Alþýðublaðið - 02.04.1960, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.04.1960, Blaðsíða 4
j RÍKISSTJÓRNIN hefur á f íjáriögum þessa árs aflað sér heimildar til að taka til hafn- argerðar í Þorlákshöfn er- lent lán að upphæð 45 mill- jónir króna, og mun tækni- legum undirbúningi verksins verða lokið næstu daga. ' Hafnargerð í. Þorlákshöfn ■er þjóðhagslega mikilvægt verkefni, vegna þess að hún skapar skilyrði til útgerðar, sem er líkleg til að færa þjóð- arbúinu hreinar auknar tekj- ur vegna aukinnar fram- leiðslu útflutningsvara. Þor- lákshöfn liggur betur en aðr- ar hugsanlegar verstöðvar við beztu fiskiihiðum við landið, og þaðan er arðvænlegust út- gerð 20—50 tonna báta, en af þeirri stærð eru til í íandinu rnargir bátar án fullrar af- Rastagetunýtingar. Bætt útgerðarskilyrði í Þor- lákshöfn gera kröíu til mikill- ar fjárfestingar í fiskvinnslu- stöðvum, framleiðslutækjum svo og íbúðarhúsum vegna skorts á vinnuafli þar að ó- breyttum aðstæðum. Þar eru . rú búsettir aðeins rúmlega bundrað manns, en umhverfis Siöfnina er að mestu eyðisand- ur ög klappir. Hins vegar eru .nokkru austar á strandlengj- unni í gróðursælum sveitum bandan Ölfusár þorpin Eyrar- bakki og Stokkseyri með meira en þúsund íbúa, sem búið hafa við ónóga atvinnu ' beima fyrir vegna breyttra ós WMMWWWWWMWWMWWWWWWWWWWWWMWW IUNNAR Stefánsson Þorlákshöfn við þorpin j; flytur í sameinuðu alþingi Eyrarbakka og Stokkseyri J! tillögu til þingsályktunar og nærsveitir. Greinar- !> um brúargerð á Ölfusárós gerð hans fer hér á eftir. j[ | í Óseyrarnesi til að tengja !> t,mvywi>iwwmwiwwwwwwwwiwwwwwwvwwww%wv Unnar Stefánsson, hendi frystihús með 80 tonna vinnslugetu, geymslurými fyr ir 500 tonn fisks, hjallarými, þurrkhús og önnur fram- leiðslutæki, ónotað íbúðarhús- næði og mikið vinnuafl. Er af þessu ljóst, að hag- kvæmt muni að tengja hina nýju verstöð í Þorlákshöfn við þorpin á suðurströndinni Ðg hina þéttu byggð í nær- sveitum austan árinnar með beinu vegarsambandi. Slík samgöngubót mundi hvort tveggja í senn stórbæta skil- yrði til áframhaldandi útgerð- ar frá Eyrarbakka og Stokks- eyri vegna lendingaröryggis og minnka fjárfestingarþörf í Þorlákshöfn vegna í fyrsta lagi möguleika á hagnýtingu framleiðslutækja, sem fyrir eru á þessum stöðum, og í öðru lagi hetri hagnýtingar vinnuafls með aukinni þátt- töku íbúa þorpanna og nær- sveita í framleiðslustörfum í Þorlákshöfn og skapa þannig þjóðhagslega hagkvæmari nýt ingu framleiðsluþátta en ella gæti orðið. Til viðbótar aukinni arð- semi við útgerð og aflavinnslu atvinnuhátta í héraði og erf- iðra hafnarskilyrða. Að óbreyttum samgönguað- stæðum þykir sennilegt, að með öruggri aðstöðu í Þor- lákshöfn muni útgerð bátanna flytjast þangað, en leggjast al- gerlega niður frá þessum þorpum. í þeim eru nú fyrir mundi beint vegarsamband yfir Ölfusárós hafa í för með sér verulegan spamað vegna minni flutningskostnaðar. Stytzti vegur frá Þorlákshöfn til Eyrarbakka nú er 50 km., en mundi verða 12 km. með tilkomu nefndrar brúar. Flutn ingaleiðin frá Þorlákshöfn til verzlunarmiðstöðvar héraðs- ins, Selfoss, mundi styttast um fjórðung, eða úr 34 km í 26 km," og samsvarandi til annarra byggðarlaga austan árinnar. Hér er um að ræða mikilvæga hagkvæmni, því að um þessa einustu hafskipa- höfn á allri suðurströnd lands ins mun fara meginhluti vöru skipta héraðanna, bæði inn- og útflutningur, sem mun á næstu árum stóraukast með aukinni landbúnaðarfram- leiðslu, virkjun fallvatna og hveraorku til stóriðnaðar og hagnýtingu annarra náttúru- auðlinda, sem er forsenda þeirrar skoðunar margra, að íbúafjöldi þessa héraðs rauni á næstunni vaxa örar en í öðr- um byggðarlögum landsins. Fyrir því má fullvíst telja, að brú verði byggð á nefnd- um stað, en hins vegar álita- mál, hvenær hagkvæmni og arðsemi slíkrar framkvæmd- ar verði talin nægileg til þess að skynsamlegt sé að hefjast handa. Brú á Óseyrarnesi var tekin á brúalög árið 1953 og vegurinn að hénni í tölu þjóð- vega árið 1955. Vegamála- skrifstofan hefur gert nokkr- ar byrjunarathuganir á brúar- stæðinu, og leiða þær í ljós, að undirstaða sé ákjósanleg, hraun þrjá metra undir venju legu vatnsyfirborði, og að brú in þyrfti að vera 440 metra löng. Við hin nýju viðhorf, sem nú skapast með tilkomu hafn- ar í Þorlákshöfn, er fullkom- lega tímabært, að fram fari rannsóknir á tæknilegri hlið málsins og fjárhagslegri og annar nauðsynlegur undirbún ingur, sem miði að því, að framkvæmdir geti hafizt í beinu framhaldi af þeim fyrsta áfanga, sem nú er fvr- irhugaður af hinni mikilvægu hafnargerð í Þorlákshöfnf enda munu kostir hennar ekki njóta sín til fulls, fyrr en brú verður byggð á Ölfusárós9 eins og hér er gert ráð fyrir. NÝTT vikublað hefur göngu sína í dag, íþróttir. Eins og nafnið bendir til, er hér um íþróttablað að ræða, sem flyt- ur innlendar og erlendar í* þróttafréttir. Af efni fyrsta blaðsins er þetta helzt: Viðtal við Ríkharð Jónsson, Í.A., sem kveðst ekki verða með í fyrstu lotu, en sennilega seinna í sumar. Ell-. ert Schram, K.R., ritar grein, sem hann • nefnir: Að fara á knattspyrnuleik í Englandi, þar sem lýst er taugastríði enskra vallargesta, Viðtal er við Brynjólf Ingólfsson, form. Frjálsíþróttasambands íslands, íslenzkir frjálsíþróttamenn- verða mikið á faraldsfæti í sum ar. Loks eru ýmsar erlendar fréttir. Ritstjórn Íþrótta annast Jaf- et Sigurðsson (ábm.) og Jón A. Guðmundsson. Blaðið er prent- að í Rún. 2. apríl 1960 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.