Alþýðublaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 7
ítaha í kvöld hefjum við ferðina. Fyrst skreppum við til ÍTALÍU og matseðillinn verður : SPAGHETTI CON AGLIO e OLIO ZUPPA di SPINACI alla MODENESE —o— BACCALA alla VENEZIANO LA COSTOLETTA alla MILANESE FRITELLE di FARINA BIANCA CAFFE —o— Að auki: PIZZA A LA MAISON SPAGHETTI ITALIENNE SPAGHETTI BOLONAISE -------0- (Skýringar á metseðli fást í Nausti). —o— Tríó NAUSTS leikur ítölsk lög. Erlingur Vigfússon syngur ítölsk lög kl. 9:30. Svavar Gests kynnir, segir sögur og • • smá- getraun. Dans eftir kl. 10,30. Opiðtilkl. 01:00. FræSilunámskeið iða verðmismun er ema varan- lega lausnin, segsr Emil J. FRUMVARP ríkisstjórn arinnar um ferskfiskeftir- lit var tií 1. umræðu í efri deild alþingis í gær. Emil Jónsson sjávarútvegsmála ráðherra fylgdi frumvarp- inu úr hlaði með ítarlegri ræðu, en að máli hans loknu var frumvarpinu vís að til 2. umræðu og sjávar útvegsnefndar með sam- hljóða atkvæðum. Emil Jónsson kvað eina höf- Öryggiseftirlit ríkisins hefur í samráði við Verka- mannafélagið Dagsbrún ákveðið að gangast fyrir þriggja daga fræðslunámskeiði fyrir þá menn, sem hafa með höndum stjórn lyftukrana, vélskóflna og skurðgrafna. Námskeiðið verður haldið í Félagsheimili múrara og rafvirkja, Freyjugötu 27, og hefst þriðjudaginn 5. apríl kl. 20.30 stundvíslega. Athygli imanna skal vakin á því, að í undirbúningi er reglugerð um réttindi til að stjórna tækjum þeim, sem hér um ræðir og er námskeiðinu ætlað að veita þeim mönnum, sem nú vinna slík störf, nauðsynlega fræðslu til að geta öðlast viðurkenningu til starfsins. Reykjavík, 31. marz 1960. ÖRYGGISMÁLASTJÓRI. uðástæðuna til þess, að fiskur- inn hafi reynzt vera stórgölluð vara, vera þá að netafiski væri oft ekki landað fyrr en hann væi'i orðinn tveggja nátta eða jafnvel eldri, því að sumir bát- ar hefðu fleiri net en þeir gætu dregið á emum degi. Einnig væri meðhöndlun í landi hvergi nærri góð. í stuttu máli sagt: Hugsunin um" að auka magnið á kostnað gæðanna væri alltof oft ríkjandi. Ráðherrann sagði, að greini- legt væri að gera þyrfti ráð- stafanir til að kippa þessum málum í lag. Varla yrði þó um varanlega bót að ræða fyrr en gerður væri munur á verði fisksins eftir gæðum. Hefði þeirri skoðun og vaxið fylgi undanfarið, að flokka fiskinn og greiða mishátt verð fyrir. í september 1958 var skipuð nefnd til að athuga þessi mál ■og gera tillögur til úrbóta,- — Nefndin kom á fót eftirliti í til- raunaskyni á vertíðinni 1959. Árangur þeirra tilrauna varð nokkur, sagði Emil Jónsson, og var hann að verulegu leyti fclg inn í fræðsiustarfi um meðferð aflans. Á grundvelli þeirra athug- ana og tilrauna skilaði nefndiní áliti um síðastliðin áramót og tillögum sínum til úrbóta, ea r.ú hefur sjávarútvegsmálaráðu neytið samið frumvarp það, sem nú liggur fyrir, á grund- velli tillagna nefndarinnar. — Ráðherrann rakti síðan ein- stakar greinar frumvarpsins og vísaði til athugasemda og fyigi- skjala með því. Emil Jónsson sagði að lokum — að hann teldi þetta svo þýð- ingarmikið mál, að það verð- skuldaði fyllstu athygli alþing- ismanna. Hér væri a. m. k. ver- ið að gera tilraun til að stöðva óheillavænlega þróun, sem ríkt hefði, og þetta frumvarp vævi aðeins byrjunarframkvæmdir á því sviði. Framhald af 1. síðu. aðstæður eru sérstakar þannig að íbúarnir eigi afkomu sína að langmestu leyti undir fisk- veiðum við ströndina, má fisk- veiðilögsagan ná lengra, en reglan um þetta verður að vera þannig oi'ðuð, að hún verði ekki misnotuð.“ Áður en Guðmundur í. Guð- mundsson fékk orðið á síðdegis fundinum í dag, hafði fulltrúi Mexíkó haldið því fram, að hans eigin tillaga væri ein hin bezta, en hún fjallar um, að hvert ríki skuli geta ákveðið landhelgi sína allt að 12 míl- um frá ströndinni, en þau ríki, sem telji sér nægja litla land- helgi, skuli fá að launum víð- ari fiskveiðilögsögu. Ríki, sem lætur sér nægja 6 mílna land- helgi, geti því fengið allt að 18 mílna fiskveiðilögsögu með einkarétti til fiskveiða. Talsmaður Indverja kvaðst álíta, að tillögur Kanadamanna og Bandaríkjamanna væru báð ar nytsamlegar og táknuðu verulegar ívilnanir handa litlu ríkjunum. Hann kvað hags- muni Indverja krefjast þess, að fiskveiðar innan 12 mílna markanna yrðu fyrir Indverja sjálfa og studdi því kanadísku tillöguna. „Hinn svok.allaði sögulegi réttur til fiskveiða við strendur annarra ríkja er hlutur, sem aðeins lítill minni hluti ríkja getur gert kröfu til, og verður því að ákveðast með sérsamningum milli að- ila.“ sagði hann. Fulltrúi Ástralíu kvað stjórn sína fallast á tillögu Banda- ríkjamanna, sem hún teldi rétt látustu lausnina. SÍÐUSTU FRÉTTIR: Seint í gærkvöldi barst skeyti frá Jóni Magnússyni í Genf, þar sem fram kemur eftirfarandi til viðbótar því, sem segir í aðal- frétt: Guatemalia styður 12 míl- ur og er tilleiðanlegt til að fall- ast á minna. Fulltrúi Noregs benti í ræðu sinni á auknar fisk veiðar útlendinga við Noregs- strendur, sem hefðu þeglar skap að vandamál við Norður-Noreg, þar sem veiðarfæri væru eyði- lögð og fiskur uppurinn. Ríku þjóðirnar, sem ættu úthafsflota, gætu fiskað nóg á úthafinu. Brezki fulltrúinn Fitzmaurice gerði þá tathugasemd, að hann mundi svara ummælurti ís- lenzka ráðherrans seinna. Á morgun tala Jórdanía, Kambodja, Finnltand og Ung- verjaland. — Nú hafa alls rösk- lega 30 fulltrúar talað og styð- ur nær helmingur þeirra till. Bandaríkjamanna. Eftirtektar- vert er, að enginn Afríkumaður hefur enn talað, en þeir munu gera þiað á mánudag. M.s Skjaldbrelð vestur um land til Akureyrar hinn 7. þ. m, Tekið á móti flutningi í dag og árdegis á morgun til Tálknaf jarðar, áætlunarhafna við ; Húnaflóa og Skagafjörð — og til Ólafsfjarðar. Farseðlar seldir á miðviku- dag. Volkswagen 1960 nýr og óskráður til sölu. Aðalstræti. Sími 15014-19181 S.G.T.félagsvistin í GT-húsinu í kvöld kl. 9. — Þá hefst síðasta 5 kvölda keppnin í vetur. Heildarverðlaun kr. 1500,00. Auk þess góð kvöldverðlaun hverju sinni. Afhent vei ð laun fyrir síðustu keppni. — Dansinn hefst um kl. 10,30. — Aðgöngumiðar frá kl. 8. Sími 13355. Alþýðublaðið apríl 1960

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.