Alþýðublaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 16
BÍLL í NYLONNETI 3 LONDON. — Þyrilvængjur eru gagnlegar til margra hluta | § á sjó og landi, — og náttúrlega í lofti. Myndin sýnir litla | | þyrilvængju flytja jeppabíl milli staða í sterku nylonneti. | WWMMWWWWWWWVWVWWWMMWWWMWWWWWWWM ALLT HÆKKAR A ÍTALÍU KARACHI, (UPI). — Deila Indlands og Pakistans út af Kashmir er nú komin á nýtt stig; í frímerkja-bardaga. Pakistan hefur nú gefið út ný frímerki, sem „sýna hina •réttu stöðu Jammu og Kash- rnir“. Hin.nýju frímerki, sem gefin voru út á þjóðhátíðar- dag Pakistans 23. rnarz s. 1., sýna hin umdeildu landsvæði sem hvít á purpurarauðu, app elsínugulu, grænu og bláu, og á hverju merki stendur: ,,End anleg staða enn óákveðin“. Þessi frímerkjaskothríð er svar við indverskri útgáfu frímerkja frá 1957, þar sem Kashmir og Jammu eru sýnd innan landamæra Indlands. Pakistan hefur í 12 ár heimt- að þjóðaratkvæði til að skera úr um stöðu þessara ríkja. Pakistanir mótmæltu ind- versku útgáfunni frá 1957 við Alþjóða póstmálasambandið, en hafa ekki truflað neitt send ingar bréfa með slíkum merkj um. Ekkisama hvernig blém- um er snúið WELLINGTON, Nýja Sjá- landi, (UPI). — Heilsa potta- blóma kann að fara eftir því í hvaða átt þeim er snúið. 0> Ný-Sjálendingur nokkur tók nokkrar tegundir plantna og lét þær snúast einn snún- ‘ing á sólarhring um lóðréttan öxul og hafði hjá þeim á- kveðnar Ijóss-, hita- og raka- aðstæður. Hann komst að því, að þær plöntur, sem hann notaði — cyclamenx, sem er af vorrósaætt, baunategund og hafrar — voru viðkvæmar fyrir áttinni, sem þeim var snúið í. 'Væri þeim snúið rétt- an snúning hnignaði þeim, en hins vegar jókst vöxturinn, ef þeim var snúið öfugan snún- ing, NEW YORK, 31. marz (NTB— REUTER). Öryggisráð SÞ hóf í dag að nýju umræðu sína um ástandið í Suður-Afríku. Suð- ur-Afríkumenn voru ekki við- staddir, en fulltrúar þeirra fylgdust með af áheyrendapöll- um. í viðtali við gréttamann Reuters sagði suður-afríski full- trúinn, Brand Fourie, að hann biði enn eftir fyrirmælum frá Stjórn sinni. Á fundinum eftir hádegið, er íiófst kl. 20.10 eftir ísl. tíma böfðu fulltrúar Suður-Afríku aftur tekið sæti á fundi'. ROM, (UPI). — Hvað veld- ur því, að verðlag í smásölu á ítalíu hækkar stöðugt, þó að heildsöluverð lækki? Hagfræðingar og húsmæð- ur eru stöðugt að reyna að finna svar við þessari gátu — smásöluverð er um þessar mundir 15,3% hærra en það var árið 1953, en heildsölu- verð er 5% lægra. Allir segja, að framleiðand- inn — einkum bóndinn — fái minna fyrir framleiðsluvörur sínar, þó að húsmóðirin greiði fyrir hana hærra verð, og verði mismunurinn eftir hjá milliliðunum. Fáir ítalskir smákaupmenn viðurkenna, að þeir séu ríkir, svo að skýringin er venjulega: — Það eru of margir milli- liðir. — Of margir smásalar með of smáar búðir, sem ekki hafa efni á að lækka verð. — Markaðs-heildsölukerfið, sem til skamms tíma var í höndum bæjanna sjálfra, er of þungt í vöfum og dýrt. Verðbólgan reynir svo á kaupgetu almennings, að neyzla nokkurra algengustu matartegunda minnkaði í Róm á s. 1. áfi, þrátt fyrir- 50. 000 aukningu íbúatölunnar. Grænmetisneyzla minnkaði mjög lítið, úr 124.078 tonnum 1958 í 123.901 tonn 1959. Neyzla kjúklingakjöts minnk- aði úr 3.785 tonnum í 3.621 tonn, þrátt fyrir það, að verð lækkaði. Sala á kálfakjöti var svo til óbreytt, en neyzlá lamba- kjöts, sem er uppáhaldskjöt Rómverja, minnkaði úr 4.931 toni í 4.767 tonn vegna mik- illar verðhækkunar. Minnkandi neyzla þessara matvörutegunda leíddi til aukinnar neyzlu annarra mat- væla eins og osta- og mjólk- urafurða (úr 21.050 tonnum í 22.601 tonn), fisks (úr 12.334 tonnum í 12.977 tonn) og eggja (úr 180.994.000 í rúm- lega 188.000.000). Og mjólkurneyzla fór úr 98.523.000 lítra í 180.994.000 lítra. — íbúatala Rómar er nú rétt rúmar 2 milljónir. Ógæfugul I MARFA, Texas, (UPI). — William Edward Wallace, 23. ára gamall stúdent við Texas- háskóla í Austin, var heillað- ur af sögum um það, að mikil auðæfi í gulli lægju grafin í námu nokkurri í „hrjóstrun- um‘“ í suð-vestur Texas. Sag- an. segir, að Ewing Hunt, „bandítt“ í gamla „villta vestrinu“ hafi grafið gullið við Muertas Springs í Big Band héraði í Texas fyrir 70 árum. Það skal tekið fram, að ,,Muertas“ er spænska og þýð- ir dauði. Fyrir um það bil þrem ár- um las Wallace bók eftir J. Frank Dobie, er nefnist „Co- ronado’s Children“ og segir þar frá glæpamanninum Hunt og gullinu, sem hann átti að hafa falið. Áhugi hans jókst enn, er hann heyrði meira af sögu- sögnum þessum, og loks tók Wallace, ásamt tveim áðrum námunnar með benzíndælu. Hann bugaðist fljótlega af kolsýrings-gufu. Hamilton og Powers létu síga niður til unglingum — Herbert Hamil- ton og Joe Powels — að leita að fjársjóðnum. Þremenning- arnir fóru til námunnar og tóku að dæla upp vatni út úr gömlum göngum. Náman var í útliti eins og sú, sem lýst var í sögum um Hunt. Wallace fór niður í botrt hans lykkju, en svo máttfar- inn var hann af kolsýringn- um, að hann losnaði úr lykkj- unni og féll á höfuðið niður á botn námunnar. Powers fór nú niður, en bugaðist líka af kolsýringn- um. Hamilton fór nú eftir hjálp 16 mílur í burtu. Björg- unarmennirnir drógu Powers upp á lífi, en Wallace var dauður. Kaldhæðni örlaganna var sú, að í sömu vikunni lézt enn einn þeirra, sem leitað hafa að gulli Hunts. Það var Bill nokkur Cole, sem leitað hafði að fjársjóðnum síðan 1904. Hann fann hann aldrei og dó á sjúkrahúsi í Austin. Tunglið verður æ leiðinlegra VIANCHESTER, England. - Vlunið þið eftir þeim tíma ir tunglið var æsandi, dul- arfullt og rómantískt, — þegar það var staður ógur- Iega langt í burtu og enginn vissi rétt mikið um það? Nú til dags sýnist það allt- af vera að verða leiðinlegra og Ieiðinlegra eftir því, sem menn fá meiri vitnesku um það, — ekki ósvipað og tæl- Framhald á 14. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.