Alþýðublaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 3
VORPIN FUNDUIl var í samein uðu alþingi í gærkvöldi og útbýtt þrem stjórn arfrumvörpum um skattamál, einu um tekjuskatt, öðru um ut svör og hinu þriðja um Jöfnunarsjóð sveitarfé laga. Hefjast umræður um þessj mál á þingi í dag. Búnaðarhá- skóli á Hvanneyri FRUMVARP um landbúnað- arháskóla á Hvanneyri hefur verið flutt á alþingi, af land- búnaðarnefnd neðri deildar fyr ir hönd ríkisstjórnarinnar. Benedikt Gröndal flutti í gær framsögu fyrir frumvarpinu og skýrði sögu æðri búmenntunar hér á landi og aðdraganda þessa frumvarps. Framhaldsdeild hef u.r starfað síðan 1947 við bænda skólann á Hvanneyri og gefið ágæta raun. Er nú ætlunin að útvíkka starf hennar nokkuð, og láta hana þróast áfram á Hvanneyri, í stað þess að setja upp búnaðarskóla í Reykjavík, eins og sumir vilja. Frumvarp- inu var vísað til annarrar um- ræðu. Nánar verður skýrt frá frum- vörpum þessum í næsta blaði. Tekjuskattsfrumvarpið kveð- ur á um afnám tekjuskatts af launatekjum, eins og boðað hef ur verið. Þar eru og skattstigar fyrir hátekjumenn, sem ekki sleppa við skattinn. Skattstigi verður nú einn, ekki ósvipaður hinum gamla, nema 'hvað hann rís hraðar fyrir þær tekjur, sem eru umfram skattfrjálsu tekj- urnar. Ákvæðið um skattfrelsi nætur-, eftir- og helgidaga- vinnu við útflutningsfram- leiðslu er afnumið. Útsvarsfrumvarpið er mikill bálkur og þó aðeins byrjun á heildarbreytingu þeirra laga, sem nefnd hefur undirbúið. Að- albreyting er sú, að tekjuskatt- stigar eru lögbundnir, einn fyr- ir Reykjavík, annar fyrir kaup- u Frækorn" eftir Bj. Brekkmann BJARNI BREKKMANN hef- ur nú sent frá sér nýja ljóða- bók. Hún heitir: „Frækorn“. Bókin er prentuð sem handrit á kostnað höfundar í 500 tölu- settum eintökum, 110 blaðsíður að stærð. Séra Jón M. Guðjónsson skrif ar formála fyrir bókinni, og segir þar, að Bjarni sé mikill aðdáandi Hallgríms Pétursson- ar sálmaskálds, og telji sig hafa meira af honum lært en nokkr- um öðrum. Einnig segir hann: „Bjarni á mörg hugðarefni, en fer ekki alltaf sömu götur og aðrir. Hann ann sögu þjóðar sinnar, er fróður á minningar cg kann góð skil á ættum og at- burðum í heimabyggð sinni.“ staði og þriðji fyrir hreppana. Útsvör eftir efnum og ástæðum falla niður. Þá er ákvæði um að samvinnufélög greiði veltuút- svar jafnt af verzlun félags- manna sem utanfélagsmanna. Lögin um jöfnunarsjóð sveita félaga herma, að ríkið greiði sjóðnum einn fimmtahluta sölu skatts, svo og hvernig tekjunum skal úthlutað til sveitar- og bæj arfélaganna. BLÖÐIN HÆKKA í VERÐI UNDANFARNAR vikur hafa orðið stórfelldar hækkanir ó rekstrarkostnaði dagblaða. Nema þær svo háum upphæð- um, að víðtækir fjárhagsörðuglekar hafa skapazt í þess- um rckstri, sem felur í sér mtargvíslega þjónustu við al- menning. Sem dæmi um hækkun rekstrarkostnaðarins má nefna, að pappír, sem er einn af aðalkostnaðarliðum blaðannia, hefur hækkað um 70%, og yfirlertt má segj, að allt, sem kaupta þarf erlendis frá til blaðaútgáfu, auk pappírsins, svo sem vélar og varahlutir, fréttaþjónusta o. fl., hafi hækkað um 50%. Enn fremur má benda á, að tveir stórir kostnaðarliðir innlendir — burðargjald og sími — hækkuðu stórlega um síðustu mánaðamót. Af þessum ástæðum eru blöðin knún til að hækka á- skrifta- og auglýsingaverð sitt. Frá og með deginum í dag, 1. apríl, kostar Alþýðublaðið kr. 45,00 á mánuði, Auglýsingaverð verður kr. 24,00 pr. eindálka sentimetra. Sigga Vigga i i ' 1 i i',1 i| PTi i 11 . i 11 , i , i .1 i , | 1 i| '' I' 11 ’l'11 1 I I,'I. 1 'i 'i, i' V' i11 ,i,i 11 11 ii i ,'.i.i 1 1 I1 ’ ' 'V'" -,M I , , 1 1 I -* • • I • J • I I ' I ' ' | 1 I 1 M "!,1| '| M I' i i 1 l ', 1 l i 1. i,l I i ' , i 1 1, 1. ' 1' ' I i ' 1 i | | . 11 i 1 1',' ,ii i 1 1 'i 1 '< i 'r’ i i | 11' i i 1 ' i i ' 111 I i, ' 'i ■ ' 1 , . "i, 1 11 vjy II 1 I 1 I I ’ I " 'i'1 1 1 ' . ’m'. ■'V>, ■, i1 . i , ■i,1.," i 11', 1 Ófför Eggerfs Gilfer fer fram / í dag. EGGERT GILFER, hinn kunni skákmeistari og organleikari, verður jarðsunginn í dag. Sök- um rúmleysis komst ekki í dag minningargrein um hann eftir Ásgeir Þór Ásgeirsson, formann Skáksambands íslands, en hún verður birt á morgun. „ÞAD TEKUR f>VÍ F/R\R ÞIG AÐ VERA AÐ VORKENNA SJÁLPRI þÉR! Á BESTA ALDRI. STÁLHRAUST OO SVONA BRÁÐHUGrGULEGr Á SÚNNUDÖGUMJ" Alþjóðlegur glæpa- maður í Reykjavik? WWWWWWWWMWMMWWMWWWWWWMWWWW LÖGREGLAN hér hefur rök- studdan grun um að alþjóð- legur glæpamaður fari huldu höfði í Reykjavík. Lýsing á manninum, sem símuð var frá Alþjóðalögreglunni (Interpol) í París í gærmorgun, kemur heim við þær upplýsingar, sem Reykjavíkurlögreglan hef ur getað aflað sér um óvenju bíræfinn innbrotsþjóf, sem verið hefur á ferðinni undan- farnar nætur. Þetta er sami maðurinn, sem sagt var frá í fréttum hér í blaðinu í fyrradag, að brotizt hefði inn í skrifstofu Þvotta- hússins Mjallhvít og haft á brott með sér nálega 17 000 krónur í peningum, 1800 krón ur í ávísunum og fjórar kjól- skyftur. Hinn eftirlýsti alþjóðlegi glæpamaður heitir réttu nafni Mickey Spillane, en kallar sig ýmsum nöfnum. Hér mun hann ganga und- ir dulnefninu Jón Jónsson. Hann er vopnaður. Lýsing Interpol á mannin- um er svohljóðandi: Hæð: 174 cm. Þyngd ca 93 kíló. Hárlitur; Jarpur. Augna- litur: Grágrænn. Hann vantar þrjá fingur á hægri hendi. Rannsóknarlögreglan hefur beðið blaðið að skora á fólk að tilkynna henni, ef það verður vart við grunsamlegar manna- ferðir að næturþeli. Nætursími rannsóknarlög- reglunnar er 26938. Ef sá sími svarar ekki, eru menn beðnir að hringja í leyni númer Júlíusar Inga fulltrúa. Skemmdarverk á Lögbergi NYLEGA fór maður nokk- ur, er á sumarbústað við Lög- berg, að líta á bústað sinn. Brá honum heldur en ekki í brún, þar eð unnin höfðu verið hin ferlegustu spellvirki á bústað hans. Höfðu rúður verið brotn ar, húsgögn brotin og yfirleitt allt brotið og bramlað. Við nánari athugun kom í ljós, að skemmdarverk höfðu verið unnin á fleiri bústöðum á Lögbergi. Er það greinilegt, að þarna hefur farið um ein- hver óaldarlýður og er það furðulegt, að þeir menn skuli til, er geta haft geð í sér til þess að eyðileggja á þennan hátt eignir annarra. Alþýðublaðið 1. apríl 1960 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.