur fyrir umfram- símtöl, sem töluð voru á tímabilinu desember, janú- ar, febrúar, og reiknast á 55 aura hvert samtal, en um- framsímtöl, sem eru töluð 1. marz og síðar kosta 70 aura. 2. Lækkun símtalafjöld- ans, sem er fólginn í fasta- gjaldinu, niður í 600 símtöl á ársfjórðungi, kemur fyrst til framkvæmda á símtölum, sem eru töluð eftir 30. júní. 3. Vegna hins sérstaka fyrirkomulags á símasam- bandinu milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, verður sím- talafjöldinn, sem fólginn er í fastagjaldinu í Hafnarfirði, • reiknaður sem svarar 850 símtölum á ársfjórðungi fyr- ir þau símtöl, sem töluð eru á tímabilinu 1. marz til 30. júní á þessu ári, en lækkar 1. júlí ofan í 600 símtöl á ársfjórðungi samtímis því að gjaldið fyrir símtölin milli Hafnarfjarðar og Reykjavík- ur verður reiknað eftir tíma- lengd niður í eina mínútu. Þar sem helmingur símtala frá heimilissímum í Hafnar- firði til Reykjavíkur hefur reynzt að vera skemur en 1 mínúta, en meðaltími sím- talanna um 2 mínútur, fel- ur hið nýja fyrirkomulag í sér talsverða gjaldahækkun. Samskonar fyrirkomulag verður þá einnig tekið upp á sjálfvirku símasambandi á milli Hafnarfjarðar og Kefla víkur. Reykjavík 20. marz 1960. Póst- og símamálastjórnin. Opið í kvöld. Gömlu dansarnir til kl. 1. Hljómsveit hússins leikur. Tjarnarcafé. Tilkynning. Nr. 8/1960. Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi há- marksverð á smjörlíki frá og með 1- apríl 1960: í heildsölu................... kr. 12,00 í smásölu, með söluskatti .. — 13,40 Reýkjavík, 31. marz 1960. VERÐLAGSSTJÓRINN. lilkynning. Nr. 11/1960. Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi há- marksverð á benzíni og gasolíu og gildir verðið hvar sem er á landinu: 1. Benzín, hver lítri.................. kr. 4,00 2. Gasolía: a. Heildsöluverð, hver smálest...... — 1335,00 b. Smásöluverð úr geymi, hver lítri .. —- 1,30 Heimilt er að reikna 5 aura á líter af gasolíu fyrir útkeyrslu. Heimilt er einnig að reikna 16 aura á líter í afgreiðslu- gjald frá smásöludælu á bifreiðir. Sé gasolía og benzín afhent í tunnum, má verðið vera 2V2 eyri hærra hver olíulítri og 3 aurum hærri hver foenzínlítri. Ofangreint hámarksverð gildir frá 0g með 1- apríl 1960. Söluskattur er innifalinn í verðinu. Reykjavík, 31. marz 1960. VERÐLAGSSTJÓRINN. Tilkynning. Nr. 9/1960. Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið hámarksverð á eftirtöldum vörum sem hér segir: Kaffi forennt og malað, frá innlendum kaffibrennslum: í heildsölu.............. kr. 38,85 pr. kg í smásölu með söluskatti. — 46,00 —■ — Kaffibætir: í heildsölu................ — 18,85 — — í smásölu með söluskatti. — 23,00 — — Reykjavík, 31. marz 1960. VERÐLAGSSTJÓRINN. 10 !• apríl 1960 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.